SunnudagsMogginn - 15.05.2011, Side 42

SunnudagsMogginn - 15.05.2011, Side 42
42 15. maí 2011 Á miðvikudagsmorgun hélt Árnastofnun ársfund í Har- vard-salnum á Hótel Sögu, gegnt lóðinni þar sem hús ís- lenskra fræða mun rísa fyrir milljarð af „símapeningunum“, skv. ákvörðun rík- isstjórnar Íslands. Í gróðærinu var ráðgert að húsið skyldi opnað nú eftir liðlega mán- uð, á 200 ára afmæli íslenskufræðingsins Jóns Sigurðssonar. Enda þótt húsið sé ekki risið af teikniborðinu mátti gleðjast yfir mörgu á ársfundinum – um leið og þess var minnst að akademískum starfsmönnum Árnastofnunar hefur fækkað um fimmtung frá því fyrir kreppu. Til dæmis situr ein af bókum stofnunarinnar á metsölulistum innan um glæpasögurnar: Handbók um ís- lensku sem Jóhannes Bjarni Sigtryggsson ritstýrði og Forlagið gaf út. Í þessari sjálfsögðu útskriftarbók vorsins má finna gagnorðar leiðbeiningar um hvaðeina sem orkar tvímælis í daglegu tali og við frágang ritaðs máls. Og er sann- arlega ekki vanþörf á að safna slíku efni á einn stað þrátt fyrir fleyg ummæli ágæts fræðimanns sem undraðist fyrir mörgum árum að blaðamaður skyldi ekki hafa rétta beygingu tiltekins orðs á reiðum höndum þar eð hennar væri sérstaklega getið í mál- fræðibókum. Helsta verkefni málræktenda er nú sem fyrr að miðla þekkingunni og koma henni á framfæri. Á fundinum upplýsti Jóhannes að hann hefði ætlað að rita kafla „um hið heillandi viðfangsefni bil, þ.e. hvort er bil eða ekki í ýmsu samhengi, t.d. í skammstöfunum eða milli tveggja sviga, )( eða ) (. Margt er einnig óljóst í íslenskri bilasögu. Hvenær var til að mynda hætt að nota bil í skamm- stöfunum hér á landi? Það sést lengi vel í textum en hverfur svo. Var millibils- ástand? Saga tvöfalda ritvélarbilsins hefur heldur ekki verið rituð! Ekki tókst hins vegar að ljúka þessum kafla. Menn geta þá í staðinn hlakkað til annarrar útgáfu Hand- bókarinnar þar sem ég get lofað kafla um bil!“ Í lokaávarpi sínu taldi mennta- málaráðherra víst, vegna sérþekkingar sinnar á glæpasögum og menntunarskorts í vélritun, að þess yrði nú ekki langt að bíða að höfundar slíkra sagna hentu þenn- an titil Jóhannesar á lofti, svo áhugaverður sem hann væri. Margt er órannsakað í bilasögunni eins og sú tíska sem kom fram um 1980 að fella brott bil í skammstöfunum. Jóhannes skýrði þetta ekki en hugmyndir voru uppi um að billeysið væri etv hálfgerð stæling á ritkæk Halldórs Laxness sem felldi út bæði punkta og bil í skammstöfunum, ma tam. Almenningur hefði síðan haldið punkt- unum en fellt niður bilin. Lausleg athugun á ritvenjum systkinaþjóða leiðir í ljós að námsmenn í Svíþjóð komu þar að punkta- og billausum skammstöfunum á 8. áratug síðustu aldar og má vera að áhrifin hafi borist með þeim heim til Íslands. Á tölvuöld komu ný bil til álita. Ekki fór lengur vel á því að slá inn tvö bil á eftir punkti, eins og kennt var á ritvélarnar, vegna þess hve teygist úr bilunum þegar tölvan jafnar orðum í línu. Skáletruð orð á tölvuskjá virðast einnig oft renna saman við næsta beinletraða orð á eftir og því hættir mörgum til að slá inn aukabil á eftir skáletruðum orðum – sem kemur fram sem alltof langt bil þegar prentað er. Vandræði sem af þessu hljótast eru þó auðleyst með því að láta tölvuna leita eftir tvöföldum bilum og einfalda þau fyrir prentun. Slík allsherjarleit ætti að vera föst venja við frágang texta til prentunar. Allt eru þetta þó auðleysanlegir smá- munir hjá glímunni við bilin í kringum skáletraðan punkt. Mörg halda eflaust að prófarkalesarar geti látið sér í léttu rúmi liggja hvort punktar séu skáletraðir eða ekki. Almenna reglan er að punktur skuli ekki skáletraður á eftir skáletruðu orði, aðeins sem hluti af lengri skáletruðum texta. Þegar vel er að gáð kemur í ljós að bilin í kringum punktinn haga sér með ólíkum hætti eftir því hvort hann er ská- letraður eða ekki. Skáletraður punktur færist örlítið til vinstri. Sé þess ekki gætt að taka skáletur af punkti við aðrar let- urbreytingar getur farið svo að hann lendi ofan í næsta orði á undan. Það er því ekki að ástæðulausu sem kafla Jóhannesar um tvöfalda ritvélarbilið og önnur bil í næstu útgáfu Handbókarinnar verður beðið með óþreyju. Saga tvöfalda ritvélarbilsins ’ Margt er einnig óljóst í íslenskri bilasögu. Hvenær var til að mynda hætt að nota bil í skammstöfunum hér á landi? Það sést lengi vel í textum en hverfur svo. Var millibilsástand? El ín Es th er Málið Hvort notar maður aftur eitt eða tvö bil á eftir punkti? Eitt á tölvu, tvö á ritvél. Nei, sko, með penna? Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is V íkingur Heiðar Ólafsson er eft- irsóttur píanóleikari víða um heim. Hann lærði í Juilliard- skólanum í New York, en eftir að hafa lokið þar námi flutti hann til Bret- lands. Hann kom nýlega fram á opn- unartónleikum í Hörpu þar sem hann lék píanókonsert eftir Grieg við mikla hrifn- ingu áheyrenda. Nú hefur hann sent frá sér geisladisk með verkum eftir Bach og Chopin. „Eftir að ég lauk sex ára námi í Juilli- ard árið 2008 fór ég að spila mikið af Bach og Chopin,“ segir Víkingur. „Eftir því sem ég spilaði meira af báðum tónskáldum átt- aði ég mig æ betur á því hversu margir þræðir tengja þá saman, þræðir sem eru ekki augljósir við fyrstu sýn. Margir tengja Bach fyrst og fremst við gífurlega agaðan og sterkan strúktúr, menn hafa jafnvel freistast til að lýsa tón- listinni sem stærðfræðilegri. Það finnst mér vera mikill misskilningur. Þrátt fyrir stærðfræðilega snilligáfu var Bach umfram allt mikið skáld sem komst á óheflað flug í gegnum ströngustu og fullkomnustu form. Að sama skapi hefur sá stimpill ver- ið viðloðandi Chopin að tónlist hans sé auðvitað uppfull af dásamlegum laglínum en að hann sé á einhvern hátt ekki jafn al- varlegt tónskáld og til dæmis Beethoven eða Brahms. En Chopin er eins og Mozart; á bak við allar laglínurnar sem virka svo áreynslulausar leynist margbrotinn vefn- aður af tónum og laglínum sem eiga í sam- tali hver við aðra. Margbrotnari en jafn- framt fágaðri tónlist er erfitt að hugsa sér. Chopin var mjög sérstakur maður, hann gaf lítið fyrir samtíðarmenn sína, Schumann, Liszt og Wagner, en leitaði í verk Bachs og Mozarts. Í verk Mozarts sækir hann heiðríkjuna, það fágaða og tæra, en af Bach lærði hann að meitla hlutina inn að innsta kjarna þannig að ekki er hægt að breyta einni nótu án þess að tapa einhverjum galdri. Það á líka við um leyndari þræði eins og í undirleiks- hljómum sem fólk tekur venjulega ekki endilega eftir. Tuttugu og fjórar prelúdí- urnar sem eru á diskinum geyma ótal dæmi um þessa ótvíræðu snilli Chopins. Fyrir mér sameina þessi tónskáld tvær andstæður sem ég hrífst mjög af í öll- um listformum, það er sambandið á milli frelsis og aga. Bach og Chopin fanga guð- dóminn í gegnum agann og ótakmarkaða skáldagáfu. Fáir listamenn hafa þetta tvennt í jafn ríkum mæli. Margir lista- menn eru vinnuþjarkar, búa yfir miklum aga en skortir neista þess óvænta. Svo eru aðrir sem hafa þennan neista en ná aldrei að gera úr honum það sem efni standa til. Chopin og Bach höfðu þessa náðargáfu, gátu unnið með hana og hafið hana í æðra veldi. Það er mjög auðvelt að spila Chopin ósmekklega, fara langt út fyrir rammann og gera sjálfan sig að stóru númeri í túlkun og tæknibrögðum en um leið tapast ein- lægnin. Það sama á við um Bach, sem er í rauninni ennþá erfiðari að spila því hann er ennþá fíngerðari en Chopin og maður getur leyft sér ennþá minni frávik. Í hvert sinn sem ég spila reyni ég að vera mjög frjáls í túlkun en vera samt inn- an mjög afmarkaðs ramma. Þessu er hvað erfiðast að ná fram í verkum eftir Bach og Chopin. Þetta er líka ein ástæðan fyrir því að ég ákvað að tefla þeim saman á þessum diski.“ Sparaði ekki í neinu Þú gefur diskinn út sjálfur. Af hverju ákvaðstu að fara þá leið? Árið 2009 gaf ég sjálfur út fyrsta diskinn minn með verkum Brahms og Beetho- vens. Ég vildi annaðhvort gefa út hjá stóru erlendu fyrirtæki eða gefa diskinn út sjálf- ur. Ég hafði ekki tengingar við stórfyrir- tæki í plötuútgáfu og ákvað að gefa disk- inn út sjálfur. Því fylgir mikill ávinningur. Ég á til dæmis höfundarréttinn sjálfur og hef ótakmarkað listrænt vald yfir heild- armyndinni. Fólki finnst líka gott að vita að það sé í raun að kaupa diskinn beint af mér. Ég hugsa geisladiskinn sem heildarein- ingu í öllum smáatriðum og grafíski hönnuðurinn minn fær allt til að ríma við tónlistina: leturgerð, uppsetningu, litaval, tegundir af pappír og þar fram eftir göt- unum. Þetta eru endalausar pælingar. Kápu nýja disksins prýðir listaverk eftir Hrein Friðfinnsson, tvær myndir sem Efast um hverja einustu nótu Víkingur Heiðar Ólafsson hefur sent frá sér geisladisk með verkum eftir Bach og Chopin. Framundan eru tónleikar í Hörpu með Kristni Sigmundssyni þar sem þeir flytja Vetrarferð Schuberts. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.