Monitor - 24.03.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 24.03.2011, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 24. MARS 2011 Monitor Gísla Örn Garðarsson þarf varla að kynna en hann er sannkallaður gulldrengur íslensks leikhúss og hefur átt gífurlega farsælan feril í leiklistarheiminum bæði hér heima og um allan heim. Með leikhópnum Vesturporti hefur hann leikið og leikstýrt geysivinsælum uppfærsl- um og á síðasta ári var frumsýnd Hollywood-kvik- myndin Prince Of Persia þar sem Gísli fór með stórt hlutverk. Hinn hávaxni og dökkhærði sjarmör hefur samt ekki alltaf verið svona töff þó ótrúlegt megi virð- ast. „Það var ekkert kúl við að vera í fimleikum,“ segir Gísli sem æfði fimleika frá tíu ára aldri eftir að hann flutti heim frá Noregi þar sem hann bjó fyrstu árin. Hvernig var að alast upp í Noregi? Það var algjörlega frábært. Noregur er algjör fjöl- skylduparadís. Þar færðu allar árstíðirnar 100%. Börn eru á skíðum allan veturinn, syndandi í vötnunum á sumrin og tínandi túlípana á vorin. Fjölskyldur verða líka svo sterkar af því að búa í útlöndum. Þá skapast svo náin tengsl. Fjölskyldan er mikið saman í öllu en hérna heima er miklu meira um að vera og í rauninni meiri tætingur. Hvað varst þú gamall þegar þú byrjaðir að æfa fimleika? Ég var tíu ára sem þykir mjög gamalt á fimleikaskal- anum. Kjöraldur er svona fimm eða sex ára. Það var fyrir tilstillan mömmu að ég byrjaði í Ármanni. Hún sá einhverju auglýsingu í Mogganum og spurði hvort ég vildi ekki byrja að æfa fimleika. Ég sló til. Kom aldrei til greina að æfa frekar fótbolta eins og allir hinir strákarnir? Jú, ég var sendur í fótbolta á sínum tíma en var held ég frekar lélegur. Eina ástæðan fyrir því að ég komst í lið var að pabbi minn var að kenna þjálfaranum. Varst þú góður í fimleikum? Ég var alveg ágætur en ekkert góður á heimsmæli- kvarða. Ég kann þó eitt og annað og get hluti sem flestir geta ekki. Fimleikar eru frábær íþrótt og ég hef oft sagt að allir ættu að senda börnin sín í fimleika í að minnsta kosti tvö ár. Þó svo að börnin fari seinna í einhverja aðra íþrótt. Í fimleikum fá þau góðan aga, jafnvægi og samhæfingu sem nýtist þeim í öllum öðrum íþróttum. Hvernig var kvenhyllin á unglingsárunum hjá fimleikastrák? Það var ekkert kúl við að vera í fimleikum. Ekki neitt. Það er eiginlega magnað að ég hafi haldið þetta út því stelpurnar litu ekkert við manni. Á þessum tíma voru búningarnir líka eftir ströngum reglum. Hvítir hlýrabolir og hvítar teygjubuxur létu ungling sem var allur í röngum hlutföllum alls ekki lúkka. Getur þú enn farið í heljarstökk og tekið skrúfur? Já, ég get tekið allan pakkann. Þetta er svona eins og að læra að hjóla. Líkaminn kann þetta alltaf en svo kemur að því að líkamsgetan verði ekki næg þegar maður hættir að þjálfa sig með aldrinum. Ég hef notað leiklistina til að halda mér við. Er heljarstökk þitt helsta partítrikk? Ég myndi ekki segja það en ég hef séð marga reyna slíkt eftir nokkra og það hefur alltaf slæmar afleiðingar. Í mörgum tilfellum enda þeir á spítala í marga daga á eftir. Við vorum til dæmis einu sinni í æfingabúðum í Svíþjóð og þá var einn sem var búinn að fá sér hressi- lega neðan í því og ákvað að taka heljarstökk úti á götu. Hann fór eitt og hálft heljarstökk og lenti á hausnum á malbiki. Hann var heppinn að lifa það af. Hættir þú að keppa í fimleikum vegna þess að Rúnar Alexandersson fékk íslenskan ríkisborgararétt og þú sást fram á að verða aldrei betri en hann á hestinum? Það mætti segja það enda var hann svakalegur en ég hætti eiginlega þegar ég byrjaði í leiklist. Ég keppti síðasta mótið mitt árið 1995 og þá var ég byrjaður að fást við nemendaleikhús í háskólanum í Osló. Þar var svo mikið stuð og djamm að maður hafði ekki tíma fyrir allan þennan aga lengur. Þú getur ekki djammað til klukkan sjö og mætt svo á fimm tíma fimleikaæf- ingu tveimur tímum síðar. Kviknaði áhuginn á leiklistinni í Osló? Já, fyrir algjöra tilviljun einhvern veginn. Ég var að læra Vestur-Evrópufræði í háskólanum en kláraði það ekkert. Ég er sem sagt ekki Vestur-Evrópufræðingur í dag. Ég bjó í hálfgerðri kommúnu á þessum tíma í Noregi og einn af strákunum þar sem var að læra lögfræði skráði mig á námskeið í leiklistardeildinni. Ég fór á námskeiðið og það var mjög skemmtilegt því ég hafði tekið lítinn þátt í félagslífi áður vegna fimleikanna. Þarna fékk ég svo mikið út úr því að vera í félagslífinu í háskóla og áður en ég vissi af var ég farinn að pródúsera