SunnudagsMogginn - 15.05.2011, Side 28
28 15. maí 2011
ið. Ég er stolt af þessum plötum, þær eru börnin
mín og eru lifandi einhvers staðar þótt ég sé
komin langt í burtu.“
Hvað var erfiðast við að vera í tónlist-
arbransanum?
„Tónlistarbransinn er í heild mjög óöruggur.
Maður þolir það ef til vill betur fyrst. Poppheim-
urinn er líka yfirborðslegur og hraður, þar er allt
á fleygiferð og stöðugum breytingum háð. Þetta
er einkennilegur bransi að mörgu leyti af því að
maður þarf að loka sig af öðru hvoru og síðan
þarf maður að skipta um ham og verða gangandi
söluvara. Þetta hentar ekki öllum. En mér fannst
gaman meðan á þessu stóð og það átti afar vel
við mig að koma fram á sviði. Þar naut ég mín.“
Þú hefðir auðveldlega getað verið áfram í
þessum bransa og elst sem söngkona.
„Já, en maður er alltaf að taka ákvarðanir og
velja. Lífið býður upp á svo margt og í mér býr
lítill fræðimaður sem fékk ekki notið sín í tón-
listarstarfinu nema að takmörkuðu leyti.
Fólk segir við mig: „Ertu hætt að syngja?
Hvernig geturðu það?“ Og til eru þeir sem segja
jafnvel: „Ef þú hættir hefur þú þá nokkuð verið
alvörutónlistarmaður?“ Ég veit ekki hverju ég á
að svara því ég upplifi þetta ekki þannig. Fyrir
mér er guðfræðin ákveðið framhald af því sem
ég hef verið að gera. Akademísk fög, eins og til
dæmis guðfræði, eiga skapandi hliðar. Og tón-
listin er mikilvægur þáttur guðfræðinnar, eins og
sjálfur Lúter lagði áherslu á. Þegar ég var í
guðfræðideildinni fór ég í nokkra tíma í org-
elleik. Það var mjög skemmtilegt en ég hefði
þurft þó nokkra tíma í viðbót til að verða
þokkalegur orgelleikari.“
Ertu mjög trúuð?
„Ég hef alltaf skilgreint mig sem trúaða mann-
eskju – fyrir utan Nietzsche-tímabilið sem ég
tók sem unglingur. Þá var ég mjög heilluð af
þeirri hugmynd að maður væri sterkastur ef
maður stæði einn og að maður gæti allt sem
maður ætlaði sér. Þetta var týpískt unglinga-
syndróm sem ég fór í gegnum. Það má jafnvel
kalla það ákveðna trú. Það er hægt að taka trú á
svo margt annað en Guð. Fólk getur til dæmis
trúað á hinn sterka mann – eða Mammon. En ég
held að það gangi aldrei upp. Maður verður fyrir
vonbrigðum. Það er allavega mín reynsla.
Tónlist og trú hafa fylgst að í mínum huga.
Þegar ég spilaði á píanóið mitt fannst mér ég
vera beintengd við eitthvað guðlegt. Það var
svipuð tilfinning sem fylgdi því að semja lög og
syngja. Ég byrjaði mjög snemma að loka mig
inni og semja lög. Ég gat eytt mörgum klukku-
stundum í að hlusta á einn tón, hvernig hann
breyttist og hvernig hann var í samhengi við annan
tón. Ég setti spil inn í hörpuna á píanóinu og þá
breyttist áslátturinn. Svo tók ég þessa mismunandi
tóna upp á segulband og stúderaði þá. Ég eyddi mikl-
um tíma í þessum heimi, sem var minn heimur. Ég
held að trúarþátturinn hafi líka verið þar.“
Ekki mikil félagsþörf
Þú ert alin upp í stórum systkinahóp. Var það gam-
an?
„Við systkinin erum sex og fjögur okkar hafa gert
tónlistina að atvinnu. Það var mikið fjör á heimilinu,
þar voru tvö píanó, eitt fyrir mig og annað sem Ás-
gerður, systir mín, átti. Hún var að læra óperusöng og
það var slegist um að fá að æfa sig, ekki gátu allir
spilað í einu. Ásgerður var nú að gefa út sinn þriðja
geisladisk og tvíburabræður mínir Kristinn og Guð-
laugur eru að undirbúa útgáfu geisladisks ásamt
hljómsveit sinni. Elsta systir mín Ragnheiður kennir
hátíðarmatreiðslu við HÍ og sú yngsta, Sigríður El-
ísabet, starfar sem tölvunarfræðingur.
