SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Blaðsíða 37

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Blaðsíða 37
3. júlí 2011 37 „Vettel hefur afrekað ýmislegt sem skráð verður í sögubækur. Hann er mjög afger- andi ökumaður,“ segir Rúnar Jónsson, fyrr- verandi rallökumaður og nú fastagestur í formúlu 1 þætti á Stöð 2 Sport. Rúnar tekur svo til orða að Vettel sé „mjög þýskur; vel alinn upp á brautinni, og gríðarlega grimmur í keppni. Honum virðist gefið meira en öðrum á þessu sviði. Stund- um kemur fram íþróttamaður sem skarar fram úr og Vettel er einn þeirra,“ sagði Rún- ar við Sunnudagsmoggann. Ferill Þjóðverjans hófst á kart-bílum eins og nefnt er í hinni greininni. Þaðan lá leiðin í „litla“ kappakstursbíla og hann ók mikið formúlu 3 áður en tækifæri gafst í formúlu 1. Fyrst var hann þriðji ökumaður BMW Sauber 2006 en fór til Toro Rosso, systurl- iðs Red Bull, árið eftir og var orðinn annar tveggja keppnismanna liðsins 2008. Þá varð hann fyrstur til að koma liðinu á pólinn og yngstur allra ökuþóra til að ná því að vera fremstur á ráslínu; náði bestum ár- angri í tímatökum á Monza á Ítalíu 2008. Þjóðverjar hrífast af Sebastian Vettel, ökumanninum og manninum, en þeir eru ekki einir um það. „Jafnvel bresku blaða- mennirnir dýrka Vettel og dá! Til að þeim líki við Þjóðverja þarf töluvert til!“ sagði Stefan Bomhard hjá þýska íþróttaritinu Kicker við Sunnudagsmoggann. Vettel er líka hátt skrifaður í því mikla formúlulandi, Frakklandi. „Það fer ekki milli mála að hann á upp á pallborðið hjá frönskum blaða- og fréttamönnum. Þeir þrír sem eru í sjónvarpsútsendingum frá formúl- unni hér lofa snilld hans og eru ósparir á lýsingarorðin er þeir hæla hæfileikum hans. Bæði akstursfærni og tæknilegri færni. Þetta sama endurspeglast í blöðum. Þeir kunna vel að meta hispursleysi hans og fölskvalausa og skríkjandi gleði hans í hvert sinn sem hann sigrar; náttúrubarnið eins og maður heyrir stundum sagt um hann í lýsingum eða á prenti,“ segir Ágúst Ásgeirsson blaðamaður og formúlu 1 áhugamaður sem búsettur er í Frakklandi. Ágúst segir margt tínt til þegar fjallað er um yfirburði sem Vettel hefur haft gegn sókndjörfum liðsfélaga sínum, Mark Web- ber. Þrátt fyrir mun minni reynslu í formúl- unni er Vettel hrósað sérstaklega fyrir að hafa verið mun fljótari að tileinka sér kosti og yfirstíga galla Pirellidekkjanna, sem tekin voru í notkun í ár. Þá er sagt að hann liggi yfir tæknigögnum löngum stundum eftir æfingar og keppni og vilji komast til botns í því hvers vegna einhverjir þættir virkuðu svona en ekki hinsegin, og þar fram eftir götunum.“ Þetta er nákvæmlega sama saga og Þjóðverjinn Bomhard sagði. „Stundum er Alain gamli Prost nefndur sem hliðstæða við Vettel en hann kafaði ofan í smáatriðin í hegðan og virkni keppnisbíla og var kall- aður prófessorinn fyrir vikið,“ segir Ágúst Ásgeirsson og vísar þar til gamalkunns fransks meistara sem margir muna eftir. „Jafnvel bresku blaðamennirnir dýrka Vettel og dá!