SunnudagsMogginn - 15.05.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 15.05.2011, Blaðsíða 10
10 15. maí 2011 U m páskana dvaldi ég ásamt syni mínum í af- skaplega góðu yfirlæti í höfuðstað Norðurlands, Akureyri. Við skelltum okkur í skíða- og menn- ingarferð norður og höfðum ómælda ánægju og yndi af. Flestir þeir sem á annað borð renna sér á skíðum kunna vel að meta skíðasvæði Akureyringa, Hlíðarfjall. Um páskana var dýrlegt að renna sér á skíðum í Hlíðarfjalli; snemma á morgnana bara upp með stólalyftunni og síðan á hraðferð niður til þess að fara aftur upp með stólnum. Þegar raðir fóru að myndast við stólinn, þá var einfalt að skipta yfir á efra svæðið og vera bara uppi í Strýtu og fara nokkrar góðar, hraðar, brattar. Það var bara heilmikill Alpafíl- ingur í þessari dýrlegu og endurnærandi útivist. Það góða var svo, að þegar sólin var farin að bræða snjóinn hressilega, þá voru þeir sem voru búnir að vera á skíðum frá því fyrir kl. 9 um morg- uninn búnir að fá nóg, og þá var bara hið besta mál að keyra aftur til byggða. Það sem ég var svo hrifin af við þessa fimm daga dvöl okkar á Akureyri var það, hversu margt stóð til boða, þegar skíðadeginum sem slíkum var lokið. Það þurfti aldrei að vera dauð stund. Þannig fórum við á miðvikudagskvöldinu fyrir skírdag á frábærlega skemmtilega tónleika í Græna hattinum með hljómsveitinni Valdimar, sem ég þori óhikað, eftir þá tónleika, að mæla með við hvern sem er. Frábærir tónlistarmenn, einstaklega góður söngvari og mörg stórfalleg og melódísk lög. Á skírdag var ekki síðri menningarveisla hjá okkur því síð- degis vorum við mætt í hið glæsta menningarhús Norður- lands, Hof, sem var vígt í lok ágústmánaðar í fyrra. Hof á eftir að verða þvílík lyftistöng fyrir menningarlíf Norðurlands, að maður getur ekki annað en hugsað gott til glóðar framtíðar að skella sér oftar norður í skíða- og menn- ingarreisur. Það var Sinfóníuhljómsveit Norðurlands með lið- styrk félaga úr Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, sem gladdi eyru okkar gesta þetta síðdegi, með frábærum flutningi verka eftir rúss- nesk tónskáld. Þótt tónleikarnir hafi verið konungleg skemmtun í heild, verð ég sérstaklega að geta Forleiksins 1812 eftir Tsjaíkovsky. Sá flutningur 82 hljóðfæraleikara, með alvöru fallbyssuskot- um, var algjör hápunktur og ætlaði troðfullur salurinn seint að hætta að fagna. Við fórum á aðra tónleika í Græna hattinum á laugardags- kvöldinu og hlýddum þá á hina frábæru Hjálma. Dvölinni lukum við svo í menningarlegu tilliti með því að sjá Hárið í Hofi á páskasunnudagskvöld. Algjörlega ógleymanlegt og rifj- aðist sú gamla góða uppfærsla í Glaumbæ frá því 1971 upp við það tækifæri. Þá hef ég ekki getið um nokkra frábæra veitingastaði sem við fengum okkur að borða á, eins og Strikið, Bryggjuna, Go- ya Tapas og sushistaðinn við Ráðhústorgið sem heitir Kung Fu. Það er eins og Akureyri hafi tekið stökk fram á við á svo mörgum sviðum og fjölbreytileikinn er orðinn svo mikill, að það er eiginlega ótrúlegt, miðað við ekki stærra bæjarfélag. Ég trúi ekki öðru en að hið glæsilega menningarhús Hof eigi eftir að reynast menningarlífinu fyrir norðan ómetanlegt í bráð og lengd. Vitanlega er þetta glæsilega hús vitnisburður um stórhug og hefur ugglaust kostað sitt og kannski ríflega það. En þegar stórt er hugsað, þá getur eitthvað ennþá stærra og betra fæðst, ekki satt? Í tilviki Hofs og Akureyrar vona ég svo sannarlega að það eigi eftir að verða raunin. Þegar stórt er hugsað Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Menningarhúsið Hof á Akureyri. ’ Ég trúi ekki öðru en að hið glæsilega menningarhús Hof eigi eftir að reynast menningarlífinu fyrir norðan ómetanlegt í bráð og lengd. Gunnfríður Hreiðarsdóttir á Akureyri hefur sungið í kórum áratugum saman. Hún er nú formaður kórs eldri borgara þar í bæ sem heitir því skemmtilega nafni Í fínu formi. Á fimmtu- daginn var formaðurinn á kafi í undirbúningi fyrir árlega vor- tónleika í Glerárkirkju í dag, sunnudag kl. 16. 8.00 Vakna og legg fljótlega af stað í sund, eins og ég geri fleiri daga heldur en færri. Fer keyrandi þó ekki sé langt að fara. Freistast alltaf til þess vegna þess að ég geng framhjá bílnum úti á plani! 