Monitor - 15.09.2011, Side 3

Monitor - 15.09.2011, Side 3
3 MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Árni Sæberg (saeberg@mbl.is) Grafík: Elín Esther (ee@mbl.is) Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2011 Monitor Feitast í blaðinu Álfheiður Erla er sísyngjandi ljós- myndari úr Mennta- skóanum við Hamrahlíð. Ragna Ingólfs notar veikari höndina þegar hún keppir við kærastann. Ourlives senda frá sér sína aðra breiðskífu sem er þyngri en sú fyrri. 12 Vissir þú að Will Smith hafnaði að leika Neo í Matrix en sér ekki eftir því? 18 Monitor kynnir Allt og ekkert, sem er ný síða með ferskum vinklum. 16 Svíi opnast: „Jag har alltid älskat andra männ!“ Svíi lokast. Efst í huga Monitor 4 Á NETINU OverOneCoffee.com er íslensk bloggsíða sem sniðugt er að skoða á meðan maður sýpur á einum kaffibolla. Inni á síðuna er færslum dælt inn sem fjalla um tísku og hönn- un, svo eitthvað sé nefnt, og er regluleg viðkoma á henni góð leið fyrir áhugafólk á því sviði til að fá innblástur. Í SPILARANN Hljómsveitin 1860 gaf nýver- ið út plötuna Sagan sem er jafnframt fyrsta breiðskífa bands- ins. Á plötunni er að finna lagið Snæfellsnes, sem fékk mikla spilun í útvarpi í sumar, en auk þess er á henni að finna helling af öðrum góðum lögum á íslensku jafnt sem ensku. Í GOGGINN Kjúklingastaðurinn Haninn á Suðurlandsbraut er kósí staður með kjúklinga- borgurum sem svíkja enga sælkera ásamt fjöldanum öllum af fleiri góðum kjúklinga- réttum. Monitor mælir með fyrst&fremst Októberfest í september Háskólanemar koma til með að flykkjast á Októb-erfest um helgina. Miðarnir eru svo gott sem upp- seldir og má því búast við að tæplega tvöþúsund manns skemmti sér hressilega að þýskum sið frá fimmtudegi og fram á sunnudagsmorgun. Til að auðvelda undirbúninginn hefur Monitor tekið saman fimm atriði sem ættu að koma þér í gírinn. 1Æfðu þig að drekka mikinn vökva á skömmumtíma. Þjóðverjarnir virðast hafa endalaust þol og drekka vökva úr líterskrúsum á óæskilega litlum tíma. En til að virðast með þýskt blóð í æðum er gott að þjálfa vélindað upp í eins konar rör þannig að vökvinn renni sem hraðast niður í maga. 2Horfðu á myndina Beerfest. Í myndinni fara bræð-urnir Jan og Todd Wolfhouse með ösku föðursins til að uppfylla fjölskylduhefðina og dreifa ösku afa síns á Októberfest. Eins og flestir vita lenda þeir í ýmsum ævintýrum og því ætti myndin að vera stór þáttur í þínum undirbúning. 3Fáðu þér weinersnitzel í hvert mál. Það verður nógaf þýskum pylsum á svæðinu þessa helgina og því er gott að undirbúa meltingakerfið vel með því að borða eina slíka pylsu í hvert mál alla helgina. 4Settu 99 luftballons á „repeat“. Um leið og lagiðkemur manni alltaf í gott skap þá er það svo skemmtilega þýskt. Með því að hlusta á það eins oft og þú mögulega getur ferðu ósjálfrátt að segja bitte og danke schön. 5Reddaðu þér rétta búningnum. Ef þú ert karlkynsþá færðu þér alvöru „lederhosen,“ axlabönd, háa sokka og hatt. Ef þú ert kvenkyns þá þarftu að útvega klút í hárið, slaufur til að skreyta flétturnar, aðsniðinn pífukjól með reimum sem halda vel að barminum. Nú ef þú vilt gera grín að þjóðverjum þá segir þúþennan brandara. Bandaríski sjóherinn: „May- day, mayday, we‘re sinking“ Þýska landhelgisgæslan: „What are you sinking about?“ Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna í Fílófaxinu á blaðsíðu 22. Góða helgi. Ævar Þór Benediktsson Planið næstu tvo sólarhring- ana: Sögustundaræfing - Út- varpsleikhúsæfing - Bjart með köflum - Helgarvaktin - Bjart með köflum - Ballið á Bessastöðum. Svo sofa. Góð helgi framundan. 