Monitor - 24.03.2011, Side 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011
Er melódískt popprokk ennþá töff? Já, auðvitað.
Þó að fólk sem er eldra en 25 ára sé búið að
þroskast upp úr tónlistinni og hætt að hlusta á
þessa tónlistarstefnu fyllist það fortíðarþrá þegar
við stígum á svið. Tónlistin okkar vekur upp
góðar minningar hjá fólki.
Tónlistinni ykkar svipar til slagara hljómsveit-
arinnar Blink 182. Eruð þið miklir aðdáendur
þeirra? Blink var aðalmálið þegar við vorum að
alast upp og við hlustuðum allir á þá á sínum
tíma. Við hlustum kannski ekki jafn mikið á þá í
dag en berum mikla virðingu fyrir þeim.
Draumagiggið? Það væri að sjálfsögðu að spila
á Vans Warped Tour í Bandaríkjunum með Bee
Gees. Þar spila öll flottustu böndin. Svo væri
náttúrulega líka flott að spila á Reading Festival í
Bretlandi.
Kæmi til greina að koma naktir fram eins og
þeir gerðu eftirminnilega? Það gæti nú alveg
gerst en við erum ekki byrjaðir að plana það
ennþá.
Hverjir væru þá Mark, Tom og Travis? Val-
garður trommari væri auðvitað Travis, ég væri
að sjálfsögðu Tom og svo væri restin af bandinu
Mark.
Afkvæmi hvaða hljómsveita væri Reason To
Believe? Gamla The Used og Paramore.
Uppáhaldscoverlag og af hverju? Party In The
U.S.A. með Miley Cyrus. Hún er svo yndisleg,
algjört guilty pleasure. Við spilum það reyndar
aldrei á tónleikum en leikum okkur oft að því á
æfingum þegar enginn heyrir til.
Hvað er framundan hjá ykkur? Platan er
nýkomin út svo núna förum við bara á fullt í að
kynna hana. Við ætlum að spila eins mikið og
hægt er í vor og sumar. Þessa dagana erum við
líka að skipuleggja tónleikaferðalag í Englandi.
Ætlið þið að meika það? Að sjálfsögðu. Það er
að minnsta kosti planið núna og við gefum okkur
alla í þetta.
„Hún er splunkuný af nálinni og við erum bara rétt að
byrja að kynna hana fyrir stjórnum nemendafélaganna,“
segir Sölvi Logason sem er einn forsprakka vefsíðunnar
Félagslíf.is. Síðan var sett á laggirnar um miðjan síðasta
mánuð og er hún hugsuð sem vefur sem fjallar um allt
sem er að gerast í félagslífi framhaldsskóla landsins.
Aðstandendur síðunnar eru ásamt Sölva þeir Viktor
Gunnarsson og Elvar Ingi Ragnarsson en þeir eru allir í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
„Við erum bara bjartsýnir ungir menn sem höfum trú
á hugmyndinni okkar,“ segir Sölvi aðspurður hvernig
hann nenni að standa í þessu. Strákarnir fengu hug-
myndina að síðunni þegar Skólalíf, vefsíða um útvalda
framhaldssóla sem Vísir.is stóð fyrir síðasta vetur, leið
undir lok. Strákarnir sáu þá leik á borði og stofnuðu
síðuna sem tómstundargaman, í það minnsta fyrst um
sinn. Markmiðið þeirra er að halda síðunni gangandi á
næstu árum en hún er komin til að vera, að sögn Sölva.
Hann segir að það sé mikill vöxtur í heimsóknum inn á
síðuna og bætir við að þeir fylgist náið með „hittunum“
á hverjum degi.
WWW.FELAGSLIF.IS
Á slóðinni felagslif.is er að finna
ítarlegar umfjallanir um Gettu betur,
Morfís, söngkeppnir framhaldsskól-
anna og svo framvegis. Þeir leita nú
að fréttariturum og ljósmyndurum úr
öllum framhaldsskólum landsins auk
þess sem hægt er að „læka“ síðuna
á Facebook.
