Monitor - 17.02.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 17.02.2011, Blaðsíða 20
kvikmyndir Hæð: 178 sentimetrar. Besta hlutverk: Aron Ralston í 127 Hours. Staðreynd: Er doktorsnemi í ensku við Yale-háskóla. Eitruð tilvitnun: „Veistu, kannski er ég bara hommi.“ (Aðspurður hvort sérstök ástæða væri fyrir því að hann hafi þrisvar leikið homma í kvikmynd). 1978Fæðist 19. apríl íKaliforníu. 1997Hættir í UCLA-háskóla eftir eins árs nám í ensku, til að gerast leikari. 1999Fær fyrstatækifæri sitt sem leikari í þáttunum Freaks and Geeks sem vöktu litla athygli þá en hafa öðlast dygga aðdá- endur löngu eftir að sýningu var hætt. Franco hefur sagt að þetta hafi verið ein skemmti- legasta reynsla lífs síns. 2000Landar fyrstakvikmyndahlut- verki sínu í rómantísku mynd- inni Whatever It Takes. Marla Sokoloff, þáverandi kærasta hans, leikur á móti honum. 2001Leikur JamesDean í sjónvarps- mynd TNT-stöðvarinnar og hlýtur Golden Globe verðlaun. Þetta hlut- verk lyftir honum upp á nýtt plan og aðdáendum hans fjölgar hratt. 2002Tapar fyrir TobeyMaguire í bar- áttunni um hlutverk Spider- Man en tekur í staðinn annað hlutverk í sömu mynd. 2006Byrjar meðnúverandi kærustu, Ahna O’Reilly. Hefur nám í ensku og skriftum við UCLA og klárar 2008. Hefur svo meistaranám í Columbia- háskóla sem hann klárar 2010. Stundar nú doktorsnám við Yale-háskóla. 2008Verður andlit nýj-asta ilms Gucci. 2009Er valinnkynþokkafyllsti maður heims af Salon.com. 2011Er tilnefndur tilÓskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni 127 Hours. James Franco FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2011 Frumsýningar helgarinnar James Franco var með afar ljótar tennur þegar hann var krakki. Mamma hans sagði honum að hann yrði að fá teina ef hann ætlaði að verða leikari, sem hann gerði. EINHVER HEFÐI ÞURFT AÐ RÉTTA HONUM HJÁLPARHÖND Popp- korn Handrits- höfundur The King‘s Speech, David Seidler, hefur alla ævi ætlað sér að gera kvikmynd um konunginn stamandi. Seidler stamaði sjálfur mikið á yngri árum en sigraðist á vandanum fyrir 60 árum síðan. Seidler er 73 ára gamall og segir stamið hafa haft mikil áhrif á æsku sína en tilfinningin sem fylgdi því að ná valdi á tali sínu hafi verið ómetanleg.. Þökk sé velgengni kvikmyndar- innar Sherlock Holmes er Guy Ritchie kominn í uppáhald hjá Warner Brothers. Orðið á götunni er að fyrirtækið vilji fá Ritchie til að leikstýra framhaldi kvikmynd- arinnar 300 sem mun bera nafnið Xerxes. Sú mynd á að gerast tíu árum fyrir atburði 300 og ná yfir lengra tímabil þar sem fleiri en ein blóðug orrusta verður háð. Daniel Radcliffe sem er þekktastur fyrir að túlka galdrastrákinn Harry Potter snýr sér að gamanleik í nýjustu mynd sinni, The Amateur Pho- tographer. Þar fer Radcliffe með hlutverk ungs ljósmyndara í rólegum bæ á 8. áratugnum sem tekur myndir af lífi bæjar- búa. Hljómar kannski ekki mjög spennandi en það verður forvitnilegt að sjá Harry Potter reyna að vera fyndinn. Leikarinn Ray Liotta hefur leikið í heldur óvinsælum myndum að undanförnu og ber þar helst að nefna hina misheppnuðu Youth In Revolt sem fékk litla aðsókn bíógesta. Nú virðist hann ætla að snúa blaðinu við og hefur fengið hlutverk í glæpagrínmynd- inni Cogan‘s Trade en ásamt Liotta verða töffararnir Brad Pitt, James Gandolfini, Sam Rockwell og Richard Jenkins í aðalhlutverk- um. Leikstjórinn Tim Burton hefur fengið ofurskutluna Michelle Pfeiffer til að leika í myndinni Dark Shadows. Hann er einnig sagður vera að íhuga að hafa eiginkonu sína, Helenu Bonham Carter, í myndinni en hún fékk nýverið BAFTA-verð- laun fyrir frábæran leik sinn í The King‘s Speech. 