SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Blaðsíða 19
3. júlí 2011 19 B lake Jakobsson heilsar mér á ensku enda fæddur og uppalinn vestra, faðir hans settist að í Texas áður en Blake kom til sögunnar. „Ég skil svolítið í íslensku og ætla mér að læra málið. Ég hef aðeins verið að stúdera íslenskuna á net- inu en kennslan þar snýst aðallega um að kenna manni að rata um flughafnir og komast á klósettið,“ segir hann glottandi. Blake býr í Bandaríkjunum en er hér við æfingar í sumar og kann því vel. Hann er á lausu og við blasir að spyrja hann út í íslensku stelpurnar, sem eru eins og allir vita þær fallegustu í heimi. Blake er brugðið við þessa óvæntu spurningu en lætur mig ekki slá sig út af laginu. „Það er lítið á seyði í þeim efnum, ætli ég verði ekki að læra tungumálið að einhverju gagni áður en ég læt til skarar skríða. Mér finnst íslensku stelpurnar líka hálffeimnar,“ segir hann. Öðruvísi mér áður brá. Blake er tvíburi. Tvíburasystir hans, Ásta Brianna, hefur sett stefnuna á lækninn og fetar þar í fótspor hálfbróður þeirra, Trausta Óskarssonar, sem hlúir að sjúkum búkum í Svíþjóð. Blake á einn yngri albróður, Lucas Matthías. Hann er einnig á bólakafi í íþróttum, nánar tiltekið ruðningi. „Lucas er lægri en ég en þreknari,“ segir Blake. „Hann er hæfileikaríkur og metnaðarfullur og á bjarta framtíð fyrir höndum í greininni.“ Kom þjálfaranum á óvart Blake verður tvítugur á þessu ári. Hann byrjaði ungur að iðka íþróttir og eins og svo margir lagði hann leið sína fyrst í boltagreinar. „Ég byrjaði í fótbolta og þá meina ég fótbolta eins og menn þekkja hann hér á Ís- landi. Síðan fór ég í ameríska fótboltann, það er ruðn- ing, og körfubolta. Ég fann mig ágætlega í þessu, sér- staklega körfunni og ruðningnum, þar sem ég spilaði sömu stöðu í vörninni og Óðinn,“ segir hann. Gaman væri að sjá þá frændur stilla sér upp saman á bardagalínunni í ruðningi. En ekki vildi ég vera í hinu liðinu! Blake var þrettán eða fjórtán ára þegar hann steig fyrst inn á frjálsíþróttavöll. Hann var heldur rýr á þeim tíma og þjálfarinn í kastgreinunum þurfti ekki nema að líta á hann til að kveða upp sinn dóm: „Þú verður aldrei kastari!“ „Hann leyfði mér samt að kasta kringlunni til mála- mynda og rak upp stór augu,“ rifjar Blake upp hlæj- andi. Litli snáðinn var þá ekki svo lítill eftir allt. Þar með voru örlögin ráðin. Blake hefur æft kringlu- kast af kappi síðan. Hann hefur aðeins einu sinni tekið sér frí frá æfing- um – tilneyddur. Það kom þannig til að hann fékk kúlu í höfuðið á æfingu eftir kast frá félaga sínum. „Þetta var eiginlega okkur báðum að kenna, ég var á vitlausum stað á vellinum og hann fór of snemma inn í hringinn. Ég steinrotaðist og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús. Sem betur fer náði ég mér að fullu en varð að taka mér tveggja mánaða frí frá æfingum.“ Það er eins gott að fara varlega! Lítill tími til að sofa Blake leggur nú stund á nám við University of Texas, sama skóla og faðir hans á sínum tíma, og reynir eftir bestu getu að blanda bóknámi saman við æfingar. „Uppleggið er að bækurnar komi fyrst, æfingarnar svo, en það er ekki alltaf raunin,“ segir Blake sposkur. „Strangt til tekið er okkur uppálagt að gefa 100%, bæði í bóknám og æfingar, en ef ég á að vera alveg hreinskil- inn man ég ekki eftir að hafa kynnst manni sem getur gefið 200%.“ Blake er að byggja sig upp sem kastara og þarf fyrir vikið að æfa eins og berserkur, ekki minna en fjóra til sex tíma á dag. Þeir Óðinn eru sammála um að kringlu- kast sé 60% tækni og 40% styrkur. „Það er ekki alltaf mikill tími til að sofa.“ Blake hefur komið reglulega til Íslands gegnum tíð- ina til að heimsækja ættingja og kynntist Eggerti Boga- syni, þjálfara hjá FH, fyrir nokkrum árum. „Hann vildi endilega fá mig til að æfa hérna og í fyrrasumar sló ég til. Var hérna við æfingar og keppni í sex vikur. Það gekk mjög vel og núna er ég að endurtaka leikinn. Verð hérna fram í endaðan júlí.