leiksýningar. Fórst þú beint í Leiklistarskólann þegar þú fluttist heim? Mig minnir að það hafi verið árið eftir að ég kom heim. Þegar ég kom til landsins ætlaði ég mér að stofna ókeypis götutímarit að norskri fyrirmynd, ekki ósvipað Monitor. Ég hafði sótt um í leiklistarskóla í Noregi og komst ekkert áfram í prufunum þar. Ég er greinilega lélegur á norsku og þá slökknaði neistinn örlítið og mér fannst eins og ég ætti ekki að verða leikari. Svo þegar ég kom heim var undirbúningur fyrir prufurnar hér heima að fara af stað og mikil spenna í loftinu. Ég ákvað að prófa að sækja um og komst inn. Hver myndir þú segja að væri lykillinn að velgengni þinni í leiklistarheiminum hér heima og úti? Hluti af þessu er auðvitað tímasetningin hjá Vest- urporti. Það var greinilega pláss fyrir þetta þegar við byrjuðum á því. Þrotlaus vinna og ofboðsleg samstaða hefur skilað okkur því sem við höfum í dag. Hvenær kynntist þú Nick Cave? Ég kynntist honum þegar við unnum fyrst saman árið 2005. Þá var Vesturport búið að vera til í þrjú eða fjögur ár. Ég sá hann á tónleikum hérna heima og þá var búið að biðja mig um að setja upp Woyzeck í leikhúsi sem heitir Barbican og er í London. Á tónleikunum hugsaði ég með mér að þetta væri orkan sem ég vildi hafa í Woyzeck. Við ræddum þetta mikið og á endanum vildi ég einfaldlega fá Nick Cave til að semja tónlistina fyrir sýninguna. Hvernig komst þú í samband við hann? Ég fékk tölvupóstfang aðstoðarmanneskju hans í gegnum Einar Örn Sykurmola og sendi henni tölvupóst til að spyrjast fyrir um hvort Nick Cave væri til í að vera með. Nokkrum vikum seinna hringdi Nick Cave sjálfur í mig og sagðist vilja starfa með okkur. Þetta hitti greinilega vel á enda var Rómeó og Júlía nýbúin að slá í gegn í London og Nick Cave nýhættur í heróíninu. Er hann frægasti einstaklingurinn í símaskránni þinni? Nei, ég meina Gerry Butler og einhverjir svona gæjar eru ábyggilega frægari en Nick Cave. Hann er þó líklega sá virtasti enda er gæinn snillingur þó hann sé kannski svolítið underground. Nú er liðið tæpt ár frá Prince Of Persia ævintýrinu. Hafa einhver tilboð komið inn á borð til þín frá Hollywood síðan? Ef það hefði komið eitthvað tilboð væri ég líklega búinn að sinna því. Það er alltaf eitthvað að fæðast út af Prince Of Persia en það er ætlast til að þú flytjir til Los Angeles og sækir í að fá hlutverk. Ég er oft kallaður í prufur og fer í þær en er ekkert að markaðssetja mig fyrir þennan geira. Stefnir þú á að ná frekari frama þar? Ég er ekki að gera neitt rosalega mikið í að rækta ferilinn í Hollywood. Umboðsmenn skilja ekkert í mér og vilja að ég flytji til Los Angeles og gefi þessu að minnsta kosti eitt ár. Málið er bara að ég er Íslendingur og tala ensku með hreim. Ég hef ekki eirð í mér til þess að læra að tala eins og Ameríkani. Staðan í dag er svo góð og ég hef engan áhuga á að byrja upp á nýtt í Hollywood. Mér fannst samt meiriháttar að leika í Prince Of Persia og myndi glaður gera slíkt oft en ég hef ekki áhuga á tímanum milli verkefna þar sem ég þyrfti að hórast við að reyna að selja sjálfan mig. Er erfitt að leika í Pressu vitandi að þú færð ekki þitt eigið hjólhýsi á milli atriða? Nei, það er voðalega gaman að kynnast fólkinu á gólfinu aftur. Hvað er framundan hjá þér? Ég er hérna heima að gera það sem mér finnst skemmtilegast í heiminum, vinna að nýju verki í leikhúsinu með íslenskum samleikurum mínum og vinum. Við í Vesturporti erum að leika, skrifa og leikstýra verki saman sem ber nafnið Húsmóðirin. Þetta er grínleikrit, Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is Myndir: Sigurgeir Sigurðsson sigurgeir@mbl.is HRAÐASPURNINGAR Skemmtilegasta hlutverkið? Hlutverkið sem ég lék á æfingu Húsmóðurinnar í gær, Arna. Uppáhaldsleikari? Ég dáist að of mörgum til að velja einhvern einn. Uppáhaldsleikkona? Uppáhaldsleik- konurnar mínar akkúrat núna eru Björn Hlynur sem Jody og Víkingur Kristjánsson sem Gubba í Húsmóð- urinni. Uppáhaldskvikmynd? Back To The Future. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Pressa 2. Uppáhaldsmatur? Norsku Grandiosa pítsurnar. Uppáhaldsnammi? Ég er ekki með neitt fetish fyrir nammi. Uppáhaldshljómsveit? Bítlarnir. Hvítir hlýrabolir og hvítar teygjubuxur létu ungling sem var allur í röng- um hlutföllum alls ekki lúkka. Þyrfti að hórast og selja mig „Staðan í dag er svo góð og ég hef engan áhuga á að byrja upp á nýtt í Hollywood,“ segir Gísli Örn sem er svalari en alkul.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.