Monitor - 17.02.2011, Blaðsíða 16

Monitor - 17.02.2011, Blaðsíða 16
16 Monitor FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2011 Söngkonan fagra Ciara og bomban Kim Kardashian klæðast sama Zöru-kjólnum en þó í sitthvorum litnum. Báðar vefja þær belti um mittið en hvorugt að gera eitthvað fyrir þær. Ciara er í fallegri skóm og með aðeins skárra belti en Kim og vinnur því stríðið en hins vegar þurfa þær að hugsa sig vel um næst hvaða belti þær velja við kjólana sína. Upprennandi Gossip Girl skvísan Blake Lively klæðist hérna krúttlegum kjól frá Chanel en það gerir Alexa Chung einnig. Bláa og hvíta kjólinn er greinilega bæði hægt að nota sem hversdagslegan kjól en einnig fyrir sérstök tilefni, fer bara eftir því hvort maður klæðist hælum eða flatbotna skóm! Þær púlla kjólinn báðar mjög vel. Leikkonan snoppufríða Dianna Agron er hérna ásamt fyrirsætunni Amanda Hearst en þær eru báðar í galakjól frá Carolina Herrera. Nánast hver sem er gæti falið allt sem fela þarf undir þessum mikla kjól! Dianna sigrar Amöndu í þetta sinn en hún er með mun fallegri hár- greiðslu og eyrnalokkarnir hennar gera mikið fyrir heildarlúkkið. Seiðandi Eva Mendes og tælandi Jenny McCarthy hljóta að vera með svipaðan smekk þar sem þær hafa báðar laðast að þessum fallega Stella McCartney kjól. Þær eru báðar glæsilegar í kjólnum enda ekki erfitt þar sem þær eru báðar glæsilegar. Eva Mendes vinnur hins vegar keppnina, veskið, skórnir og hárið gerir kjólinn enn betri. Stjörnustríð Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@monitor.is stíllinn Gleymdu brjóstaskorunni. Í dag þykir mun meira kyn- æsandi að sýna smá hliðarbrjóst fremur en skoruna. Skiptir ekki máli hvort um er að ræða barmagóða eða barmapena konu, fátt er heitara en að sjá óvænt í hlið brjóstsins bregða fyrir. Varist þó geiruslys (e. nipple slip). ASHLEY OLSEN SÝNIR HINA HLIÐINA NATALIE PORTMAN ER ALVEG MEÐ ÞETTA LOHAN DANSAR Á LÍNUNNI MEÐ PÆLINGUNA Eru hliðarbrjóst nýja brjóstaskoran? Það er auðvelt að búa sér til varasalva Varasalvi er ómissandi í töskuna hjá öllum kven- mönnum. Sérstaklega á þessum tíma þar sem frostið rífur í sig varirnar okkar. Stíllinn er hér með ótrúlega einfalda og skemmtilega uppskrift að ljúffengum varasalva. Það getur jafnvel verið gaman að hóa vinkonunum saman eitt kvöldið og í staðinn fyrir að baka möffins, baka varasalva! 1Uppskriftin er alls ekki flókin, en þetta eraðeins einföld uppskrift svo ef þið eruð margar er um að gera að stækka hana! Uppskrift að varasalvanum: • 1 msk möndluolía • 10 fersk hindber (má nota önnur ber, svo sem rifsber, bláber eða jarðarber) • 1 tsk hunang • 2 tsk vaselín eða júgursmyrsl (ef þú vilt meiri glans má setja meira magn) 2Hrærðu saman blöndunni og settu íviðeigandi form, t.d. lítinn pott. Annað hvort geturðu hitað blönduna í vatnsbaði eða sett hana í örbylgjuofn þangað til byrjar að sjóða (1-2 mínútur í örbylgju). Hrærðu síðan vel í mixtúrunni, merðu berin varlega og láttu hana standa í 5 mínútur. 3Því næst læturðu blönduna leka í fíngertsigti og síar út húðina og kornin af berjunum. Hrærðu aðeins í og láttu síðan kólna alveg. Þegar blandan er búin að kólna, notarðu sleif eða skeið til að setja hana í lítið varasalvabox og nýtur. Voilá! ÞAÐ STYTTIST ÓÐUM Í BERJATÍNSLUNA KERI HILSON PÚLLAR ÞETTA EINSTAKLEGA VEL

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.