Monitor - 21.07.2011, Blaðsíða 30

Monitor - 21.07.2011, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2011 M yn d/ Eg ge rt HRAÐASPURNINGAR Herjólfur eða flug? Herjólfur. Gista í tjaldi eða húsi? Húsi. Brekkusöngur eða flugeldasýning? Bæði saman. Gætir þú hugsað þér að verða arftaki Árna í Brekkusöngnum þegar hann hættir? Nei, ég myndi ekki þora því. Þjóðhátíð í Ryjum eða Bræðslan á Borgarfirði eystri? Ég ætla vitaskuld að mæta á bæði. Hvernig er stemningin hjá hljómsveitinni fyrir Þjóðhátíð í ár? Við erum að sjálfsögðu fullir tilhlökkunar þar sem við höfum ekkert spilað þarna síðan 2007 og þetta er klárlega einn af okkar uppáhaldsstöðum að spila á. Við höfum ekki séð nýja sviðið og erum spenntir að sjá það og nýju stemninguna. Gamla sviðið var farið að venjast ágætlega þar sem þetta er í sjöunda eða áttunda sinn sem við spilum þarna. Ég er síðan með þrjú Þjóðhátíðarlög undir beltinu þannig að við erum orðnir miklir Eyjapeyjar. Nú eruð þið að spila á föstudagskvöldinu, er eitthvað annað sem þú ert spenntur fyrir á hátíðinni? Ég hlakka aðallega til að koma til Eyja bara upp á „fílinginn“. Ég er gamall í hettunni og það skiptir mig eiginlega engu hverjir aðrir eru að spila því það eru alltaf einhverjir góðir. Það heillar mig meira að kíkja í hvítu tjöldin og fá mér smá kakó og Stroh. Eru einhver sérstök atvik sem þér þykja eftirminnileg frá Þjóðhátíð? Já, ég man ótrúlega margt svona miðað við Eyjar. Það má til dæmis nefna að einhvern tímann þegar við vorum að spila kom uppblásinn sófi fljúgandi upp á svið og í annað skipti fékk ég flatbrauð upp á svið. Sviðið er nú helvíti hátt og maður á ekki mögulega að geta komist upp á það, en allt í einu reis einhver maður upp úr mannhafinu með álbakka fullan af smurðum flatkökum með hangikjöti og gaf hljómsveitinni. Þetta er kannski frekar táknrænt fyrir stemninguna sem ríkir þarna. Hver er hápunktur hátíðarinnar fyrir þér? Það er klárlega þegar ég fæ að stíga á stokk með vini mínum honum Hreimi og syngja „Lífið er yndislegt“. Það er gjörsamlega ótrúlegt að syngja það strax á eftir Brekkusöng. Við þurfum í rauninni varla að syngja, maður bara telur í lagið og fær svo gæsahúð þegar allir syngja með. Hvað annað er á döfinni hjá þér þessa dagana? Ég er núna á Borgarfirði eystri að undirbúa Bræðsluna sem er haldin núna um helgina (viku fyrir Verslunarmannahelgi). Við erum á fullu að smíða sviðið og láta eins og brjálæðingar. Síðan eftir Þjóðhátíð þá róast aðeins yfir. Seinna í sumar erum við svo að spila hér og þar um landið ásamt því að það kemur út geisladiskur úr söngleiknum Hárinu þar sem ég syng nú eitthvað. Gæsahúð, flatkökur og fljúgandi sófar Þeir eru fáir sem hafa stigið jafn oft á svið í Herjólfs- dalnum og Magni Ásgeirsson í hljómsveitinni Á móti sól. Samt er tónlistin ekki aðalatriðið á hátíðinni fyrir honum heldur finnst honum skemmtilegra að ganga um og finna stemninguna. Mynd/RAX Hápunktur sumarsins Ingó úr Veðurguðunum kom fyrst fram á Þjóðhátíð til að hlaupa í skarðið fyrir Magna. Nú er hann hinsvegar eitt af aðalatriðum Þjóðhátíðardagskránnar og fer ekki leynt með aðdáun sína á hátíðinni. Segjum sem svo að það labbi upp að þér ókunn- ugur maður og segi: „Þjóðhátíð“. Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug? Það er klárlega bekkjabíllinn á leiðinni í Dalinn með öllum Þjóðhátíðarlögunum. Hvað hefur þú farið oft á Þjóðhátíð? Þetta er fjórða Þjóðhátíðin þar sem ég treð upp. Í fyrsta sinn sem ég spilaði var ég með Á móti sól þar Magni var úti í Bandaríkjunum að keppa í Rockstar Supernova og svo næstu tvö skipti spilaði ég með Veðurguðunum. Það liggur við að ég hafi farið sem gestur samfleytt síðan ég var 16 eða 17 ára en fyrir utan þessi fjögur skipti hef ég bara farið sem venjulegur gestur. Tókstu þá gítarinn með? Já, eða fékk lánaða gítara í einhverjum tjöldum og glamraði eitthvað. Þá var maður þó aðallega bara að spila í fjölskyldutjaldinu. Lumar þú ekki á einhverjum skemmtilegum Þjóðhátíðarsögum? Ég hef lent í ýmsu skemmtilegu en þær sögur eru þó misbirtingarhæfar. Það má svo sem nefna þegar félagarnir ákváðu að mæta í einhverjum búningum með símanúmerum á bakinu. Það gekk þó ekki betur en svo að það hringdi enginn í þá. Einhversstaðar stendur að Veðurguðirnir hafi upphaflega verið stofnaðir sem SSSól „cover band“. Væri ekki draumur að fá að troða upp með Helga Björns í Dalnum? Þetta er að vísu ekki alveg rétt en við spiluðum þó nokkuð mörg lög með SSSól þegar við vorum yngri og einnig með Bjögga Halldórs. En það væri auðvitað mjög gaman að spila undir hjá Helga, hann hefur komið áður og sungið með okkur. Hver er þín besta minning frá Þjóðhátíð hingað til? Það var sennilega þegar ég var að spila með Á móti sól þegar Magni var í Rockstar og fékk að byrja spila „Lífið er yndislegt“ á gítarinn og allir í Brekkunni sungu með. Þá fékk ég smá fiðring í magann. Hvað tekur svo við eftir Þjóðhátíð? Það er bara þetta sama gamla, spila hér og þar. Síðan fer maður bara að bíða eftir næstu Þjóðhátíð. Myndir þú segja að Þjóðhátíð væri hápunktur sumarsins? Já klárlega, fyrir íslenska tónlistarmenn er þetta langskemmtilegasti staðurinn sem hægt er að spila á og eina skiptið á árinu þar sem manni líður eins og alvöru rokkstjörnu. HRAÐASPURNINGAR KFC Selfoss eða Pizza 67 Vestmannaeyjum? Pizza 67. Bahamaeyjar eða Vestmannaeyjar? Það eru Bahamaeyjar. Af hverju var Árni Johnsen ekki á Gestalistanum? Því hann hefði ábyggilega lamið mig. Sérðu fyrir þér að einn daginn gætir þú tekið við Brekkusöngnum af Árna? Já, ég er ekkert smeykur við það, þetta er ekki flókið. Hann spilar bara þrjú grip og fer létt með þetta. Á MÓTI SÓL

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.