SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Blaðsíða 16
16 3. júlí 2011
Þegar ég fór á dögunum gegnum mynda-
albúm og veiðidagbækur Stewarts hers-
höfðingja á ættaróðali hans í Skotlandi,
brá mér óneitanlega þegar ég tók í sund-
ur sendibréf ritað á bláleita örk sem
stungið var inn í veiðibókina þar sem
Stewart hafði skráð veiði sumarsins 1950.
Haustið áður hafði bók hans Rivers of
Iceland komið út og Jóhannes Kjarval
hefur greinilega eignast eintak, því hér
var komið þakkarbréf málarans, skrifað í
Reykjavík í febrúar það ár, og því fylgdu
nokkrar teikningar eða skissur, sex tals-
ins. Stewart virðist hafa stungið bréfinu
og teikningunum inn í bókina eftir lest-
urinn og þar hafa þær verið í sextíu ár.
Sendibréfið er fallega myndskreytt,
með andliti og fígúrum efst, í þeim anda
sem oft birtist í verkum meistarans á
sjötta áratugnum. Á milli rissar hann
Dyrfjöll og hörpu neðst.
Dyrfjöll eru áberandi í fleiri teikn-
ingum; Kjarval hefur teiknað báðum
megin á tvær arkir og hann er ekki að
gleðja Stewart með mynd af Tröllakirkju,
fjallinu sem gnæfir yfir Hrútafirði og
hann hélt mikið upp á, heldur sendir
þessa austfirsku fjallasýn. Þarna eru líka
hestar, hundar, kýr, tjöld og fígúrur. Þá
sýnir ein teikningin mannsprófíl, sem
freistandi er að telja að sé Stewart sjálfur,
og þarna er önnur prófílteikning, af ung-
um manni eða konu.
Kjarval segir í bréfinu að bróðir sinn á
Ísafirði lesi ensku vel og hafi hrifist af
bókinni.
Skissur og teikningarnar sem Jóhannes S. Kjarval listmálari sendi Stewart með bréfi, lágu
inni í veiðibók hans frá Hrútafjarðará, við færslur sumarsins 1950 þegar bréfið var sent.
Morgunblaðið/Einar Falur
Kjarvalsmyndir
Í veiðibók Stewarts
hershöfðingja í sveita-
setrinu í Skotlandi fann
blaðamaður sex teikn-
ingar eftir Jóhannes
Kjarval með sendibréfi
frá listamanninum. Efst á sendibréfið dró Kjarval upp fígúrur ogramma þær inn Dyrfjöll.
Sveitasenur, dýr og fjöll. Tvær skissanna sem fylgdu sendibréfi Jóhannesar Kjarvals.
þekkti Nino ekki annað en að faðir henn-
ar hyrfi á braut til laxveiða í tvo mánuði á
sumri. „Mér fannst það ekkert sér-
kennilegt, svona var þetta bara,“ segir
hún. „Hann sigldi venjulega með Gull-
fossi.“
Merkilegar heimildir
Þegar ég kem til Kinlochmoidart hefur
Nino Stewart raðað á stórt hringlaga
borð í skrifstofu sinni ýmsum munum
sem tengjast veiði hershöfðingjans á Ís-
landi. Þarna er innrammað kort af
Hrútafjarðará, sem hún segir að hafi ver-
ið við skrifborðið sem þarna stendur en
þar hamraði hann bækur sínar á ritvél.
Framan á tvær svartar innbundnar veiði-
bækur hafa verið grafin með gylltu letri
orðin Hrútafjarðará & Síká. Í þessum
bókum eru gríðarmerkar heimildir um
allan veiðiskap Stewarts og félaga hans á
árunum 1936 til 1957, ekki einungis í
Hrútafirðinum, heldur einnig í ám á borð
við Straumfjarðará, Laxá í Dölum, Vatns-
dalsá, Víðidalsá, Miðfjarðará og á sem
hann kallaði Laxá við Blönduós en er nú
kennd við Ása. Hana kannaði Stewart
fyrir bændur á sínum tíma, eins og hann
greinir frá í bók sinni, til að sjá hvort það
gæti verið vænlegt að leigja hana út til
veiðimanna. Hann var ekki viss um að
svo væri.
Í veiðibókunum eru tilgreindir allir
veiddir fiskar, þyngd og veiðistaðir, auk
athugasemda um veður, vatnafar og sitt-
hvað annað. Í þeim eru líka sendibréf
sem tengjast veiðiskapnum, afmæliskort
sem fjölskyldan í Grænumýrartungu
hefur fært Stewart, úrklippur úr íslensk-
um dagblöðum um Stewart, og meðal
annars finn ég í annarri bókinni bréf frá
Jóhannesi Kjarval og nokkrar skissur eft-
ir hann.
