SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 30

SunnudagsMogginn - 03.04.2011, Blaðsíða 30
30 3. apríl 2011 F yrir skömmu átti ég samtal við áhrifamann í íslenzku sam- félagi, sem stöðu sinnar vegna hefur aðstöðu til að hafa óvenjulega góða yfirsýn yfir málefni lands og þjóðar í bráð og lengd. Í samtali þessu opnuðust augu mín fyrir því, að það eru ekki bara að skapast ný tækifæri fyrir okkur Íslendinga vegna opnunar norð- urslóða og siglingaleiðar norður um milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Það eru líka að verða til ný tækifæri fyrir okkur vegna fyrirsjáanlegrar mikillar uppbyggingar á Grænlandi fram eftir 21. öldinni. Tækifærin sem ný siglingaleið milli Atl- antshafs og Kyrrahafs veitir okkur snúast fyrst og fremst um það að Ísland verði umskipunarhöfn fyrir flutninga á þessari siglingaleið. Skipin verða að vera sér- staklega styrkt og henta því ekki vel til siglinga á endanlega áfangastaði. Þess vegna þarf umskipunarhafnir og önnur skip til þess að flytja varninginn áfram. Við verðum ekki einir um að sýna slíkri starfsemi áhuga. Við blasir að það sama getur átt við um hafnir í Noregi, ekki sízt í Norður-Noregi. En þar sem líklegt má telja, að þessir flutningar fari ekki síður til norðurhluta Ameríku, Bandaríkjanna og Kanada en til Evrópu liggur nokkuð ljóst fyrir, að Ísland verður í góðri stöðu til þess að nýta þessi tækifæri. Það snýst ekki bara um hafnir heldur líka um skipaútgerð, sem getur orðið enn umfangsmeiri en nú er, auk annarra afleiddra viðskipta. Hlýnun á norðurslóðum veldur því, að fiskimið, sem ekki hafa verið aðgengileg, geta orðið það og þá vaknar auðvitað spurning um hverjir eiga rétt á að nýta þau. Í nýrri ályktun Alþingis um stefnu Ís- lands í málefnum norðurslóða segir m.a.: „Að tryggja stöðu Íslands sem strand- ríkis innan norðurskautssvæðisins hvað varðar áhrif á þróun og alþjóðlegar ákvarðanir um málefni svæðisins á grund- velli lagalegra, efnahagslegra, vist- fræðilegra og landfræðilegra raka. Í því efni verði m.a. byggt á þeirri staðreynd að þar sem norðurhluti efnahagslögsögu Ís- lands er innan norðurskautssvæðisins og nær til Grænlandshafs við Norður-Íshafið á Ísland bæði land og rétt til hafsvæða norðan heimskautsbaugs. Samhliða skal ríkisstjórnin hafa forgöngu um að þróa í samvinnu við viðeigandi stofnanir þau rök, sem styðja þetta markmið.“ Þarna kunna að opnast ný fiskimið fyrir íslenzkan sjávarútveg. En jafnframt því, sem við hljótum að vera vakandi fyrir þessum möguleikum, er afar áhugavert að velta fyrir sér stöðu Grænlands og þeirri uppbyggingu, sem þar má búast við á næstu áratugum. Á Grænlandi búa tæplega 60 þúsund manns. Fyrir tveimur árum má segja að Grænlendingar hafi öðlast stjórnskipulega stöðu gagnvart Dönum, sem sé áþekk því fullveldi sem við fengum 1. desember 1918. Ný kynslóð Grænlendinga er að taka við stjórn landsins og stefnir á að nýta þær miklu auðlindir sem Grænland er talið búa yfir. Nú eru sjávarafurðir mestur hluti út- flutnings Grænlendinga en talið er að landið geti verið ríkt að bæði olíu, gasi og málmum að ekki sé talað um þá möguleika sem eru á vatnsaflsvirkjunum á Grænlandi og þar með mikilli raforkuframleiðslu til útflutnings. Það liggur í augum uppi, að mikil um- svif á Grænlandi við nýtingu