Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 9

Monitor - 05.05.2011, Blaðsíða 9
9FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2010 Monitor „Ég held ég sé ekki einn um að hafa stimplað kennarastarfið fyrirfram vegna lágra launa og áður fyrr hugsaði ég alltaf að þetta væri kvennastarf,“ segir Þorleifur sem fékk þó áhuga á uppeldisfræðum og að vinna með börnum fljótlega eftir að hann útskrifaðist úr Mennaskólanum við Hamra- hlíð. „Ég vann á leikskóla í tvö ár eftir að ég útskrifaðist og hafði unnið með börnum á leikjanámskeiðum,“ segir hann og bætir við að þessi störf hafi verið virkilega gefandi fyrir hann. Fann sig ekki í öðrum greinum „Ég skráði mig því í sálfræði í háskólanum og langaði að leggja áherslu á uppeldis- og þroskasálfræði en hætti eftir eitt ár,“ segir Þorleifur sem hóf þá nám í stjórnmálafræði sem hann fann sig ekki í heldur. „Loks komst ég að því að ég ætti heima í kennaranum,“ segir Þorleifur sem kann mjög vel við sig í náminu. „Eins og áður sagði er ég búinn að prófa ýmislegt í háskólanum og þessi deild er mun persónulegri og heimilislegri en ég hef kynnst áður,“ segir hann og bætir við að kennararnir séu til dæmis mjög vinalegir og stemningin á göngunum í kennaradeildinni sé alveg frábær. Kemur ferskur inn í umræður Þorleifur segist ekki hafa fundið fyrir miklum fordómum frá fólki vegna ákvörðunar sinnar um að fara í kennaranám þar sem yfir 80% nemenda eru konur. „Sumt fólk talar samt eins og ég sé eitthvað rosalega duglegur að gera þetta fyrir alla hina,“ segir Þorleifur sem kann vel við sig í minnihlut- anum. „Við erum nokkrir strákar sem höfum haldið hópinn vel í gegnum námið,“ segir hann og bætir við að honum finnist oft gaman að vera einn af fáum strákum í deildinni. „Maður er svolítið ferskur og kemur með annan reynsluheim inn í umræður og svoleiðis,“ segir Þorleifur sem upplifir sig ekki í miklum minnihluta enda segir hann kvenkyns samnemendur sína taka vel á móti strákum í deildina. „Þær eru ágætar stelpurnar.“ Þurfti að komast yfir eigin fordóma ÞORLEIFUR KEMUR FERSKUR INN Í KENNARANÁMIÐ „Ég hafði sjálfur fordóma gagnvart kennarastarfinu og þessu námi áður en ég byrjaði,“ segir Þorleifur Örn Gunnarsson, nemi við kennaradeild Háskóla Íslands. Mynd/Golli Rokkarinn Steven Tyler er þekktastur fyrir að vera söngvarinn í Aerosmith og í einhverra augum er hann kannski bara pabbi leikkonunnar Liv Tyler. Hann er löngu orðinn rokkgoðsögn og hefur verið þekktur fyrir óheflaða lifnaðarhætti sína í gegnum tíðina. Núna hefur hann enn og aftur unnið hug og hjarta Bandaríkjamanna sem dómari í hinum vinsælu American Idol-sjónvarpsþáttum en þar þykir hann sýna á sér nýja og mýkri hlið. Tyler gaf nýverið út endurminn- ingar sínar og halda flestir ekki vatni yfir bókinni sem ber nafnið Does The Noise In My Head Bother You? enda ófáar skrautlegar rokksögurnar þar á ferð. Rokksögur og dýrahald Bókin segir frá ævi Tylers alveg frá því að hann man eftir sér til dagsins í dag og samkvæmt fréttavef Billboard reynir hann ekkert af skafa af hlutunum eða fegra þá í henni. „Ég hef oft og mörgum sinnum verið spurður hvernig ég varð eins og ég er og í þessari bók er öllu svarað,“ sagði Tyler í viðtali við Billboard. „Af hverju ætti ég ekki að deila tilfinningum mínum með heiminum og segja frá því hvernig ég hugsa um köttinn minn?“ Aðspurður sagðist hann vona að Johnny Depp yrði fenginn í aðalhlutverkið ef gerð yrði kvikmynd upp úr bókinni sem er nú þegar byrjuð að klífa metsölulistana. Vill fá Johnny Depp til að leika sig

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.