SunnudagsMogginn - 15.05.2011, Page 26
26 15. maí 2011
Arnold Schwarzeneg-
ger lenti fljótlega í
erfiðleikum með
hallann og gat ekki
fengið fulltrúa úr sín-
um eigin flokki –
repúblikana – til að
samþykkja nokkurn
skapaðan hlut til að
bæta hann.
F
járlagahalli Kaliforníu þetta árið
er um 2.900 milljarðar króna og
hefur þessi halli leitt til þess að
Jerry Brown, nýkosinn rík-
isstjóri, getur fátt annað gert í málefnum
ríkisins fyrr en hann hefur fundið lausn á
vandanum. Þessi halli bætist við þann
stóra fjárlagahalla sem fyrir var. Stjórn-
arforysta ríkisins hefur brugðist við þess-
um vanda með stórum lántökum til að
jafna hallann en nú er svo komið að sú
lausn er ekki lengur verjanleg.
Fjárhagsvandræði Kaliforníu eiga sér
langan aðdraganda og til þess að skilja rót
vandans verður að fara aftur til áttunda
áratugsins.
Á sjöunda áratugnum höfðu stjórn-
málamenn ríkisins egnt stóran hluta
skattgreiðenda til reiði – einkum hús-
eigendur – með hækkun fast-
eignaskatta sem fóru í ríkisútgjöld til
margs konar málaflokka. Þar að
auki hafði fasteignamatshneyksli
1966 orðið til þess að ríkisþingið
endurskoðaði reglur um op-
inbert fasteignaverð, sem er
grunnurinn að fasteignaskött-
um einstaklinga og fyrirtækja.
Eftir að þingið setti hinar
nýju fasteignamatsreglur,
hækkuðu fasteignaskattar
margra þeirra sem greitt
höfðu lága skatta um árabil. Á
áttunda áratugnum steig síðan
fasteignaverð í ríkinu mjög
hratt, sem leiddi til enn hærri
fasteignaskatta margra ann-
arra húseigenda og fyrirtækja.
Þetta reyndist alvarlegast fyrir
húseigendur sem komnir voru
á eftirlaun. Afleiðingin var sú
að allt í einu stóðu milljónir
heimila frammi fyrir stór-
auknum fasteignasköttum.
Óánægjan með þessar auknu
álögur leiddi loks til þess að í rík-
iskosningum sumarið 1978 sam-
þykktu kjósendur svokallaða „rík-
istillögu 13 (Proposition 13). Tillagan
fól í sér tvenns konar breytingar á
stjórnarskrá ríkisins. Í fyrsta lagi voru
fasteignaskattar frystir miðað við fast-
eignamat þremur árum áður. Í öðru lagi
fólst í tillögunni sú krafa að framvegis
þurfti aukinn meirihluta – 2⁄3 í stað hreins
meirihluta – til að samþykkja skatta-
hækkanir hjá öllum stjórnargeirum rík-
isins – og á ríkisfjárlögum ár hvert.
Segja má að úrslitum hafi ráðið að kjós-
endum þótti ótækt að eldri borgarar gætu
Fjárhagsvandræði þau sem hrjáð hafa flest lönd
heimsins undanfarin tvö og hálft ár eru okkur
sem búum í Kaliforníu vel kunn. Hér hafa á und-
anförnum árum átt sér stað ákafar umræður um
mikinn fjárlagahalla ríkisins – umræður sem
breiðst hafa út um öll Bandaríkin og léku lyk-
ilhlutverk í stórsigri repúblikana í síðustu þing-
kosningunum í nóvember.
Gunnar Valgeirsson gval@mbl.is
Fjárlagahalli
Kaliforníu
erfiður viðeignar
’
Arnold Schwarzenegger tók við stjórnartaumunum
þegar fjárlagahallinn var rúmlega 2.200 milljarðar
króna. Þegar hann lét af embætti nú í byrjun ársins
var hinn árlegi halli tæplega 700 milljörðum hærri.