Monitor - 15.09.2011, Page 18

Monitor - 15.09.2011, Page 18
18 Monitor FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2011 Hafðu það aðeins betra Námsmönnum í Námsvild bjóðast námsstyrkir, bókastyrkir, fríar debetkortafærslur og margt fleira. Handhöfum stúdentakortsins bjóðast einnig ýmis sértilboð og afslættir svo þeir hafi það aðeins betra. Kynntu þér Námsvild í næsta útibúi eða á www.isb.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 1 1 - 0 8 3 9 HLUTVERKIN SEM HEIMILDIR HERMA AÐ H Það er oft og tíðum vandasamt verk fyrir leikara að vega og meta hvaða tilboðum þeir eiga að taka eða hafna. Mon- itor rifjar upp helstu tilfellin í Hollywood þar sem leikarar höfnuðu tilboðum sem hefðu skráð þá á spjöld sögunnar. GLÖTUÐ GYLLIBOÐ Er líf Travolta eins og konfektkassi? JOHN TRAVOLTA SEM FORREST GUMP Sama ár og Travolta sló í gegn upp á nýtt í myndinni Pulp Fiction kom út mynd um hinn seina Forrest Gump sem Tom Hanks túlkaði á svo farsælan hátt að hann landaði Óskarsverðlaunum annað árið sitt í röð. Í því samhengi er afar athyglisvert að áður en Hanks var nefndur til sögunnar stóð til að Travolta færi með titilhlutverkið en hann endaði á að hafna því en hann hefur viðurkennt að hafa séð mjög eftir þessu tækifæri. Eflaust hefur hann ekki getað gert sér í hugarlund þá hversu farsæl myndin yrði enda er lífið eins og konfektkassi, maður veit aldrei hvernig mola maður fær. Indiana Jones með mottu TOM SELLECK SEM INDIANA JONES Flestir kvikmyndaáhugamenn setja samasemmerki milli fornleifafræð- ingsins Indiana Jones og Harrison Ford. Þegar félagarnir Steven Spiel- berg og George Lucas stóðu í ströngu við að velja leikara fyrir fyrstu Indiana Jones-myndina var hinn mottuprúði Tom Selleck fyrsta nafn- ið á blað og á YouTube má meira að segja sjá myndefni frá prufutökum þar sem Selleck leikur fornleifafræð- inginn á setti. Á sama tíma og verið var að undirbúa umrædda mynd fékk leikarinn tilboð um að leika aðalhlutverkið í lögguþáttunum Magnum P.I. sem voru vinsælir á níunda áratugnum. Selleck varð að velja á milli, enda áttu tökur á þessum verkefnum að fara fram á sama tíma, og eftir mikinn valkvíða ákvað Selleck að velja frekar lögguþættina, sem eru sennilega hans þekktasta verkefni í dag. Raunin varð þó sú að tökum á fyrstu seríu Magnum P.I. var frestað um hálft ár sem þýddi að þegar öllu var á botninn hvolft hefði Selleck náð að leika í stórmyndinni auk Magnum-þáttanna. Skildi ekki handritið SEAN CONNERY SEM GANDALF Skoska kyntröllið Sean Connery hefur sagt að þegar verið var að velja leikara í hinn goð- sagnakennda þríleik, Lord of the Rings, hafi verið leitað til hans upp á að leika Gandalf. Connery, sem hafði aldrei lesið samnefnd- ar bækur J. R. R. Tolkien hafnaði boðinu að lokum á þeim forsendum að hann skildi ekki handritið. Fregnir herma jafnframt að ef Skotinn reynslumikli hefði tekið tilboðinu hefði hann orðið 400 milljónum dollurum ríkari vegna þess hve vel myndunum vegnaði. Terminator án þýska hreimsins? O. J. SIMPSON SEM TERMINATOR Þótt í dag þekki flestir O. J. Simpson fyrir aðrar sakir en leiklistarhæfileika þá gerði hann garðinn frægan á sínum tíma í myndum eins og Naked Gun. Það sem færri vita er að þegar til stóð að velja í hlutverk fyrir myndina Terminator þá lögðu framleiðendurnir upphaflega til að Simpson yrði valinn í hlutverk Tortím- andans. Tillagan var hins vegar felld því menn óttuðust að leikarinn yrði ekki tekinn nógu alvarlega sem morðingja, segir sagan. Schwarzenegger, eins og gervöll mannkind veit, túlkaði Tortím- andann að lokum með eftirminnilegum hætti en upphaflega var hann fenginn í prufu sem hugsanlegur leikari til að leika aðra persónu í myndinni, Kyle Reese. MOTTAN HEFÐI PASSAÐ VEL VIÐ HINN FRÆGA HATT ÆTLI O.J. HEFÐI ORÐIÐ RÍKISSTJÓRI LÍKA EF HANN HEFÐI LEIKIÐ TERMINATOR? CONNERY ER MEIRA FYRIR AÐ KLÆÐAST JAKKAFÖTUM EN HEMPU VAR TRAVOLTA EKKI NÓGU SPRETT- HARÐUR TIL AÐ LEIKA GUMP?

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.