SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 27
3. apríl 2011 27 Úr kvikmynd um samband Chanel og Igor Stravinsky. Chanel var ævinlega vel klædd. Chanel No 5 er eitt frægasta ilmvatn í heimi. missti ég allt.“ Þetta var mesta áfall lífs hennar, atburður sem hún jafnaði sig aldrei fyllilega á. Chanel gekk aldrei í hjónaband en átti fjölskrúðugan hóp elskhuga. Þar á meðal var Dmitri hetogi, frændi Nikulásar II. Rússakeisara. Hann hafði tekið þátt í samsærinu um að myrða Rasputin, einkavin keisaraynjunnar, og flúði land eftir morðið. Annar elskhugi var skáldið Pierre Reverdy og slúðrað var um ástar- samband milli hennar og tónskáldsins Igors Stravinskys. Fatahönnun Chanel hafði vakið mikla athygli, frægð hennar og velgengni jókst með hverju ári. Hún varð afar vel fjáð og styrkti bæði ástmann sinn Dmitri og Stravinsky fjárhagslega. En svo hitti Chanel ríkasta mann Eng- lands, og sá þurfti sannarlega ekki á neinni fjárhagsaðstoð að halda. Hertoginn af Westminster var enn einn kvennamaðurinn sem Chanel átti í sambandi við. Ástarsambandið stóð í tíu ár og var stormasamt vegna framhjáhalds hans. Eitt sinn reyndi hann að bæta fyrir framhjáhald með því að gefa Chanel stóran gimstein. Hún tók við honum en lét hann svo renna rólega úr hendi sér og í sjóinn. Öðru sinni gaf hann henni háls- men eftir að hafa daðrað við unga konu. Chanel henti því í hafið. Ég elskaði hann, eða hélt að ég elskaði hann, sem er nokk- urn veginn það sama, sagði Chanel á efri árum. Samband þeirra hefði sennilega endað með hjónabandi hefði Chanel orð- ið barnshafandi, en það skipti hertogann miklu máli að eignast karlkyns erfingja. Þess má geta að hann lést án þess að hon- um yrði að ósk sinni. Eftir að ástarsam- bandi þeirra lauk átti Chanel í nokkurra ára sambandi við fatahönnuðinn Paul Iribe sem var náinn samsatarfsmaður hennar. Hann skildi við eiginkona sína vegna Chanel en lést skyndilega úr hjartaáfalli árið 1935, 52 ára gamall. Chanel og nasistar Sár vonbrigði og áföll í einkalífi mörkuðu líf Coco Chanel en hún bjó sannarlega að miklum starfsframa. Svartur og hvítur voru hennar uppáhaldslitir, hún sagði að þeir skiptu öllu máli. Hún hannaði föt sem hún taldi henta sjálfri sér. Þetta var einföld, smekkvís en dýr hönnun sem efnaðar konur um allan heim sóttu í. Ilmvatnið Chanel nr. 5 varð ekki síst til að leggja grunn að veldi hennar. Þegar Marilyn Monroe var eitt sinn spurð í hverju hún svæfi svaraði leikkonan orð- heppna: „Chanel nr. 5.“ Chanel bjó við mikinn íburð og safnaði dýrmætum munum en á heimili hennar var þó ekkert svefnherbergi. Hún svaf á hótelherbergi á efstu hæð á Ritz-hótelinu sem var í námunda við heimili hennar. Ásakanir um að Chanel hafi átt náið samstarf við nasista hafa sett svartan blett á mannorð hennar. Í nýlegri ævi- sögu Chanel eftir Justine Picardie er gert lítið úr þessum þætti og talið að um marklaust slúður sé að ræða. Chanel hafi einfaldlega látið eins og nasistar væru ekki til og síst unnið með þeim. Aðrir fullyrða að Chanel hafi átt góð samskipti við nasista. Víst er að þegar lög voru sett um að gyðingar mættu ekki eiga fyrirtæki reyndi hún á grófan hátt að losa sig frá samningi við gyðinga- fjölskylduna sem fram- leiddi ilmvötn hennar. Vel má vera að hreinir viðskipta- hagsmunir, og þá heldur harðsvíraðir, hafi þar ráðið mestu en ekki andúð á gyðingum. Hún átti í margra ára ástarsambandi við þýskan mann, Hans Günther von Dincklage. Hún var 58 ára gömul þeg- ar ástarsamband þeirra hófst, hann var 13 árum yngri. Seinna þegar Chanel var spurð að því hvort hún hefði sofið hjá óvininum sagði hún: „Það er ekki hægt að ætlast til þess að kona á mínum aldri líti í vegabréf manns sem hún getur hugsanlega átt ástarsam- band við.