9.15 Komin heim aftur, fæ mér kaffi og fletti blöðunum. Skrepp svo upp í Hrísalund sem er stutt héðan, að kaupa smá- vegis. Ég fer oft þangað en ann- ars í Nettó eða Bónus, eftir því hvað ég ætla að fá. 10.10 Sest við símann heima, það þarf að sinna hinu og þessu vegna tónleikanna. Við vonum að sem flestir komi þótt mikið sé um að vera í bænum enda eigum við tryggan áheyr- endahóp. Strax eftir að Sigríður Schiöth stofnaði kórinn á sínum tíma fór hann að koma fram reglulega um jól, áramót og páska auk þess að koma fram við ýmis önnur tækifæri, til dæmis á dvalarheimilunum. 12.00 Fæ mér að borða heima. Ég bý ein en passa mig alltaf á að vera með mat. Þykist voðalega dugleg að elda og er ágæt með það að elda til tveggja daga í einu svo ég þurfi ekki að standa í því alla daga. Fer stundum í mat til krakkanna minna en í dag borða ég leifar frá því í gær. 13.00 Sest við tölvuna og held áfram að ganga frá söng- skránni fyrir tónleikana, svo hún verði tilbúin til fjölföld- unar. Ég hef verið formaður kórsins í átta ár og því fylgja ýmsir snúningar við að halda utan um hópinn en nú er ég ákveðin í að hætta í haust. Það er komin tími til að einhver annar taki við. 14.30 Kem á dvalarheimilið Hlíð þar sem kórinn ætlar að syngja fyrir gamla fólkið. „Gamalt“ er svolítið afstætt; í kórnum er fólk sextugt og eldra en ég hef alltaf haldið því fram að maður er ekki endilega gam- all heldur er bara svolítið langt síðan maður fæddist! Ef maður er við góða heilsu finnur maður ekkert fyrir því þó það séu orð- in ægilega mörg ár. 15.50 Það var indælt á Hlíð eins og alltaf. Okkur var boðið í kaffi með heimafólkinu og svo sungum við fyrir fullan sal af fólki, liðlega hálft prógramið sem við verðum með á sunnu- daginn, við góðar undirtektir. 16.10 Komin í Glerárkirkju á lokaæfingu kórsins fyrir tón- leikana, einu æfinguna sem við fáum þar. Fyrir æfingu útdeil- um við siffonslæðum sem allar konurnar pöntuðu sér, gular, rauðar eða grænar og greinilegt að rauði liturinn var vinsæl- astur. Við höfum verið í 12 ár í sama söngbúningnum en ákváðum að breyta til og nú verðum við með þessar slæður og í svörtu undir, á tónleik- unum. 16.20 Undirleikarinn okkar, Valmar Väljaots, er sestur við flygilinn og æfingin hefst undir stjórn Petru Pálsdóttur kór- stjóra. Æfingin gengur vel enda stutt í tónleikana og svo ætlum við að taka upp disk eftir helg- ina í tilefni 25 ára afmælis kórs- ins. Það eru ellefu ár síðan kór- inn tók síðast upp disk, en þetta fer nú ekki í stórframleiðslu, verður bara fyrir hópinn. 18.10 Æfingunni lokið. Þetta er ákaflega traustur og góður félagsskapur; ólíkt fólk og í rauninni sundurleitur hópur en samt afskaplega samheldinn sem kór. Þetta er mjög góður klúbbur og við skemmtum okk- ur ákaflega vel saman. Höldum árshátíð og förum alltaf í ferða- lag á vorin eftir tónleikana. Nú ætlum við á Snæfellsnesið. 18.35 Komin heim í Víði- lundinn og ætla mér að fjölfalda söngskrána okkar. Leiði hugann líka aðeins að Kvennakórnum Emblu, sem ég syng líka með, en við erum með tónleika fljót- lega og laugardagurinn fer allur í æfingar með Emblu. Stundum dembist allt yfir á sama tíma en svo eru hlé á milli og þá neyðist maður jafnvel til að fara út að ganga! 20.30 Átta mig á því, þegar ég hef horft á um það bil helm- inginn af Evróvisjón-söng- keppnninni að ég gleymdi að fjölfalda söngskrána og dríf mig því niður í félagsmiðstöðina okkar hér í þjónustumiðstöð- inni í Víðilundi. Í húsinu eru íbúðir fyrir eldri borgara, hér getur maður fengið þjónustu ef maður vill en er ekki bundinn af neinu, það er ákaflega þægilegt, og gott að geta notað sér að- stöðuna eins og ég geri nú í kvöld. Þegar því er lokið er dagurinn langt kominn. 23.00 Fer inn í rúm. Ég les alltaf áður en ég fer að sofa, en man reyndar oft ekkert hvað ég var að lesa þegar ég vakna aftur þótt ég sé með bókina opna! Ætli ég hafi ekki sofnað ein- hvern tíma fyrir tólf. Dagur í lífi Gunnfríðar Hreiðarsdóttur, formanns kórsins Í fínu formi Gunnfríður mátar siffonslæðu á einn kórfélaganna fyrir æfinguna í Glerárkirkju á fimmtudaginn. Til vinstri er Edda Indriðadóttir fyrrverandi skautadrottning, einn félaga kórsins. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Allir eru í fínu formi

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.