Allsherjarfréttasíða um félagslíf framhaldskólanna
Fylgjast náið
með „hittunum“
Mynd/Sigurgeir
FÉLAGARNIR ERU FLOTTIR
HJÁ FÉLAGSLÍF.IS
Strákarnir í Reason To Believe elska Miley Cyrus
og væru alveg til í að koma naktir fram.
Eiga óteljandi
margar grúppíur
REASON TO BELIEVE
Stofnuð: Árið 2009.
Uppruni: Reykjavík.
Meðlimir: Jóhannes Pálsson (söngur), Kristjón Freyr
Guðmundsson (gítar/söngur), Valgarður Thomas
Davíðsson (trommur), Rúnar Sveinsson (gítar) og
Skarphéðinn Njálsson (bassi).
Plötur: The Scenery (2011).
Þrjú góð lög: The Scenery, Fake og Samurai Deli.
Fyndin staðreynd: Allir meðlimir hljómsveitarinnar
eru ófyndnir.
REASON TO BELIEVE ER
BLINK 182 ÍSLANDS
Myndband
Vigra tilnefnt
Metnaðarfullt myndband hljóm-
sveitarinnar Vigra við lagið Sleep
hefur verið tilnefnt til verðlauna á
evrópsku ÉCU – The European Ind-
ependent Film Festival kvikmynda-
hátíðinni sem haldin verður í París
fyrstu helgina í apríl. Á hátíðinni
verða sýnd 77 kvikmyndaverk frá
26 löndum. „Við erum einu Íslend-
ingarnir sem eru tilnefndir og þetta
er mikill heiður fyrir okkur,“ segir
Bjarki Pjetursson, forsprakki sveit-
arinnar. „Við sendum myndbandið
inn í keppnina og vorum mjög hissa
þegar Raggi fékk símtal frá þeim úti,“
útskýrir Bjarki. Myndbandið er tekið
upp við rætur Eyjafjallajökuls þegar
öskufokið þaðan stóð sem hæst.
Hægt er að horfa á myndbandið á
YouTube-síðu hljómsveitarinnar.
Veit ekkert
um afdrif Meg
Hljómsveitin The White Stripes
lagði upp laupana í byrjun febrúar-
mánaðar þessa árs. Gítarleikarinn
Jack White segir í nýlegu viðtali við
tímaritið NME að hann viti ekkert
hvað trommuleikarinn Meg White
sé að gera þessa dagana. Aðspurður
hvað hann haldi að hún geri á
daginn nú þegar The White Stripes
er ekki lengur til svaraði Jack: „Ég
veit það ekki. Ég hef aldrei vitað
hvað hún gerir.“ Þá vísaði hann í
tónleikaútgáfu sveitarinnar sem tók
mjög langan tíma í vinnslu. „Fólk
skilur ekki hvað svona tónleikaplöt-
ur taka langan tíma. Við erum tvær
vikur að gera stúdíóplötu en þetta
var endalaus vinna,“ útskýrði Jack
sem hefur ákveðið að einbeita sér
að sólóferlinum og hljómsveit sinni,
The Raconteurs.
Tilraunadýr
geimvera
Fyrrverandi söngvari rokksveitar-
innar Van Halen, Sammy Hagar,
segir frá reynslu sinni af geimverum
í sjálfsævisögu sinni sem kom út
nýlega. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn
Hive á MTV þar sem hann kynnti
bókina sem ber nafnið Red: My
Uncensored Life In Rock var hann
spurður hvort hann héldi að honum
hefði verið rænt af geimverum.
Hagar svaraði: „Ég held það. Þær
stungu einhverju í samband við
mig. Þetta var einskonar niðurhal
þar sem þær hlóðu niður einhverju
úr heilanum á mér í tilraunaskyni,“
sagði söngvarinn sem talar illa um
fyrrverandi vini sína í Van Halen í
bókinni. „Hann er alls ekki góður
gæi,“ segir Hagar um Dave Lee Roth,
gítarleikara sveitarinnar.