9. september kl. 11:49 David Bernd- sen Herbert Guðmundsson legend kom í kaffi í dag og var að spyrja mig hvort ég gæti pródúsað nýja eurovision lagið hans! 13. september kl. 17:32 Vikan á... „Það leggst gríðarlega vel í mig að taka við MonitorTV hljóðnemanum. Mig hefur alltaf dreymt um að halda á þessum míkrófón enda er þessi míkrófónn mjög góður í að pikka upp hljóð og svo get ég ímyndað mér að þetta sé skemmti- legt starf. Ég hlakka mikið til að rugla aðeins í landanum,“ segir Eysteinn kátur. Einhverjir ættu að kannast við andlitið á Eysteini þar sem hann hefur fengið ansi mörg innlit á myndband sitt á Youtube við lagið Hey. Það lag gerði hann á Verzlunarskólaárum sínum þegar hann var meðlimur í skemmtiþáttunum 12:00. Í sumar starfaði hann svo á FM 957 þar sem hann fór ásamt vinum sínum með fólki á fætur í morgunþáttunum Villta Vestrið. En er hann fyndinn? „Ég á það til að vera fyndinn stundum í einrúmi. Sjaldnast tekst það þegar ég er innan um annað fólk. Ég ætla að vona það besta með þessa vinnu og vona að mér takist að vera skemmtilegur á tölvuskjánum.“ Næsti Nilli? Vefsjónvarp Morgunblaðsins hefur áður hýst sjónvarpsmennina Björn Braga og Nilla sem nú eru saman í Týndu kynslóðinni. Einhverjir kunna að spyrja sig hvort Eysteinn hyggist feta í svipuð spor og þeir. „Mér á örugglega eftir að verða líkt við Nilla og Björn Braga en ég ætla mér þó bara að vera næsti ég sjálfur, Eysteinn, en þó verð ég undir sterkum áhrifum frá Boga Ágústssyni. Ég ætla að reyna að tala við allt áhugavert fólk á landinu og láta óáhugavert fólk eiga sig. Það er búið að vera allt of mikið af því í fjölmiðlum upp á síðkastið. Ég ætla að vera duglegur að gera myndskeið um það sem er lifandi og skemmtilegt í umræðunni hverju sinni.“ Fyrsta myndbandið sem birtist með Eysteini er myndskeið þar sem Erpur rappar á þýsku í tilefni þess að Októberfest verður haldið hjá Háskólan- um um helgina. „Svo ætla ég að fara með Ómari Ragnarssyni á rómantískt stefnumót úti í guðsgrænni náttúr- unni þar sem við ætlum að spjalla um íslenska náttúru og hann sjálfan. Mig langar að spyrja hann hvernig það er að eiga fullt af bílum og hvað honum finnst best á pylsuna.“ Eysteinn hyggst líka spyrja Ómar hvort honum hafi aldrei dottið í hug að gerast stuðningsmaður ÍA „því þá væri hann kallaður Ómar ÍA.“ jrj Í dag mun birtast nýtt andlit á MonitorTV því Eysteinn Sigurðarson hefur tekið við hljóðnemanum forkunnarfagra. Þessi tuttuguogeins árs gamli Vesturbæingur segist tilbúinn í að rugla í landanum. Undir áhrifum Óli Geir Nýtt Dagurinn í dag á Tene: Ég potadi í skjaldboku og hun missti saur, fallegt. Ég nadi ad pirra storan apa sem redst naestum a mig, hann reyndi ad kyla mig en tad var gler a milli tannig hann kyldi i glerid, geggjad. Afrikukona reyndi ad selja mer armband, eg sagdi nei og hun sagdi “you dont like me cause im black!!!” med reydiston tannig eg keypti armbandid. Vann Asdisi i minigolfi, rúst!. Tók mynd af apatippi, set tad a FB brádum. Hitti krókódíl og margt fleira. Kv, Sólbrenndi. 14. september kl. 19:57 6 frá Boga EYSTEINN ÁSAMT TÖKU- MANNINUM MAGNAÐA, FANNARI SVEINSSYNI Halldór Eldjárn Hefði ekkert á móti því að eiga sjálflýsandi kött! 12. sept. kl. 10:00 MONITOR TV Farðu inn á MonitorTV á mbl.is og sjáðu Eystein taka hús á Erpi. Mynd/Allan

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.