þessara auð- linda skapa margvíslega möguleika fyrir okkur Íslendinga til að veita Grænlend- ingum þjónustu og jafnvel að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Það á við um flutn- ingafyrirtæki svo sem flugfélög og skipa- félög. Það á við um verktakafyrirtæki en einhver þeirra hafa nú þegar reynslu af framkvæmdum á Grænlandi. Það á líka við um þjónustu sem við getum veitt Græn- lendingum í heilbrigðismálum og mennta- málum svo að dæmi séu nefnd. Og kannski samstarf um raforkuútflutning? Það er ljóst, að alþingismenn okkar hafa áttað sig á þessum möguleikum, ef draga má ályktanir af tillöguflutningi á Alþingi. Þannig hefur Ólína Þorvarðardóttir (sem finnur til nálægðar við Grænland vegna bú- setu á Ísafirði) flutt nokkrar tillögur ásamt fleiri þingmönnum, sem snúast um sam- vinnu á milli Íslands, Grænlands og Færeyja um stjórn veiða úr sameiginlegum fiski- stofnum. Þá hefur Ólína flutt tillögur sem snerta samgöngur og þá ekki sízt á milli Vestfjarða og Austur-Grænlands. Þegar við horfum annars vegar til þeirra tækifæra, sem eru að opnast fyrir okkur vegna siglingaleiðarinnar norður um og vegna nýrra fiskimiða sem kunna að verða aðgengileg vegna hlýnunar og hins vegar til þeirra möguleika á viðskiptum og þjónustu sem mikil og nánast fyrirsjáanleg uppbygg- ing Grænlands á þessari öld skapar, er ljóst að hér er að verða til ný framtíð fyrir okkur Íslendinga, sem byggist á því að rækta garðinn okkar og næsta nágrenni hans bet- ur en við höfum gert hingað til. Þessi framtíð snýst um fleira en bein- harða peninga. Í þessu felst, að lega lands okkar er á ný að leiða til þess að við skipt- um aftur máli í samskiptum við aðrar þjóð- ir, við fáum aftur það vægi, sem við misst- um með lokum kalda stríðsins. Lítið – og kannski ekki lítið – dæmi um það er að Norðmönnum stendur ekki á sama um áhuga sem við höfum lýst á að varanleg skrifstofa Norðurskautsráðsins verði á Ís- landi. Þetta eru nýir möguleikar og mikil tæki- færi. En það er einn hængur á. Gerist Ísland aðili að Evrópusambandinu verðum það ekki við Íslendingar sem sitjum við þetta borð heldur fulltrúar framkvæmdastjórn- arinnar í Brussel. Það sem hér hefur verið rakið er ein að- alástæðan fyrir áhuga Evrópusambandsins á að Ísland gangi í þau samtök. En þetta er líka ein helzta ástæðan fyrir því, að við eigum ekki að ganga í ESB. Grænland og norðurslóðir - Ný og mikil tækifæri Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Á rið 1882 var tekið að fjara undan hinum víð- fræga útlaga Jesse James vestur í Bandaríkj- unum. Gengi hans, sem farið hafði ránshendi um landið árin á undan, var að mestu fallið frá eða sest í helgan stein og James treysti engum nema Ford-bræðrunum, Charley og Robert, sem bjuggu á heimili hans í Saint Joseph, Missouri. Fé hafði verið sett honum til höfuðs þegar árið 1869 og hringurinn var tek- inn að þrengjast. James var hvergi óhultur. Það sem James vissi ekki var að annar Ford-bræðr- anna, Robert, hafði á laun gert samkomulag við Thomas T. Crittenden, ríkisstjóra Missouri, um að stöðva hann í eitt skipti fyrir öll. Verðlaunaféð sem heitið var fyrir framtakið a’tarna hafði löngum verið heldur rýrt, vegna ákvæðis í lögum, en eftir að Crittenden gerði sam- komulag við rekstraraðila járnbrautarlestanna