“ Chanel sömuleiðis. Sambandi þeirra lauk einhverjum árum seinna og Chanel hélt aftur til Frakklands árið 1956. Landar hennar tóku henni margir fálega en í Bandaríkjunum voru menn stórhrifnir af hönnun hennar, sérstaklega svörtu, ein- földu kjólunum. Hönnun Chanel komst svo rækilega í heimsfréttirnar þegar for- setafrúin Jacqueline Kennedy klæddist bleikri dragt í ferðinni til Dallas þar sem eiginmaður hennar var skotinn. Blóð úr honum skvettist á dragtina og for- setafrúin harðneitaði að láta hreinsa dragtina, sem varð að áhrifaríku mynd- efni um allan heim. Einmanaleg elli „Maður á ekki að búa einn, það eru mis- tök,“ sagði Chanel á efri árum. Hún þótti oft hörð í horn að taka, nokkuð sjálfs- elsk og gat verið hin mesta eit- urtunga. Leikritaskáldið Noel Cow- ard skrifaði í dagbók sína árið 1948: „Borðaði hádegismat með Coco Chanel. Hún talaði ekki vel um neinn en var mjög skemmtileg.“ Chanel átti til að falla í sjálfsvorkunn og á þeim stundum sagði hún að líf sitt væri misheppnað, hún hefði misst þá sem hún hefði dýrkað, ekkert væri eins slæmt og að vera einn og það eina sem hún ætti eftir væru kjólar og kápur. „Kona sem er ekki elskuð er ekki kona, sama á hvaða aldri hún er,“ sagði hún. Sjálf sagðist hún hafa gefist upp á ástinni: „Að elska? Hvern? Gamlan mann? En hræðilegt. Ungan mann? En skammarlegt.“ Hún sagði líka: „Þegar maður er hættur að gráta er það vegna þess að maður trúir ekki lengur á ham- ingju.“ Síðustu árin sem hún lifði fékk hún iðulega martraðir. Stundum gekk hún í svefni, tók þá skæri, gekk að spegli og fór að klippa náttföt sín í tætlur. Þegar hún vaknaði með skæri í hendi og sá hvað hún hafði gert varð hún skelfingu lostin. Coco Chanel lést árið 1971, 87 ára gömul. ’ Chanel átti til að falla í sjálfsvorkunn og á þeim stundum sagði hún að líf sitt væri misheppnað, hún hefði misst þá sem hún hefði dýrkað, ekkert væri eins slæmt og að vera einn og það eina sem hún ætti eftir væru kjólar og kápur. Líf Chanel hefur oftar en einu sinni ratað á hvíta tjaldið. Chanel með einni af tískusýning- arstúlkum sínum. Hans Günther von Dincklage vann sem sendiráðsritari við þýska sendiráðið í París. Einhverjir grunuðu hann um njósnir, aðrir litu á hann sem meinlausan embættismann. Í vinahópi lýstu bæði Chanel og hinn þýski ástmaður hennar yfir andúð sinni á stríðinu. Eftir frelsun Parísar var Chanel kölluð í yfirheyrslu þar sem kanna átti tengsl hennar við nasista. Menn börðu að dyrum á heimili hennar og sögðu henni að koma með sér. Hún sagði við þjónustustúlku sína áður en hún fór að ef hún kæmi ekki fljótlega aftur heim skyldi haft samband við Win- ston Churchill, sem var náinn vinur fyrr- verandi elskhuga hennar, hertogans af Westminster. Chanel var sleppt eftir yf- irheyrslu og engin eftirmál urðu. Þýski elskhuginn flutti til Sviss og það gerði

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.