Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 Hvernig myndir þú lýsa tónlistinni ykkar í fimm orðum? Maníu-depressíft-elektró-indí-rokk. Myndir þú segja að sveittir tónleikar væru einkennismerki Who Knew? Það gerist oft en ég myndi nú kannski ekki kalla það einkennismerki okkar. Einkennismerkið okkar er kannski frekar að við skemmtum okkur vel við að spila tónlist og það virðist vera smitandi. Kæmi til greina að taka þátt í auglýsingaherferð fyrir svitalyktar- eyði? Það gæti vel verið ef við fáum nóg borgað fyrir það. Ég þyrfti samt að ræða það við alla hljómsveitina því við ákveðum allt saman. Afkvæmi hvaða tveggja hljóm- sveita væri Who Knew? Ætli það séu ekki Arcade Fire og Go! Team. Hver er uppáhaldsvinahljómsveitin ykkar? Við eigum enga uppáhalds en við erum góðir vinir Retro Stefson, Mammút, Agent Fresco og margra fleiri hljómsveita. Það er ekki hægt að segja að einhver ein sé betri vinahljósmveit en önnur. Er ný plata á leiðinni? Núna erum við að semja á fullu þangað til við förum út að túra í sumar og svo tökum við okkur jafnvel smá frí áður en við förum í hljóðver um jólin. Það er svo aldrei að vita hvenær platan kemur út því við erum svo miklir fullkomnunarsinnar og viljum frekar gefa út lítið og gott efni en mikið og óvandað. Í hvaða löndum var fyrsta platan ykkar gefin út? Devil Duck Records gáfu okkur út í Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg og Íslandi og í maí verður hún gefin út í Japan og Taívan svo við förum ábyggilega til Tókýó að spila bráðlega. Núna er Evrópa í brennidepli hjá okkur og svo verður það annað hvort Asía eða Bandaríkin sem verða næst. Hefur ykkur lengi dreymt um að spila á Hróarskeldu? Að sjálfsögðu. Hvaða tónlistarmann hefur ekki dreymt um það? Spilið þið á fleiri tónleikahátíðum erlendis í sumar? Við munum spila mikið í sumar og á mörgum tónlistarhátíðum eins og til dæmis Immergut festival í Þýskalandi og Vieilles Charrues í Frakklandi sem er jafnvel stærra en Hróarskelda. Þar verða miklar kempur að spila eins og til dæmis Lou Reed, Snoop Dogg og Cypress Hill en ég veit nú ekki hvort við séum að spila með þeim. Eruð þið byrjaðir að græða eitthvað á tónlist- inni? Nei, nei, við erum allir gjörsamlega á kúp- unni út af tónlistinni. Þetta er dýrasta hobbí sem maður getur átt. Hérna heima þarf maður að vera helvíti lengi í bransanum til að fá borgað fyrir að spila eigin tónlist. Peningurinn er aðallega í að spila tónlist eftir aðra. Heitir hljómsveitin í höfuðið á vinsælu lagi söngkonunnar Pink, Who Knew? Að sjálfsögðu, en ekki hvað? Hún er uppáhalds. Við höldum mikið upp á Pink. Hver er frægasti einstaklingurinn í símaskránni þinni? Það er erfitt að segja. Ég er með svo fínt fólk í símaskránni minni. Hvaða drykk líkist Who Knew mest? Ætli það sé ekki Red Bull þar sem bassaleikaranum finnst gott að drekka það. Það er líka eitt af því sem er á listanum okkar fyrir gigg erlendis ásamt grísku salati og öðru gúmmelaði. Hvor myndi vinna í slag, Batman eða Súper- man? Batman er náttúrulega mennskur sem myndi gefa Súperman helvíti gott forskot. Hins vegar