Þá eru þarna á borðinu ein fjórtán lítil
svört myndaalbúm og í þeim er ekki síst-
an fjársjóðinn að finna. Þar er fjöldi ljós-
mynda frá Íslandsferðunum; myndir af
glímu við fiska, af góðri veiði, af lands-
lagi, eggjum í hreiðri, frá ferðalögum um
hraunfláka og eyðisanda, myndir frá án-
um sem Stewart veiddi í. Nær allar
myndirnar eru merktar á nosturslegan
hátt, staðar- og mannanöfnum.
Í öðru herbergi getur að líta allar
veiðistangir Stewarts, flugur og hjól,
taumaveski og spúna. Sumum þessara
hluta komu dóttursonur hershöfðingans
og vinur hans fyrir í glerskáp; það er
einskonar minjasafn um merkan veiði-
mann. Í skríni með litlum skúffum eru
allskyns fjaðrir og tvinnar; þetta er
fluguhnýtingadót hershöfðingjans, en
Nino segir hann hafa eytt miklum tíma
við að hnýta flugur. Sumar fjaðranna eru
í umslögum utan um bréf sem íslenskir
vinir hans og kunningjar hafa sent.
Á skrifstofu Stewart-feðginanna setti
ég upp lítið stúdíó og myndaði öll þessi
gögn á næstu dögum. Í þeim eru
ómetanlegar heimildir um stangveiði á
Íslandi á fyrri hluta 20. aldar.
„Tókst alltaf að ná fiski“
Eftir að hafa gengið einn daginn með fal-
legri Moidart-ánni, undir gróskumiklu
laufskrúði trjánna og rýnt í hylina, segir
Nino að faðir sinn hafi þekkt hvern stein
þar í botni, hvert strá á bakkanum.
„Hann vissi ALLT um þessa á. Og hann
fékk stóra fiska í henni,“ segir hún og
sýnir mér til sanninda uppstoppaðan sjó-
birting í forstofunni sem vó hátt í tuttugu
pund. „Þetta var metfiskur í ánni,“ segir
hún. Sjóbirtingsstofninn hrundi fyrir
nokkrum áratugum, rétt eins og laxa-
stofninn, þegar laxeldið hófst við vest-
urströnd Skotlands. Það er hörm-
ungasaga en Nino segir sjóbirtinginn
aðeins vera að ná sér á strik aftur. Sonur
hennar veiði oft ágætlega í ánni en hann
er ástríðufullur veiðimaður eins og afinn.
En hvað með hana, veiðir hún ekki?
Hún brosir. „Föður mínum hefði þótt
gaman hefði ég fengið veiðibakteríuna af
meiri krafti – en mér fannst gaman að
veiða með honum. Hann leit kannski út
um gluggann hér, gáði til veðurs og
sagði, komdu Nino, nú förum við niður
að Nursery Pool og veiðum fisk. Ég var til
í það – og honum tókst alltaf að ná fiski.
Ég minnist sérstaklega einnar ferðar að
ánni, að veiðistaðnum Upper Nursery.
Hann lét mig veiða niður hylinn og fiskur
hrifsaði í fluguna mína. Þá sagði pabbi að
við ættum að byrja aftur efst. Við færðum
okkur upp að hálsinum, ég veiddi niður
og svo kom að því að pabbi sagði: Í næsta
kasti tekur fiskur fluguna. Ég man að ég
hugsaði, hvaða bull og vitleysa, en auð-
vitað hafði hann rétt fyrir sér!“ Hún
hlær. „Honum fannst gaman að ganga
niður að ánni og ná einum eða tveimur
fiskum, en þá hætti hann. Það var honum
alveg nóg.“
Fylgdarmaðurinn hvarf í ána
Það dylst engum sem les Íslenskar veiði-
ár Stewarts, hvað Ísland var honum
kært, og árnar – ekki síst árnar hans í
Englendingurinn F.E. Salsbury veiddi með Stewart hér á landi á fjórða áratugnum og leigðu
þeir Hrútafjarðará saman fyrst í stað. Hér þreytir hann lax í Sjávarfossi í Straumfjarðará.
Í Kinlochmoidart er þetta málverk af Stew-
art sem móðir hans lét mála árið 1915 þeg-
ar hann sneri særður heim úr stríðinu.