Það var eins gott að ég fæddist inn í svona stóran
systkinahóp. Annars hefði ég kannski orðið svolítið
M
óeiður Júníusdóttir söngkona ákvað
fyrir nokkrum árum, þrátt fyrir mikla
velgengni, að snúa baki við tónlist-
arbransanum. Hún innritaði sig í lög-
fræði en skipti svo yfir í guðfræðina og lauk guð-
fræðiprófi frá Háskóla Íslands í fyrra. Nú er hún
komin í doktorsnám.
„Ég er skólamanneskja, ein af þeim manneskjum
sem finnst gaman að vera í skóla. Ég veit ekki
hvort ég er svona ofur samviskusöm eða hvort mér
finnst bara svona óskaplega gaman að læra,“ segir
Móeiður. „Eftir að ég ákvað að hætta í tónlist-
arbransanum var ég í lögfræði í eitt ár. Ég lærði af-
skaplega margt þar og það má segja að lögfræðinám
hafi verið frábær leið til að koma mér aftur niður á
jörðina eftir poppheiminn. Maður kemst varla
lengra inn í veruleikann en með lögfræðinni. En ég
var samt ekki tilbúin að eyða sex árum af lífi mínu
í lögfræðinám.“
Var lögfræðin leiðinleg?
„Mér finnst ekkert leiðinlegt. Allt verður for-
vitnilegt ef ég sökkvi mér niður í það. Þetta er
minn kostur en kannski líka galli. Lögfræðin er
vissulega áhugaverð en mér fannst alltaf vanta
„þriðju víddina“ í námið. Mig langaði til að komast
ofar og víðar. Ég vissi nánast ekki af guðfræðinni,
eins og svo margir. Hún er að mörgu leyti má segja
„vel geymt leyndarmál“, þetta er lítil deild ætluð
sem undirbúningur undir prestsstarf, en hefur samt
breyst mjög mikið og hefur nú að viðfangi almenna
trúarbragðafræði og þar eru einnig menntaðir
djáknar.
Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona, tengdamóðir
mömmu, er mjög praktísk og vitur kona og hún
sagði: Guðfræði er málið. Ég tók hana á orðinu og
skráði mig í guðfræði haustið 2004. Mér fannst að
þetta væri rétt ákvörðun og ég hef ekki séð eftir
henni eina stund. Mér fannst alveg ótrúlega gaman
í þessu námi. Ég upplifði aldrei að ég hefði átt að
gera eitthvað annað. Þetta var eins og að vera
komin út í stórt haf sem var endalaust hægt að
synda í. Ég upplifði heldur ekki skörp skil milli
þess að vera í tónlist og vera í guðfræði. Mér finnst
þetta vera af sama meiði. Tónlistin er hluti af guð-
fræðinni.“
Var búin að fá nóg
Ertu alveg hætt í tónlistinni?
„Já, ég hef ekki sinnt tónlistinni að ráði síðan ég
byrjaði guðfræðinám. Ég tók meðvitaða ákvörðun
um að hætta í tónlistarbransanum. Ég var búin að
fá nóg. Mér fannst ég vera búin að gera allt sem ég
vildi gera, hafði komið víða við, bæði í poppinu og
djassinum. Ég gerði nokkrar plötur, fyrsta platan
mín var djassplata en síðan fór ég meira út í popp-
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Tónlistin
og trúin
Móeiður Júníusdóttir tók fyrir nokkrum árum
meðvitaða ákvörðun um að hætta í tónlistarbrans-
anum. Í dag er hún útskrifaður guðfræðingur og er
komin í doktorsnám. Framundan er rannsókn-
arvinna um trúarlíf Vestur-Íslendinga.
Móeiður Júníusdóttir: Ég hlusta á mína innri rödd.
Hún er minn áttaviti. Satt best að segja tek ég
meira mark á henni í dag en ég gerði áður.
’
Fólk segir við mig: „Ertu hætt að
syngja? Hvernig geturðu það?“
Og til eru þeir sem segja jafnvel:
„Ef þú hættir hefur þú þá nokkuð ver-
ið alvörutónlistarmaður?“ Ég veit
ekki hverju ég á að svara því ég upp-
lifi þetta ekki þannig. Fyrir mér er
guðfræðin ákveðið framhald af því
sem ég hef verið að gera.