“ Sebastian Vettel kemur vel fyrir og gefur sér ætíð tíma til að sinna aðdáendum sínum. Reuters gæti starfað sem söngvari en Vettel hefur einfaldan smekk; hann vill aðeins það besta. „Sebastian er haldinn fullkomn- unaráráttu varðandi allt sem snýr að starfinu,“ sagði Stefan Bomhard, gam- alreyndur blaðamaður á þýska íþrótta- blaðinu Kicker, í samtali við Sunnudags- moggann í vikunni. Lagði engu að síður áherslu á að þetta með fullkomnunar- áráttuna nefndi hann í jákvæðum tón. Enda á blaðamaðurinn varla nógu sterk orð til að lýsa aðdáun sinni á kempunni ungu. Getur ekki ímyndað þér … „Ég get sagt þér í fullri einlægni að Vettel er sá viðkunnanlegasti sem nokkurn tíma hefur tekið þátt í formúlu 1. Þú get- ur ekki ímyndað þér hversu elskulegur náungi hann er,“ sagði Bomhard sem fylgst hefur með og skrifað um kapp- akstur fyrir þetta þekktasta íþróttablað Þýskalands árum saman. „Ég held þessu ekki eingöngu fram vegna þess að hann er Þjóðverji!“ bætti Bomhard svo við hlæjandi. „Hann er sannarlega yndis- legur drengur og hefur ekkert breyst síðan ég hitti hann fyrst.“ Blaðamaðurinn segir Vettel mjög frá- brugðinn flestum öðrum ökuþórum. „Það verður því miður að segjast eins og er að þeir koma margir heldur leiðinlega fram, ekki síst við fjölmiðlamenn,“ segir hann. „Í gegnum tíðina hafa sumir varla svarað spurningum blaðamanna nema með þriggja orða setningum í mesta lagi, en það á aldeilis ekki við um Vettel; eiginlega má segja að eini gallinn á hon- um sé sá að hann er oft dálítið óstundvís – einmitt vegna þess að hann talar svo mikið og tefst vegna þess! Svör hans eru löng, vel ígrunduð og mjög skyn- samleg.“ Vettel er alltaf í góðu skapi, segir blaðamaðurinn Bomhard. Hann gefur sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla og til þess að ræða við aðdáendur sína og gefa eiginhandaráritanir. Hann er talandi dæmi um að þolinmæði er dyggð. „Ég hitti Sebastian fyrst þegar hann var 17 ára þegar hann ók fyrir BMW í ungmennakeppni. Það ár kepptu strák- arnir 20 sinnum og Vettel sigraði í 18 skipti. Hann var miklu betri en allir aðr- ir. Þarna tók ég fyrsta viðtalið við hann, og það sagði mér strax mikið um dreng- inn að við ræddum saman í tvo klukku- tíma. Það fannst mér ótrúlegt; aðrir íþróttamenn hefðu örugglega verið löngu farnir að líta á klukkuna, hvað þá á þessum aldri.“ Skynsamur „Það var auðheyrt strax hve skynsamur hann er; þessi 17 ára strákur talaði um að enginn gæti tryggt að framundan væri glæsilegur ferill á kappakstursbrautinni. Hann yrði því að einbeita sér að því að ljúka námi með eins góðum árangri og kostur væri. Vettel er mjög jarðbundinn og foreldrar hans segja mér að þannig hafi hann alltaf verið. Það er ekki erfitt að trúa því þegar maður kynnist fjöl- skyldunni,“ sagði Bomhard við Morg- unblaðið. Vettel er fæddur í Heppenheim í Vest- ur-Þýskalandi. Foreldrar hans eiga þrjú önnur börn, tvær eldri dætur og yngri son. Faðirinn er trésmiður og fjöl- skyldan ósköp „venjuleg“ að sögn. Faðir Vettels rekur eigið fyrirtæki og er með fimm manns í vinnu. Fjölskyldan berst ekki á. „Það er aldrei talað um milljónir, faðir Sebastians eyðir ekki einni evru í óþarfa og hefur engan áhuga á að tala eða lesa um sjálfan sig,“ segir Bomhard. Það vill ökuþórinn reyndar ekki held- ur þótt hann sé málglaður þegar starfið ber á góma. „Ég held að einu sinni hafi birst mynd af kærustunni hans. Hún vill ekki vera áberandi og Sebastian talar aldrei opinberlega um hana,“ segir Bomhard. Á brautinni lætur hann svo verkin tala. Til í slaginn! Sebastian Vettel einbeittur undir stýri rétt áður tímataka hófst fyrir kappaksturinn í Istanbul í Tyrklandi í síðasta mánuði. Reuters ’ Hann er sannarlega yndislegur drengur og hefur ekkert breyst síðan ég hitti hann fyrst. Jafnvel bresku blaða- mennirnir dá hann! Til þeim líki við Þjóðverja þarf töluvert til!

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.