“ Blake kann vel við sig í Kaplakrikanum. Bæði er hann í góðum höndum og svo er veðrið bara miklu betra! Bíddu nú við? „Jú, sjáðu til. Það er svo svakalega heitt í Texas yfir hásumarið að útilokað er að æfa nema eldsnemma á morgnana eða seint á kvöldin þegar tekið er að skyggja. Hérna er hægt að æfa hvenær sem er, auk þess sem vindurinn er meiri. Það kemur sér vel fyrir okkur kringlukastara,“ segir Blake sem á fastlega von á því að koma hingað áfram til æfinga á sumrin. „Næsta sumar verð ég að vísu orðinn gjaldgengur til keppni á mótum með skólanum mínum, þannig að mögulega verð ég eitthvað seinna á ferðinni þá. En það er klárt mál að ég mun verða með annan fótinn hér á sumrin.“ Vill keppa fyrir Ísland Blake er með tvöfalt ríkisfang sem þýðir að hann má keppa bæði fyrir Ísland og Bandaríkin. Hann klæddist íslenska landsliðsbúningnum fyrst á Evrópubikarmóti í Laugardalnum um daginn. „Það var mjög notaleg til- finning og satt best að segja á ég frekar von á því að keppa áfram fyrir Ísland,“ segir hann. „Ég hef alltaf verið ákaflega hrifinn af Íslandi og gæti vel hugsað mér að búa hérna í framtíðinni.“ Á hitt ber líka að líta að samkeppnin er vitaskuld margfalt meiri í Bandaríkjunum, til að mynda má hver þjóð aðeins senda þrjá menn til keppni í hverri grein á ólympíuleikum. „Þeir menn eru valdir á sérstöku úr- tökumóti og það er nóg að eiga slæman dag þar til að missa af lestinni,“ segir Blake. Hann hefur verið í mikilli framför að undanförnu, bætt sig um tæpa fjóra metra á skömmum tíma. Sínu lengsta kasti, 55,37, náði hann nú í vikunni og öðlaðist þar með keppnisrétt á Evrópumeistaramóti 22 ára og yngri í Tékklandi í ágúst. Æðsta takmark allra frjálsíþróttamanna er að keppa á ólympíuleikum. Blake Jakobsson er þar engin und- antekning. Leikarnir í London 2012 koma of snemma fyrir hann enda lágmarkið til að komast þar inn 63 metrar. „Ég hef sett stefnuna á Ríó 2016 og tel það raunhæft markmið. Nái ég því verður líka farið að styttast ískyggilega í besta árangur pabba, 63,24. Það væri ekki amalegt að bæta hann!“ Hver veit nema drengurinn eigi eftir að verða föð- urbetrungur? Blake Jakobsson býr sig undir að kasta kringlunni á æfingu. Þú verður aldrei kastari! „Blake á mjög bjarta framtíð fyrir sér í kringlunni. Hann er hávaxinn og sterkur miðað við aldur. Hann hefur verið á hraðri uppleið og á klárlega mikið inni. Hafandi sagt það á hann eðli málsins samkvæmt margt ólært, hann er svo ungur. Ég sé ekki annað en að hann hafi gott af því að æfa hérna heima og það er auðvitað mjög gaman fyrir mig per- sónulega að hafa hann með mér á æfingum og í landslið- inu. Vonandi eigum við eftir að taka þátt í mörgum mótum saman.“ Óðinn um Blake þessum tíma en heldur mjóslegnari en hann er núna. Árið 1999 urðu þáttaskil á ferli Óðins þegar hann hélt til dvalar hjá Óskari frænda sínum í Texas. „Upphaflega ætlaði ég bara að vera í þrjá mánuði en kom ekki heim fyrr en tveimur árum síðar. Ég fór í skóla úti og æfði undir handleiðslu Óskars. Ég lærði mjög margt á þessum tíma og bætti mig mikið. Það var í Texas sem ég byrjaði að kasta kúlu af einhverri alvöru,“ segir Óðinn sem náði snemma góðum árangri. Varð til að mynda annar í bæði kúlu og kringlu á ríkismeistaramóti ungmenna árið 2000. Óðinn reyndi sig einnig í fleiri íþróttum ytra, svo sem körfubolta og ruðningi, þar sem hann lék í vörninni og hafði gaman af. Eftir heimkomuna 2001 gekk Óðinn í FH en hann hafði verið í ÍR áður og æfði aðallega kringlu fyrst um sinn. Hann hóf einnig nám í húsasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík sem hann hefur nú lokið. Það var ekki fyrr en 2004-5 sem Óðinn fór að einbeita sér að kúlunni. Spilaði þar inn í að aðstaða til að æfa þá grein á ársgrundvelli er betri hér á landi en kringluna. Frændurnir Óðinn Björn Þor- steinsson og Blake Jakobsson á æfingu hjá FH í Kapla- krikanum. Þar una þeir hag sínum vel. „Það er mjög gott að æfa hérna á Íslandi með Óðni, eigin- lega eins og að vera með aukaþjálfara. Hann þekkir kringl- una út og inn og veit hvað hann syngur. Hann er góð fyrir- mynd fyrir mig. Óðinn hefur verið að bæta sig mikið að undanförnu og ég trúi ekki öðru en að hann verði meðal keppenda í kúluvarp- inu á Ólympíuleikunum í London næsta sumar. Ég hef séð hann ná lágmarkinu, 20 metrum, á æfingum og það er bara tímaspursmál hvenær hann gerir það í keppni. Þá er ljóst að við pabbi verðum á pöllunum að styðja hann.“ Blake um Óðin

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.