127 Hours Leikstjóri: Danny Boyle Aðalhlutverk: James Franco, Amber Tamblyn og Kate Mara. Lengd: 95 mínútúr. Dómar: IMDB: 8,1 / Metacricic: 8,1 / Rotten Tomatoes: 93%. Aldurstakmark: 12 ára. Kvikmyndahús: Háskólabíó. Myndin er byggð á sannri sögu fjallgöngukappans Aron Ralston sem féll niður í gljúfur á afskekktum stað í Utah, festi hendina og sat fastur í fimm daga. Í myndinni er fylgst með því hvernig hann reynir að halda sönsum á meðan hann vonast eftir björgun. Hann fer yfir lífshlaup sitt, minningar, vonir og þrár en gerir sér grein fyrir að líklega bíður hans ekkert nema dauðinn. Myndin hefur vakið gríðarlega athygli og verið tilnefnd til sex óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir bestu mynd ársins, besta leikstjóra ársins og besta leik í aðalhlutverki. The Eagle Leikstjóri: Kevin Macdonald. Aðalhlutverk: Channing Tatum, Jamie Bell, Denis O’Hare og Donald Sutherland. Lengd: 114 mínútur. Dómar: IMDB: 6,4 / Metacritic: 5,5 / Rotten Tomatoes: 35%. Aldurstakmark: 12 ára. Kvikmyndahús: Smárabíó. Árið er 140 eftir Krist og ungur hundraðshöfðingi, Marcus Aquila (Tatum), er mættur frá Róm til Englands, sem enn er undir yfir- ráðum Rómverja, til að rannsaka dularfullt hvarf heillar herdeildar Rómarkeisara í Skotlandi 20 árum áður. Um leið vonast hann til að bjarga arfleið föður síns sem var herforingi deildarinnar. Á leiðinni verða ýmsar ógnir á vegi hans og þræls hans. I Am Number Four Leikstjóri: D.J. Caruso. Aðalhlutverk: Alex Pettyfer, Timothy Olyphant og Dianna Agron. Lengd: 110 mínútur. Dómar: Engir dómar komnir. Kvikmyndahús: Sambíóin. Þrír eru látnir. Hver er sá fjórði? Spennuþrungin hasarmynd um unglinginn John Smith (Pettyfer) sem er á flótta undan miskunnarlausum óvinum sem vilja hann feigan. Hann breytir sífellt auðkennum sínum og flytur á milli borga en í nýjasta heimabænum upplifir hann óvæntar tilfinningar þegar hann verður ástfanginn. Sú reynsla reynist honum áhrifamikil og hefur áhrif á tengsl hann við þá sem deila örlögum hans. Blue Valentine Leikstjóri: Derek Cianfrance. Aðalhlutverk: Ryan Gosling, Michelle Williams og John Doman. Lengd: 112 mínútur. Dómar: IMDB: 7,9 / Metacritic: 8,1 / Rotten Tomatoes: 88%. Kvikmyndahús: Bíó Paradís. Blue Valentine er saga um ást í nútíð og fortíð. Í myndinni er flakkað í tíma og fylgst með sambandi Dean og Cindy, sem kvöld eitt reyna að bjarga hjónabandi sínu sem er við það að falla saman. Michelle Williams hefur verið tilnefnd til óskarsverðlaunanna fyrir leik sinn í myndinni. Big Mommas: Like Father, Like Son Leikstjóri: John Whiteshell Aðalhlutverk: Martin Lawrence, Brandon T. Jackson, Max Casella, Portia Doubleday og Michelle Ang. Lengd: 107 mínútur. Dómar: Engir dómar komnir. Aldurstakmark: Leyfð öllum aldurshópum. Kvikmyndahús: Smárabíó og Háskólabíó. Hinn 17 ára Trent (Brandon T. Jackson) verður vitni að morði. Í kjölfar þess ákveður faðir hans, FBI- löggan Malcolm (Martin Lawrence), að tími sé kominn til að dusta rykið af Stóru mömmu, og bregður sér í líki hennar. Trent dulbýr sig sem Charmaine og saman skrá þeir sig í listaháskóla fyrir stelpur í þeirri von um að komast á snoðir um morðingjann. The Way Back Leikstjóri: Peter Weir. Aðalhlutverk: Ed Harris, Colin Farrell, Jim Sturgess og Saoirse Ronan. Lengd: 133 mínútur. Dómar: IMDB: 7,5 / Metacritic: 6,6 / Rotten Tomatoes: 76%. Aldurstakmark: 12 ára. Kvikmyndahús: Sambíóin. Ævintýramynd sem segir frá flótta fimm fanga úr vinnubúðum sovéska Gúlagsins í Síberíu. Fangarnir koma allir frá sitt hvoru landinu en þótt að úr vinnubúðunum sé komið eru þeir engan veginn hólpnir því þeir þurfa að ferð- ast í gegnum fimm óvinveitt ríki. Handrit myndarinnar er byggt á bókinni The Long Walk sem skrifuð er af pólskum fanga í einum af vinnubúðum Gúlagsins.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.