Monitor - 17.02.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 17.02.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2011 Kominn tími til að dusta af sér rykið Hljómsveitin Lights On The Highway er risin úr rekkju. Þeim finnst skemmtilegast að „covera“ Trúbrot en vilja ekki gera upp á milli Friðriks Dórs og Friðriks Ómars. LIGHTS ON THE HIGHWAY EÐA SNOOPY? ÞAÐ ER ENGIN LEIÐ AÐ ÞEKKJA MUNINN Hljómsveitina Lights On The Highway þekkja flestir rokkhundar Íslands. Í gegnum árin hafa þeir notið mikilla vinsælda en lítið hefur farið fyrir strákunum undanfarið ár. Nú eru þeir að skríða úr dvalanum og geta aðdáendur sveit- arinnar glaðst því ný plata er í bígerð og nóg af giggum. Skammstöfunin LOTH líkist vissulega skamm- stöfuninni LOTR fyrir Lord Of The Rings. Kæmi til greina að breyta nafninu í Lights On The Railroad til að fullkomna verkið? Hugsanlega. Það gæti orðið „meik“ nafnið okkar í Bandaríkjunum, svona til að koma okkur endanlega á hausinn, fá einhverjar lögsóknir og stuð. Þetta gæti verið leiðin inn í bransann! Hvert er besta giggið ykkar? Ætli það sé ekki acoustic gigg sem við tókum á Dillon fyrir svolitlu síðan. Það myndaðist einhver sérstök stemning og þetta var skemmtilegt og mínímalískt gigg í alla staði. En versta giggið? Man On The Moon í Cambridge árið 2005. Við fórum með allan gírinn í lest frá London um morguninn til að spila á þessu klósetti, með ónýtt hljóðkerfi og kokk sem var staðráðinn í að gefa okkur matareitrun. Klárlega eitt af þeim súrari. Ertu með einhverja góða sögu af tónleikaferða- lagi hjá ykkur? ...og þá sagði Stebbi: „Brjóstahaldarinn er í skápnum vinstra megin!“ Hvaða teiknimyndasöguhetju líkist hljóm- sveitin mest? Snoopy. Hann virðist einhverra hluta vegna alltaf sofa uppi á þaki, jafnvel þó það sé mígandi rigning. Merkilegur hundur þessi Snoopy. Hver ykkar er bestur í fótbolta? Það er klárlega varnarjaxlinn okkar hann Halli sem er eini meðlimur hljómsveitarinnar sem hefur spilað með meistaraflokki. Hvert er uppáhalds cover-lagið ykkar? Þessa stundina er það „Ég sé það“ með Trúbroti. Það er svo gaman að spila þetta einstaklega vel samda góða íslenska lag. Hvort væruð þið frekar til í að taka upp lag með Friðriki Dór eða Friðriki Ómari? Til þess að gera ekki upp á milli myndum við taka upp lag með hljómsveitinni Friðryk. Afkvæmi hvaða tveggja hljómsveita mynduð þið segja að Lights On The Highway væri? CSNY og Trúbrots. Hvert er draumagiggið? Að sjálfsögðu á The Cavern Club í Liverpool með Bítlunum. Hvað er framundan hjá hljómsveitinni? Við höfum verið að dusta af okkur rykið og spila á nokkrum tónleikum þessa dagana. Við komum líklega til með að spila af og til á næstu mánuðum. Meðal annars erum við með í bígerð acoustic tónleika á Hemma og Valda. Svo erum við byrjaðir að stilla upp í upptökur fyrir þriðju plötuna okkar. LIGHTS ON THE HIGHWAY Stofnuð: 2004. Meðlimir: Kristófer Jensson (söngur), Agnar Eldberg (gítar/söngur), Karl Daði Lúðvíksson (bassi/ söngur), Þórhallur Reynir Stefánsson (trommur/ söngur) og Stefán Örn Gunnlaugsson (hljómborð/ söngur). Plötur: Lights On The Highway (2005) og Amanita miscaria (2009). Þrjú góð lög: Long Summer Dining, A Little Bit Of Everything og Leiðin heim. Fyndin staðreynd: Meðlimir hljómsveitarinnar eru frá öllum landshlutum nema Vesturlandi. DISNEY EYÐILAGÐI FJÖLSKYLDUNA Kántrísöngvarinn Billy Ray Cyrus, faðir ungstirnisins Miley Cyrus, segir Disney-sjónvarpsþáttinn „Hannah Montana“ hafa eyðilagt fjölskyldu hans. Þátturinn gerði Miley heimsfræga og hann segir frægðina hafa leitt dóttur sína út í vitleysu. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði karlatímaritsins GQ. Billy Ray segist óska þess að Disney-æv- intýrið hafi aldrei gerst því þá gætu þau verið eðlileg fjölskylda. Sjáðu Lights On The Highway spila um helgina! Fimmtudagur: Sódóma, Reykjavík Laugardagur: Menningarhúsið Hof, Akureyri Ef Bieber breytir um greiðslu… Justin Bieber er næstum jafn frægur fyrir hárið sitt og fyrir tónlist sína. Einhvern tímann hlýtur hann þó að breyta um greiðslu. Billboard-vefurinn skellti nokkrum hárgreiðslum frá öðru frægu fólki á hausinn á Biebernum. Nú er spurning- in, hver fer honum best? 1 2 3 4 5 109876 TROMMARI BLINK GEFUR ÚT SÓLÓ Trommarinn Travis Barker sem flestir þekkja úr pönkrokksveitinni Blink 182 gaf út fyrsta smellinn af nýjustu plötu sinni í byrjun febrúar. Lagið Can A Drummer Get Some er titillag plötunnar sem kemur út um miðjan mars og vekur mikla athygli að um hip-hop plötu er að ræða. Travis trommar eins og brjálæðingur á plötunni og stjórnaði upptökum en hann lætur aðra um rímurnar að þessu sinni. LADY GAGA OG EGGIÐ HENNAR Lady Gaga mætti til Jay Leno á mánudagskvöldið til að ræða atriðið sitt á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fór fram um helgina en söng- konan kom á hátíðina í eggi. Hún útskýrði fyrir Leno að til að undirbúa sig andlega hafi hún eytt þremur dögum inni í egginu. Þannig hafi hún komist í karakter fyrir atriðið sem skartaði fjölda dansara og flottum búningum að hætti Lady Gaga. Mynd/Golli Michael Bublé Adam Lambert Chris Daughtry Ellen DeGeneres Josh Groban Bret Michaels Pauly D Jared Leto Justin Timberlake Michael Jackson 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.