Monitor - 21.07.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 21.07.2011, Blaðsíða 6
HÁPUNKTARNIR Ekki missa af Brekkusöngnum, Brenn- unni á Fjósakletti og Flugeldasýning- unni. Þú sæir eftir því að missa af bleiku stemningunni! 6 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 verður að gera HÚKKARABALLIÐ Kíktu á húkkarann á fimmtudags- kvöldinu ef þú ert á lausu og sjáðu hvort það bíti ekki á. MÆTTU TÍMANLEGA Í DALINN Ekki missa af öllum þeim frábæru listamönnum sem troða munu upp af því að þú gleymdir þér í tjaldinu. Fyrsta kvöldið þarf líka að næla sér í armbandið í skiptum fyrir miðann en það gæti tekið tíma ef röðin er löng. HVÍTU TJÖLDIN Kíktu í hvítu tjöldin til heimafólksins og upplifðu hina einu sönnu Þjóðhátíðarstemningu. Ef þú ert heppinn hittir þú á frábært gítarpartý, en þá er líka skilyrði að syngja með. SLEPPTU ÞÉR Taktu undir í Brekkusöngnum og syngdu svo með af öllum sálarkröft- um þegar dansinn dunar á kvöldin. SMAKKAÐU LUNDA Allir verða að smakka lunda, hvort sem það er í veitingatjaldinu eða í hvítu tjöldunum. Ljúffengur er hann og svo meyr! KOSSINN Vertu opin/n fyrir rómantíkinni sem ríkir og stefndu á heitan koss, hvort sem það er við ástina þína eða ókunnugan elskhuga. Ekkert slær við kossi á meðan blysin loga á lokakvöldi þjóðhátíðar! GAKKTU Á HEIMAKLETT Þó aðeins í allsgáðu ástandi. Fjallið er það hæsta í Eyjum eða 283 metrar á hæð. Hresstu þig við yfir daginn með því að koma blóðinu á hreyfingu og anda djúpt að þér fersku súrefninu. VINGASTU VIÐ ÓKUNNUGA Það finnst ekki betri staður til að bæta við í vinasafnið því í Herjólfs- dalnum eru allir vinir. Ekki láta augnablikið framhjá þér fara og nýttu þessa dýrmætu daga vel. Það gæti verið að tækifærin gefist hvergi annars staðar í veröldinni. Það sem þú Skannaðu hérna til að sækja B arcode Scanner Vertu með vasaljós á Þjóðhátíð í Eyjum

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.