SunnudagsMogginn - 03.07.2011, Blaðsíða 12
12 3. júlí 2011
Mánudagur
Bragi Bergþórsson
Alveg er heimurinn
orðinn snarruglaður.
Sit á kaffihúsi í Stral-
sund og hlusta á ís-
lenskt útvarp og les
íslenskt dagblað. Er það ekki dálít-
ið skrítið?
Miðvikudagur
Karen María Jónsdóttir
Það er ráðist að
dansi á fjölmörgum
stöðum í heiminum í
dag. 40% nið-
urskurður til grein-
arinnar á einu bretti í Hollandi er
nú á leið í gegnum þingið. Allir
danshöfundar landsins samein-
uðust uppi á sviði í Muziek Theater
í Amsterdam og hneigðu sig hljóð-
lega – vonandi verður þögnin ekki
framtíðartónlist dansins!
Dagur B. Eggertsson
hlakkar til að fá þrjá
sólbrúna krakka frá
mínum frábæru
tengdaforeldrum í
Svíþjóð á morgun –
og bið um að þau taki með sér, þó
ekki væri nema ca. 50% af hita og
sól. Alsæll og bið ekki um meira.
Fésbók
vikunnar flett
Með tímanum hafa myndvarpar
minnkað mjög og kemur varla á óvart
að ýmsir noti þá til að horfa á sjónvarp
eða til að streyma kvikmyndum úr
flakkara eða fartölvu, enda er þá
hægt að horfa á risaskjá, þess vegna
vel yfir 100 tommur. Eins og fram
kemur í umfjölluninni um HP-
myndvarpann hér til hliðar, HP Note-
book Projection Companion
AX325AA, er ljósstyrkur í honum 100
lumen (lumen er mælieining yfir sam-
fellda birtu og byggist á birtuskyni
augans). Fyrir vikið hentar hann ekki
vel til að streyma bíómyndum úr far-
tölvu á skjá þótt það sé hægt fræði-
lega.
Til að ná þokkalegri mynd þarf ljós-
styrkur að vera mun meiri, helst ekki
minni en 900 lumen í rökkvuðu her-
bergi (ca 90 tommu skjár), en því
meira því betra. Eitt af því sem menn
hafa sett fyrir sig er hitinn frá lamp-
anum í myndvörpum, en hann er úr
sögunni að mestu með nýrri tækni
(LED), en líka fór suð í viftunni fyrir
brjóstið á mörgum.
Það er best að byrja á að taka fram að
skjávarpinn er dvergvaxinn, og þá
meina ég meina dvergvaxinn: Hann er
ekki nema fjórir sentimetrar á hæð,
níu á breidd og ellefu á lengd. Svo er
hann líka fisléttur, rúm 400 grömm.
Hann er semsé talsvert minni
en meðfylgjandi mynd og
passar vel í skjala- eða
tölvutösku – fyrirtaks
ferðagræja.
Í pakkanum er þrífót-
ur, sem er auðvitað
pínulítill, straum-
breytir og rekla-
diskur. Það var ekki
vídeósnúra í pakk-
anum sem ég fékk til
skoðunar, en ég geri
ráð fyrir að hún fylgi
jafnan með (30 pinna
snúra). Hægt er að
skrúfa niður fót að
framanverðu, eins og
sést á myndinni, en mun hentugra að
hafa myndvarpann á þrífætinum.
Varpinn er með LED-ljósgjafa sem endast á
10.000 tíma hið minnsta. Grunnupplausn er
800x600 SVGA og myndvarpamyndin getur
verið 15-60 tommur. Mesti ljósstyrkur er
100 lumen sem dugir fyrir þokkalega mynd í
rökkvuðu herbergi. Eins og sjá má af þess-
um tölum hentar hann
vel fyrir glærusýn-
ingar, hugbúnað-
arkynningu og
ámóta, en mið-
ur fyrir annað.
Eins og fram
kemur er mynd-
varpinn ekki nema um 400 grömm og passar fínt í
vasann. Maður þarf þó að hafa straumbreytinn með
og straumbreytir plús rafmagnssnúra er þyngri en
varpinn. Það hefði líka verið fínt að hafa raf-
hlöðupakka til að geta snarað fram fartölvunni og
sett upp sýningu hvar sem er. Það væri líka fín við-
bót ef hægt væri að stinga minnislykli í samband
eða minniskorti og þá fyrst er maður orðinn frjáls.
Myndvarpi í vasann
Sú var tíðin að skjávarpar voru risahlunkar og geisluðu frá sér svo miklum hita
að varla var hægt að hafa þá innan dyra. Með tímanum hafa þeir þó minnkað
mikið og komnir í þá stærð að hægt er að stinga þeim í vasann.
Græjur
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Minni myndvarpar
Kvikmyndir
og sjónvarpið
á risaskjáinn