Monitor - 21.07.2011, Blaðsíða 22

Monitor - 21.07.2011, Blaðsíða 22
22 Monitor FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 Gamla bíó og sá Mjallhvíti og dvergana sjö. Ég drekkti mér í þessum ævintýrum og teiknimyndum sem krakki en svo þegar ég var tólf ára, þá sá ég bæði Exorcist og Carrie sömu helgina og eftir það var ekki aftur snúið. Ég var kominn með hryllingsmyndabakteríuna og sá vírus er í dúndrandi stuði enn þann daginn í dag. Áttu þér uppáhaldsbíómynd? Ég myndi segja Vertigo eftir Alfred Hitchcock, hún er mögulega fullkomnasta mynd í heimi, og It‘s a Wond- erful Life eftir Frank Capra. Það vill svo til að James Stewart leikur í þeim báðum. Þetta eru myndir sem ég fæ ekki nóg af. Fyrir utan það að hvíla þig og fylgjast með Gay Pride í New York, hvað ertu þá að gera þar? Ég var svo heppinn að fá vinnuaðstöðu hérna til að leika mér aðeins í og þar náði ég að klára minn part í La Dolce Vita. Þá gat ég bara sent tölvuskjölin heim til Íslands þar sem Örlygur Smári tók við þessu og við mixuðum þetta eiginlega í gegnum internetið. Svona er þetta auðvelt í dag, þú getur tekið upp trommur í Þýskalandi, bassa í Frakklandi og sönginn í Færeyjum og mixað þetta allt saman á Íslandi. Um árið hafðir þú orð á því að þú værir búinn að nota sama farsímann, Nokia 6110, í þrettán ár. Gengur þú ennþá með þennan síma? Elsku Nokia-síminn minn dó á mjög dramatískan hátt. Hann dó á fertugsafmælinu mínu, 16. mars 2010. Ég reyndi grínlaust að hnoða í hann lífi, reyndi að splæsa í hann nýjum batteríum en ekkert gekk. Jarðarförin hefur farið fram og ég bjó um þennan gemsa í lítilli glerkistu og svo fékk ég litlar postulínsstyttur á eBay af Dverg- unum sjö, þannig að Dvergarnir sjö sitja nú í kringum þessa glerkistu og syrgja símann (hlær). Það hefur sömuleiðis oft komið fram í fjölmiðlum hvernig þú ert oftar en ekki bókaður nánast heilt ár fram í tímann. Ertu kominn með dagbók fyrir árið 2012 og byrjaður að fylla út í hana? Jájájá, blessaður vertu og 2012 er langt komið. Málið er bara að ég skipulegg mig langt fram í tímann. Ég er venjulega búinn að bóka flest þau gigg og flesta þá tónleika sem mig langar að gera að veruleika í janúar sama ár og þetta á að eiga sér stað. Maður dregur sig venjulega í hlé í janúar og ég nota hann til að klára allar bókanir. Ertu ekkert hræddur um að brenna út fyrr en eðlilegt er? Nei, þegar ég skipulegg mig svona fram í tímann verð ég líka að passa að taka mér góð hlé inn á milli. Ég brenn ekki út ef ég geri það, þá næ ég alltaf að endurhlaða orkuna. Þetta er ekkert mál, maður verður bara að vera skipulagður. Maður verður að eiga dagbók og standa við það sem stendur í henni. Ertu svona sjálfsagaður? Ég er miklu agaðri heldur en ég var. Ég var mjög stjórnlaus fyrir tíu árum síðan. Ég er orðinn miklu skipulagðari og trúðu mér, ég fíla miklu betur að vera skipulagður. Ég er miklu agaðri heldur en ég var. Ég var mjög stjórnlaus fyrir tíu árum síðan.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.