Monitor - 09.06.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 09.06.2011, Blaðsíða 12
Sálin var að spila og þegar þeir tóku „Þú fullkomn- ar mig“ leit ég í augun á henni og ég sá bara líf mitt framundan. B J A R N I Þ Ó R V IÐ A R S S O N BANDIÐ Byrjum á því leiðinlega. Þú sastmikið á bekknum í vetur hjá þínufélagsliði, hver eru þín næstu skref í boltanum? Það er að koma sér í burtu frá KV Mechelen en hvert það verður er enn óráðið. Það eru einhverjir möguleikar í spilunum og EM er ákveðinn gluggi. Ef einhver lið eru að velta mér fyrir sér en efast um hæfileika mína því ég vermdi bekkinn mikið í vetur þá er EM góður vettvangur til að sanna sig. En þér líður vel í Belgíu? Já, mjög vel. Ég bý í hálftíma frá Arnari Þór, elsta bróður mínum, svo ég fer auðveldlega í heim- sókn til hans. En þó mér líði vel þá lítur allt út fyrir að ég rói á önnur mið. Þú varst kominn mjög nálægt aðalliðinu hjá Everton þegar þú varst þar. Hvað var það sem olli því að þú náðir ekki að taka skrefið til fulls? Ég myndi segja að það hafi verið óþolinmæði aðallega og ég vil meina að ég hefði þurft að vera eilítið sterkari líkamlega. Sumir vina minna sem voru með mér í akademíunni hjá Everton fengu síðar sénsinn á meðan ég fór til Hollands árið 2008, 19 ára. Svona eftir á að hyggja hefði verið viturlegt að vera áfram hjá Everton en þetta er eitthvað sem ég læri mikið af. Þú sést kyssa ljóshærða þokkadís í nýrri Coca Cola-auglýsingu. Ert þú lofaður henni eða var þetta sænsk ofurfyrirsæta á launum? Þetta var Anna Kournikova, tennisdrottning. Nei, nei, þetta var hún Dóra Sif, kærastan mín. Við höfum verið saman í fjögur ár og hún býr úti hjá mér. Yndisleg stúlka. Nú fórst þú út ungur að árum. Var það svolítið happa og glappa hvort ástin yrði íslensk? Nei, nei, maður er svo sem alltaf búinn að vaða í kellingum svo það var nú kannski ekki vandamál. Ég þurfti svo bara að velja hvort ég vildi íslenska eða enska og auðvitað valdi ég íslenska. En hvernig kynntust þið? Það var þannig að Friðrik Dór, frændi minn og stórsöngvari, dró mig með sér á eitthvað ball um áramótin 2006 og þar sá ég hana. Sálin var að spila og þegar þeir tóku „Þú fullkomnar mig“ leit ég í augun á henni og ég sá bara líf mitt framundan. Belgar eru þekktir fyrir að fá til sín unga afríska leikmenn til að bæta þá og selja svo til stórliða. Sumir þeirra komast ekki að hjá liðunum. Hvað verður um þá? Þeir fara bara aftur til Afríku. Ég kvaddi einmitt einn um daginn, hann heitir Iddi Junior. Hann fékk ekki áframhaldandi samning og þurfti að fara til baka í knattspyrnuskólann í Afríku. Ég náttúrlega tók bara „high five“ á hann og við ætlum að vera í bréfasambandi. Talar þú flæmsku reiprennandi? Ég myndi nú ekki segja reiprennandi en ég er orðinn frekar sjóaður. Ég kunni nokkur orð áður en ég kom þar sem ég hafði oft heimsótt Arnar bróður. Svo er það þannig í Hollandi og Belgíu að maður þarf að fara tvisvar í viku í tungumálakennslu því þeir leggja mikið upp úr því að maður nái góðum tökum á tungumálinu. Hvað hefur fyrirliðastaðan í för með sér? Innan vallar þarf ég að halda mönnum á tánum fyrir leiki og stappa stálinu í menn. Á vellinum þarf ég oft að vera í meiri samskiptum við dómarann. En í þessu landsliði er samstaðan sterk og það eru allir mjög fljótir að mæta á svæðið þegar bakka á upp félagann. Utan vallar er ég í samskiptum við KSÍ og þjálfarann. Ef leikmenn hafa ákveðnar óskir eða athugasemdir þá kem ég því áleiðis. Pabbi þinn var fyrirliði FH og lands- liðsins og bræður þínir tveir hafa borið fyrirliðabandið hjá sínum félagsliðum. Hvaðan kemur þessi fyrirliðamenning? Ég veit ekki. Það eru kannski margir sem hugsa meira um sjálfan sig á meðan að mér finnst gaman að binda saman ákveðna heild, landsliðið. Það fylgir því sérstaklega mikið stolt að bera bandið í landsleik og um helgina á sú tilfinning eftir að verða enn magnaðari þegar við spilum fyrsta leikinn á EM. M yn d/ Er ni r Bjarni Þór Viðarss on sér um að halda liðs- félögum sínum á tánum BJARNI ÞÓR Fæðingardagur: 5. mars 1988. Félag: KV Mechelen. Uppruni: Hafnar- fjörður, FH. Skóstærð og –tegund: 44, Adidas Predator. Skilaboð til íslensku þjóðar- innar: „Með góðum huga hafið sjálft má brúa.“ STOLTUR AÐ BERA 12 FIMMTUDAGUR 9. JÚNÍ 2011

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.