er Batman ógeðslega gáfaður svo hann gæti mögulega fundið kryptonít og buffað hann. Það væri hægt að velta þessu fyrir sér endalaust. Hljómsveitin Who Knew er að undirbúa heljarinnar tón- leikaferðalag um Evrópu og ætlar að taka yfir Asíu eða Bandaríkin næst. Monitor ræddi við Ármann, söngvara sveitarinnar, um sveitta tónleika og fullkomnunaráráttu. Halda mikið upp á Pink WHO KNEW Stofnuð: 2006. Meðlimir: Ármann (söng- ur), Baldur (gítar/söngur), Snorri (gítar), Jökull Huxley (bassi), Jón Valur (trommur), Hilmir (syntar) og Friðjón (hljóðmaður). Plötur: Bits And Pieces Of A Major Spectacle (2010). Þrjú góð lög: Sharpen The Knife, We Do og Swords and Shields. HLJÓMSVEITARMEÐLIMUM LÍÐUR VEL BAK VIÐ TROMMUSETTIÐ M yn d/ Ó m ar Who Knew Hellvar Hydrophobic Starfish Monitor og tuborg Kynna: atHsíðast komust færriað en vildu Svínarí á FaKtorý FöStudagSKvöldið 6. Maí #2 SJÁÐU WHO KNEW SPILA Á SVÍNARÍI Á FAKTORÝ FÖSTUDAGINN 6. MAÍ ÁSAMT HLJÓMSVEITUNUM HELLVAR OG HYDROPHOBIC STARFISH. HÚSIÐ OPNAÐ KLUKKAN 22. FRÍTT INN. Segir feitt fólk óhamingjusamt Patrick Stump sem er þekktastur fyrir að vera aðalmaðurinn í hljómsveitinni Fall Out Boy tjáði sig um breyttan lífsstíl sinn í viðtali við tímaritið AP í vikunni. Hann gaf út sólóplötuna Soul Punk fyrr á árinu en Stump spilar sjálfur á öll hljóðfæri á plötunni ásamt því að hafa samið þau öll sjálfur. Fyrir útgáfu plötunnar ákvað hinn fyrrum þybbni söngvari að grenna sig mikið til að fylgja eftir sólóferlinum. „Ég var orðinn leiður á að gefast alltaf upp,“ útskýrði Stump í viðtalinu og bætti við að hann hafi ekki verið sáttur við ímynd sína. „Ég vildi ekki lengur vera feiti vinurinn í hópn- um,“ sagði Stump sem umturnaði algjörlega lífsstíl sínum og mataræði til að grenna sig. „Feitt fólk er ekki hamingjusamt,“ sagði Stump í viðtalinu. „Þegar maður tekst á við vandamálin grennist maður um leið.“ Tónlistarfólk tjáir sig um Osama og Obama Fréttir um andlát Osama bin Laden bárust á Twitter á sunnudagskvöldið áður en Barack Obama Bandaríkja- forseti gaf svo út yfirlýsingu um málið stuttu seinna. Bandarískir tónlistarmenn kepptust um að leggja orð í belg eftir sjónvarps- útsendingu Obama og hér má sjá nokkur tíst frægra tónlistarmanna á sunnudagskvöldið. @KatyPerry: Ég trúi á réttlæti... en finnst ykkur ekki að auga fyrir auga muni blinda allan heiminn? #revolution- comesthroughlove #worldpeace @Rihanna: Rumpupup- um Rumpupupum Rum- pupupuuum #ManDown @youngfoll- owill (Jared Followill úr hljómsveitinni Kings Of Leon): Gaurinn sem skaut Osama er svo mikið að fara að fá á broddinn. @BenjaminMadden (úr hljómsveitinni Good Charlotte): Hversu mikið haldið þið að Obama hafi langað til að segja BOOYAH í enda ræðunnar í kvöld? Líklega mjög mikið! @SnoopDogg: Virðing til þeirra sem létust í 9/11. Leyfið hermönnunum að koma heim og lækkið bensínverð, lifum hamingjusöm til æviloka! @TheRealJordin (Jordin Sparks): Ground Zero... Ég finn orkuna í gegnum sjónvarpsskjáinn minn. Hún er rafmögnuð. #wow #historic #proudtobeanAmer- ican

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.