SunnudagsMogginn - 15.05.2011, Blaðsíða 33

SunnudagsMogginn - 15.05.2011, Blaðsíða 33
15. maí 2011 33 Innblástur að nýju fatalínunni kom líka frá annarri kvikmynd, Natural Born Killers í leikstjórn Olivers Stones frá 1994. Klæðaburður annarrar aðalsögu- hetjunnar, Mallory Knox (Juliette Lewis), og ekki síður viðhorf hennar, hafði áhrif á Hildi. Hún hlustar á tónlist á meðan hún teiknar og velur tónlistina samkvæmt verkinu. Rómantískt verk kallar á róm- antíska tónlist en ef hún er að gera eitt- hvað fyrir sjálfa sig „þá er það yfirleitt eitthvað harðara sem verður fyrir val- inu“. Á yngri árum voru það ekki aðeins bíómyndirnar sem voru aðalmálið heldur líka margir sjónvarpsþættir og minnist hún til dæmis kanadíska þáttarins Fas- hion Television með Jeanne Beker með ánægju. „Þar byrjaði mín vitneskja um tísku, allavega utan úr heimi, þegar ég var lítil. Mér fannst þeir æði. Súpermód- elin á þessum tíma voru líka svo miklar dívur og það var svo mikið stuð á tísku- sýningunum. Þær máttu vera með per- sónulegan stíl.“ Þessi hugsun hafði áhrif á tískusýningu Hildar en fyrirsæturnar sem gengu pall- ana í hennar fötum voru engar veggja- títlur heldur voru með viðhorfið í lagi og létu taka eftir sér. „Stelpurnar voru dug- legar og töluðu um að þær hefðu skemmt sér vel.“ Heklaðir djöflakrossar Fatalínan var því innblásin af tíunda ára- tugnum en líka götutísku, glamúr átt- unda áratugarins og teknói. Umfram allt réð rokkaður andi ríkjum og voru hekl- aðir djöflakrossar í línunni. „Ég vil ekki að þetta verði tekið bókstaflega,“ ítrekar hún og segist hafa verið að leika sér að trúarlegum táknum í línunni. Töskurnar hennar Hildar eru heklaðar úr nótagarni, mjög sterku efni. Úr fjar- lægð virka þær viðkvæmnislegar og róm- antískar en eru í raun mjög harðgerðar. Hún saumar líka stundum út í teikn- ingarnar. „Með því fæ ég teikninguna til að verða þrívíða.“ Á sama hátt saumaði Hildur út í fötin. „Þetta er ekkert endilega ákveðið í byrj- un. Ég leyfi þessu dálítið að gerast þegar ég byrja að sauma út.“ Hún heklar ekkert sjálf. „Ég er með stórkostlega heklusnillinga í vinnu, sem sitja með mér tímunum saman til að ná teikningunum yfir í raunveruleikann.“ Hún segir það skipta máli að taka sam- an höndum með öðrum hönnuðum í við- burði eins og RFF. „Það kom svo mikil pressa hingað í ár, sem er gott fyrir okkur því við erum svo einangruð. Netið er frá- bært og það er hægt að komast í samband við hvern sem er en það er öðruvísi að hafa tekið í höndina á fólki,“ segir Hildur sem er í kjölfarið til dæmis búin að fá umfjöllun á vefjum Eurowoman, og W Magazine og blogginu Style Bubble sem þykir áhrifamikið. Línan sem Hildur sýndi á RFF er ekki ætluð til fjöldaframleiðslu enda hrífst hún af hátísku. Hún nefnir Christian Lacroix í því sambandi, „föt sem eru listavel gerð með ævintýralegum smáat- riðum“. Því má búast við því að hún geri fleiri sérframleidda sýningargripi en aukahlutina getur fólk hins vegar keypt. Hildur selur hönnun sína í Kronkron, Mýrinni og á Birkiland.is og nýverið í versluninni Labour of Love í London en líklegt er að fleiri verslanir þar í borg bætist við og sömuleiðis er hún búin að fá fyrirspurnir frá búðum í Bandaríkjunum og Skotlandi. „Það eru margir búnir að hafa samband. Núna er ég bara að skoða þetta allt.“ Morgunblaðið/Ómar Tískuteikningarnar lifna við og hér er ein sem varð að bol. Skyggnst í skissubók fatahönnuðarins. ’ Þetta byrjar allt í teikningunum hjá mér. Ég reyni alltaf að ná hlutnum eins og hann er á teikningunni. Mig var farið að langa að taka teikningarnar meira yfir á prentið og vinna með það. Þetta var næsta skref. Teikning eftir Hildi sem er nú á sýningu í galleríi í Mílanó.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.