Monitor - 09.06.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 09.06.2011, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011 ARON EINAR Fæðingardagur: 22. apríl 1989. Félag: Coventry City. Uppruni: Akureyri, Þór. Skóstærð og –tegund: 44, Puma. Skilaboð til íslensku þjóðarinnar: „Styðjið við bakið á okkur og skemmtið ykkur.“ Hvernig er tilfinningin fyrir mótinu eftir langt tímabil í Championship á Englandi? Ég er í góðu formi eftir tímabilið úti og er sprækur, klár í þetta EM. Ég kláraði úti í byrjun maí og hef haldið mér í góðu formi á Akureyri. Í leiknum um daginn á móti Dönum fann ég að ég var í góðu standi miðað við marga sem ég var að spila á móti svo ég er bara spenntur. Ertu farinn að tala með breskum hreim? Já, ég er svolítið mikið í því. Þetta kemur eiginlega bara óvart af því að tala við alla strákana í liðinu. Mér finnst breskur hreimur ekkert eitthvað töff. Ég held að ég sé reyndar með margar týpur af hreimum af því að í liðinu eru strákar frá mismunandi hlutum Englands og ég svona pikka þetta upp ósjálfrátt frá mönnum. Hver er helsti munurinn á að búa í Akureyrarbæ og borginni Coventry? Coventry er náttúrlega 300.000 manna borg, bara eins og allt Ísland. Það er öðruvísi menning þarna úti og maður þarf að keyra allt sem maður myndi labba á Akureyri. Akureyri er bara besti bær sem hægt er að búa í, rólegheit og ekkert stress í gangi. Þetta rúllar bara á Akureyri. Maður er reyndar ekki nógu duglegur að koma heim en maður reynir að hitta fjölskylduna þegar tími gefst. Hver er hjúskaparstaða þín? Ég á kærustu úti en ég bý nú bara einn. Hvernig bíl keyrirðu úti? Ég er að fara að fá mér Audi R8. Hvað tekurðu í bekk? Ég tók sex sinnum níutíu fyrir tveimur dögum. Ef ég ætlaði að maxa myndi það örugglega tifa í hundrað. Hvað er það besta við það að vera atvinnumaður í fótbolta? Það besta er náttúrlega að þú ert að fá borgað fyrir að gera það sem þig hefur alltaf langað að gera. Hvað er það sísta við það að vera atvinnumaður? Maður getur stundum ekki verið maður sjálfur. Tifar í hundrað í bekk M yn d/ G ol li Töffarinn að norðan, Aron Einar Gunnarsson, afhjúpar tattúin og leyndardóminn um hvað hann tekur í bekk. „Á hægri er ég með biðj- andi greipar og stjörnur í kring sem tákna systkinabörn- in mín.“ „Innan á báðum framhandleggjum er ég með upphafsstafi og fæðingarár fjöl- skyldunnar. Þetta voru fyrstu tattúin sem ég fékk mér. Mamma harðbannaði mér að fá mér tattú en þegar ég sagði henni að það tengdist fjölskyldunni var hún alveg klár í það. Síðan hefur þetta hálfpartinn verið fíkn.“ „Á vinstri er ég með tvo engla fyrir ofan Maríu mey, Jesús og Ísland og einhvern smá texta.“ TRYLLT TATTÚ

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.