gat hann lofað fimm þúsund dölum. Þeir síðarnefndu höfðu ótví- ræðan hag af því að taka James úr umferð enda hafði hann rænt ófáar lestirnar um dagana. Að morgni þessa dags fyrir 129 árum snæddi James morgunverð á heimili sínu, eins og venjulega, áður en hann hugðist leggja upp í ránsferð. Óvenjuheitt var í veðri, þannig að James fór úr frakkanum og tók niður byssubeltið til að virðast ekki grunsamlegur. Því næst steig hann upp á stól til að dusta ryk af mynd á veggn- um. Það reyndist lokaverk hans í þessari tilveru, því Ro- bert Ford mundaði hólk sinn og skaut James í hnakk- ann. Hann lést samstundis. Svo illa var líkið leikið að taka þurfti mið af gömlum skotsárum til að bera kennsl á það. Líkið var raunar auðþekkt, James hafði nefnilega áður misst löngutöng annarrar handar. Morðið á Jesse James vakti óskipta athygli um gjörvöll Bandaríkin enda frægð útlagans mikil. Robert Ford var hvergi feiminn og gekkst þegar í stað við verknaðinum. Sendi Crittenden með hraði skeyti til að tryggja sér verðlaunaféð. Fólk dreif að til að berja líkið augum. Þegar yfirvöld bar að garði var hrundið af stað farsa- kenndri atburðarás. Ford-bræðurnir voru, sér til mik- illar undrunar, handteknir á staðnum, sakaðir um morð að yfirlögðu ráði. Áður en sól hneig til viðar höfðu þeir verið ákærðir, játað glæp sinn, verið dæmdir til dauða með hengingu og náðaðir af Crittenden ríkisstjóra. Samsærið spurðist út og almenningi í Missouri blöskr- aði að æðsti embættismaður ríkisins skyldi hafa tekið þátt í leynimakki með það fyrir augum að myrða óbreyttan borgara. Ford-bræðrum varð ekki vært í Mis- souri og flúðu þeir ríkið. Þeir höfðu aðeins hluta verð- launafjárins með sér en Crittenden sá til þess að laganna verðir, sem komu að ráðabrugginu, fengju líka eitthvað fyrir sinn snúð. Síðar drógu bræðurnir fram lífið með farandleiksýningu, þar sem þeir settu morðið á svið. Charley Ford lifði aðeins í rúm tvö ár eftir morðið. Hann veiktist af berklum (sem í þá daga voru ólækn- andi) og svipti sig lífi vorið 1884. Robert Ford opnaði krá í Creede, Colorado. Sumarið 1892, tíu árum eftir morðið, stakk þar við stafni maður að nafni Edward O’Kelley, dró upp tvíhleypta haglabyssu og skaut Ford í hálsinn. Hann lést samstundis. Tilgangur verknaðarins var að hefna Jesse James. O’Kelley var dæmdur í lífstíðarfang- elsi en náðaður tíu árum síðar vegna mikils þrýsting frá alþýðu manna. Enda þótt Jesse James hafi verið um- deildur þótti inngrip Roberts Fords í líf hans hafa ein- kennst af heigulsskap. Hafi Jesse James verið þekktur fyrir varð hann um- svifalaust að goðsögn í villta vestrinu við dauða sinn. Menn eru enn að skrifa um hann bækur og gera kvik- myndir. Ekkja James, Zee, átti erfitt uppdráttar eftir lát bónda síns og dó ein í sárri fátækt. Bróðir James, Frank, sem hafði áður fundið sér annan starfsvettvang, náði 72 ára aldri. Tvö barna James komust á legg og varð sonur hans, Jesse yngri, lögfræðingur. Nema hvað? orri@mbl.is Jesse James myrtur Útlaginn alræmdi Jesse James. Grafinn en ekki gleymdur. Svikari eða hetja? Robert Ford sem myrti Jesse James. Á þessum degi 3. apríl 1882 ’ Svo illa var líkið leikið að taka þurfti mið af gömlum skotsár- um til að bera kennsl á það.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.