SunnudagsMogginn - 15.05.2011, Side 39

SunnudagsMogginn - 15.05.2011, Side 39
15. maí 2011 39 Þ ær eru ófáar íslensku stúlkukonurnar trúi ég sem um þessar mundir eru illa haldnar eða kannski frek- ar blessunarlega undirlagðar af vorkvígunni, veik- inni kærkomnu sem heltekur kvenkynið á þessum árstíma. Samlíkingin um að langa til að skvetta upp rössunum og sperra upp halana nær samt alls ekki að fanga til fulls áhrif þess þrýstings sem blossar upp innan frá og verður til þess að hinar mannlegu kvígur eiga fullt í fangi með að hemja löngun sína til að tæta sig úr tötrunum, hlaupa allsberar út og góla af fögn- uð yfir því einu að vera til. Enn erfiðara eiga þær með að halda aftur af brennandi þörf til að eiga mök við þá sem á vegi þeirra verða. Hver fruma líkamans hrópar á mannakjöt og þær titra og skjálfa í sínum hömlulausu gredduköstum og bresta sumar fyrirvaralaust í ganglimaglenningu, geta trauðla haldið sínum fótleggjum samsíða. Fátt kemst að annað en löngunin til að svala fýsnunum og þær reyna með öllum ráðum að töfra til sín þau naut sem detta inn í sjónsviðið. Og sannarlega er það mikil blessun að karlpeningurinn er ekki síður yfirþyrmdur af vornautinu. Og þá erum við ekki að tala um neinn óbreyttan tudda heldur spranga þeir um sperrtir eins og vöðvastælt holdanaut. Lyktarskynið verður líka óvenjunæmt á þessum árstíma, ekki einungis fyrir gróðurilmi og allri þeirri sæluangan sem nývöknuð náttúran gefur frá sér, heldur er engu líkara en fólk finni langar leiðir lyktina af þeim sem eru eðlunarfúsir. Allt vill það saman renna. Og það er engu líkara en hver dagur sé sá síðasti. Svo mikið er kappið. Það er eins og lífið byrji upp á nýtt í hvert sinn sem íslenska vorið fer á kreik. Og skal engan undra að við sem höfum hímt hér í norðri vetrarkramin og dúðuð, náföl og félagsfælin, verðum á vorin eins og kvígur sem sleppt er úr fjósi og kunna sér ekki læti. Hún er ekki einasta geðbætandi birtan sem brýst inn um gluggana heldur magna þeir líka upp kynhvötina sólargeisl- arnir sem gæla við bera bossa sem standa undan sænginni. Aldrei er það nógsamlega lofað blessað vorið sem kemur eins og hver önnur innspýting í sál og líkama. Og engin ástæða til annars en taka honum fagnandi vor- fiðringnum sem streymir krefjandi um lendarnar. Og njóta hans til fullnustu. Morgunblaðið/ÞÖK Vorkvígan stjórnlausa ’ Og sann- arlega er það mikil blessun að karl- peningurinn er ekki síður yf- irþyrmdur af vornautinu. Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is varð stórveldi. Á sjöunda áratugnum urðu Loftleiðir fyrstar flug- félaga í heimi til þess að bjóða lággjaldaflug milli Bandaríkjanna og Evrópu; þar sem Lúxemborg og New York voru meginpólarnir tveir. Hippaflugfélagið, eins og Loftleiðir voru stundum kallaðar, hafði viðskiptavild; þá ekki síst meðal ungra námsmanna og blómabarna. Harðnandi samkeppni og almennt erfiðari rekstrarstaða varð til þess að sameining Flugfélags Íslands og Loftleiða komst á dagskrá, meðal annars fyrir atbeina stjórnvalda. Strögglað var lengi um málið en að lokum náðist lending og síðsumars 1973 tóku Flugleiðir til starfa – nú Icelandair. Hvort rétt hefði verið gefið við við sameininguna varð þrætumál – en Loftleiðamönnum þótti þeir hafa borið skarðan hlut frá borði þeg- ar skorið var úr um stærð sneiða í sameinuðu félagi. Hvort rétt var gefið er hins vegar saga sem ekki verður tíunduð hér. Hins vegar ríkti friður yfir vötnum þegar tveir ungir piltar, Arnaldur Halldórsson og Kristinn Ásgeirsson, settu upp flugstjórahúfur, hvor frá sínu félag- inu, á mynd sem tekin var við sameininguna. Myndin hér til hliðar er tekin þegar tíu ár voru liðin frá sameiningu, árið 1983. Næsta óum- deilt er að velgengni Loftleiða hafi fyrst og síðast byggst á atfylgi og útsjónarsemi forstjórans og frumherjans Alfreðs Elíassonar. Undir hans stjórn dafnaði félagið og náði flugi. „Loftleiðir eru furðulegt ævintýri í atvinnusögu Íslendinga. Aldrei hefur uppgangur íslensks fyrirtækis verið jafn stórkostlegur, aldrei hefur íslenskt fyrirtæki unnið sér eins mikinn orðstír utan landsteinanna,“ sagði ævisögurit- ari hans, Jakob F. Ásgeirsson, í grein að Alfreð látnum vorið 1988. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Loftleiðir eru ævintýri í at- vinnusögu. Alfreð Elíasson Eftir brúðkaupið hefur þetta breyst. Pippa er í sérstakri stöðu, hún er systir prinsessu og nýtur glamúrsins sem hlýst af konunglegu tengslunum, án þess að vera bundin af höml- unum. „Pippa er heppnust af öllum. Hún fær athyglina frá karlmönnum, fatahönnuðum og frúm en hefur engar skyldur. Hún er prinsessa án leiðinlegu hlutanna sem fylgja,“ sagði rit- höfundurinn Plum Sykes. Krikketkærasti og fjármálafýr Þó það hafi ekki farið mikið fyrir því á Pippa kærasta, fyrrum krikketleikarann Alex Lou- don, sem hefur nú snúið sér að viðskiptum, vinnur í fjármálahverfinu og er að ljúka MBA- gráðu frá London Business School. Þau hafa verið saman í um ár. Það á hins vegar eftir að koma í ljós hvort Pippa sé viss um að hann sé hennar eigin prins eða hvort frægðin og ný tækifæri leiði hana á aðra braut. Systurnar eru mjög líkar og með sama dökka hárið, Pippa er til vinstri og Kate til hægri. Reuters ’ Pippa er heppnust af öllum. Hún fær athyglina frá karl- mönnum, fatahönnuðum og frúm en hefur engar skyldur. Hún er prinsessa án leiðinlegu hlutanna sem fylgja. Myndin hér að ofan hefur gengið manna á milli á net- inu í vikulokin enda skemmtileg. Þarna er búið að setja upp hliðstæður milli sígilds Disney-ævintýris, Öskubusku og konunglega brúðkaupsins. Kate er stúlkan sem fékk prinsinn og vondu stjúpsysturnar eru þarna Jórvíkurprinsessurnar Beatrice og Eugenie. Eins og öll góð ævintýri er þetta nú of gott til að vera satt, búið er að breyta litunum í myndinni, Ösku- buska er ljóshærð og kjólar stjúpsystranna voru rauð- ur og grænn. Engu að síður bráðfyndið! Öskubuskuævintýri

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.