Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 16

Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 16
16 Monitor FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@monitor.is stíllinn Í dag er fallegt að vera með þykkar og höfðinglegar augabrúnir eins og fyrirmyndin Audrey Hepburn var forðum dag. Það er staðreynd að þykkar og fallegar augabrúnir gera mann unglegri og ferskari. Það þykir mun flottara í dag að vera með þykkari en þynnri augabrúnir enda er aldrei fallegt að vera með örþunnar og tjásulegar augabrúnir. Farðu því að safna en snyrtu aðeins umgjörðina. Varastu að missa þig með plokkar- ann í hendi. Loðið er lekkert Andrea Röfn Jónasdóttir er ein af eftir- sóttari fyrirsætum landsins um þessar mundir. Andrea tók þátt í Elite-keppninni í fyrra og lenti í öðru sæti og hafa verk- efnin hrannast upp hjá henni síðan enda gullfalleg stúlka hér á ferð. Stíllinn hitti Andreu og spurði hana hvað væri á óska- listanum hennar fyrir sumarið. Sól, golfföt og hvítar skyrtur Ó S K A L IS T IN N M IN N Mynd/Golli Fylltir tréhælar Mig langar í nýja fína skó fyrir sumarið. Mér finnst þessir sérstaklega flottir, tréhællinn og brúna leðrið passa vel saman. Landakorts- límmiðar Ég hef virkilega gaman af því að ferðast og geri eins mikið af því og mér býðst. Ég sá fyrir nokkru síðan í Epal, landakortslímmiða og ég sé þá vel fyrir mér uppi á vegg í herberginu mínu. NARS „the multiple“ kinnalitur Ég get ekki sagt að ég máli mig mik- ið en mér finnst alltaf gaman að spá í og skoða snyrtivörur. Ég sá þennan kinnalit fyrir nokkrum mánuðum en hef alltaf gleymt að kaupa hann þegar ég fer út. Það væri því tilvalið að fá sér einn fyrir sumarið í ferskum og björtum lit. Svo fékk hann líka Elle-snyrtivöruverðlaun á síðasta ári, ekki slæmt. Ray Ban- „cats“ Það er kannski frekar týpískt að nefna Ray Ban-sólgleraugu en ég er alveg ástfangin af þessari týpu og hef lengi ætlað að kaupa mér svona. Mér finnst liturinn líka skemmtilegur.Sólin Hún hlýtur að fara að láta sjá sig, eftir allt þetta vetrar-djók! Hvít skyrta Hvítar skyrtur og bolir er eitthvað sem ég fæ ekki nóg af. Þessi Cheap Monday- skyrtublússa er mjög hentug fyrir sumarið ef mann langar að vera frekar „casual“ en samt smart og svo passar hún líka við allt, hæla, flatbotna, gallabuxur eða leggings. Golfföt Nú þegar veðrið fer að verða gott þá draga mamma og pabbi mig með sér í golf en ég fékk golfsett í jólagjöf. Í sumar ætla ég að reyna að vera dugleg við að æfa mig og þá skemmir ekki fyrir að spila sig svolítið inn í hlutverkið í flottum golfgalla. Converse All Star Ég hef átt þónokkur pör af Converse-skóm og er meira fyrir þessa þykkbotna klassísku frekar en nýu gerð- ina. Mínir allra uppáhalds Converse-skór voru með silfurpallíettum og ég notaði þá svo mikið að ég labbaði næstum í gegnum þá. Ég væri klárlega til í annað par af þannig skóm. Jay-Z tónleikar Ég á mér stóran draum sem er að fara á tónleika með snillingnum Jay-Z. Ég held ég þurfi ekki að segja neitt meir! Ferð til London Ég hef ferðast mikið frá því ég var lítil og þá aðallega um Evrópu og Ameríku. En þrátt fyrir öll ferðalögin þá á ég enn eftir að heimsækja eina vinsælustu borg í Evrópu, London. Miðað við það sem ég hef heyrt af London held ég að hún sé stórskemmtileg borg og ég er eiginlega strax búin að ákveða að hún verði með mínum uppáhalds borgum! Marc Jacobs/Sonia Rykiel-veski Ég er búin að láta mig dreyma um svona veski í svolítinn tíma og ætla klárlega að kaupa mér þegar ég finn það rétta. Ég sá þetta á netinu um daginn og finnst liturinn mjög skemmtilegur og hefði alls ekkert á móti einu svona fyrir sumarið!

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.