Monitor - 15.09.2011, Síða 21
21FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2011 Monitor
Ein vinsælasta sería skotleikja á PlayStation 3 er
Resistance serían, en hún hefur fylgt PlayStation 3
vélinni frá upphafi. Fyrir stuttu kom út þriðji kaflinn í
þessari glerhörðu seríu sem hefur fjallað um baráttu
mannkyns við hinar illvígu Chimera-geimverur. Þegar
hér er komið við sögu hefur mannkynið hörfað í neð-
anjarðarbyrgi og fara leikmenn í hlutverk hermanns-
ins Joseph Capelli. Okkar maður hefur komið sér fyrir
í byrgi í Haven, Oklahoma og býr þar með fjölskyldu
sinni. Í upphafi leiksins bankar vísindamaðurinn Dr.
Malikov á dyrnar og tilkynnir Joseph og hans fólki að
Chimera-kvikindin séu komin í ruglið og ætli sér að
frysta jörðina. Til að stoppa það þarf Joseph að fara til
New York ásamt Dr. Malikov og taka þar þátt í mögn-
uðum lokabardaga. Á leið sinni til New York þarf
Joseph að berjast við allskyns kvikindi stór og smá,
ferðast um mismunandi landssvæði og takast á við
ýmsar aðstæður. Söguþráðurinn tekur á tilfinningum
sögupersóna og skiptast þar á skin og skúrir.
Resistance 3 er fyrstu persónu skotleikur þar sem
vopnin eru í aðalhlutverki, en framleiðendur leiksins
eru þekktir fyrir að gera þau skemmtileg og fjölbreytt.
Meðal vopna í leiknum eru skammbyssa með
sprengikúlum, sniper-riffill sem getur eytt óvininum
á hraðan og öruggan hátt, haglabyssa sem getur búið
til eldhaf, vélbyssa sem getur skotið í gegnum veggi
og margt fleira. Hvert vopn er hægt að djúsa upp og
gerist það sjálfkrafa með notkun, þannig að því meira
sem vopnin eru notuð því öflugri verða þau.
Stýringar leiksins eru eins og hugur manns og
klárt að framleiðendur leiksins hafa eytt góðum
tíma í að stilla þær. Auk þess að spila leikinn með
hefðbundnum stýripinna geta leikmenn notað Move-
stýripinnann til að moppa upp geimverurnar. Tveir
geta spilað saman í gegnum söguþráð leiksins og er
Resistance 3 einn besti „co-op”-leikurinn á Play-
Station 3 í dag. Auk söguþráðarins er svo fullkomin
netspilun þar sem allt að 16 geta barist í hinum ýmsu
leikjum.
Grafíkin í leiknum er kannski ekki sú besta sem
við höfum séð á PlayStation 3, en samt mjög nálægt
því. Leikurinn spilast líka í þrívídd fyrir þá sem hafa
yfir slíkri græju að ráða og lúkkar
hann mjög vel þannig. Hljóð og
tónlist leiksins er í toppmálum og
talsetningin í hæsta gæðaflokki.
Resistance 3 sannar að þegar
metnaður, öflug netspilun,
góður söguþráður og sterk
persónusköpun koma
saman, þá verður fjör. Enda
er Resistance 3 einn besti
skotleikurinn á PlayStation
3 í dag.
Ólafur Þór Jóelsson
Tár, bros og trylltar geimverur
Tegund: Skotleikur
PEGI merking: 18+
Útgefandi: Sony Computer
Dómar: Gamespot 8,5 af 10 /
IGN 9 af 10 / Eurogamer 8 af 10
Resistance 3
TÖ LV U L E I K U R
ALLT AÐ GERAST
ALLA FIMMTUDAGA!
Að horfa á myndband er góð skemmtun. Þá gildir einu hvarhorft er á myndbandið, það er notalegt að kíkja á vídjóliggjandi á sófanum heima í stofu, fljúgandi um háloftin í
flugvél eða bara inni í skólastofu á lítilli og snoturri fartölvu. Flestir
eru þó sammála um að mestur ljómi sé yfir bíómyndum sé horft á
þær í kvikmyndahúsi. Bíó hefur nefnilega upp á svo margt að bjóða;
mannlíf, popp og kók, hörkuhljóðkerfi ásamt hinni vinsælu þrívídd,
svo eitthvað sé nefnt.
Það vill verða þannig að meginþorriþeirra sem leggja leið sína í bíó kaupisér eitthvað til að japla á í sjoppu
kvikmyndahússins, hvort sem það er
vegna ávanans eða vegna nammigirndar.
Undirritaður er sjálfur hluti af þessum
hópi.
Það er alltaf ákveðin stemning í þvíað ganga síðan inn í bíósal meðpopppoka í annarri og kókglas í
hinni, svipast um eftir heppilegu sæti og jafnvel
kunnuglegum andlitum í leiðinni. Eftir að maður
hefur hlammað sér á vel valinn bekk í salnum fer, eins og gefur að
skilja, helsta einbeiting manns í að fylgjast með bíómyndinni sjálfri
en engu að síður hefur eftirfarandi skotist upp í
kollinn á mér í undanförnum bíóferðum: Af
hverju henda allir öllu rusli beint á gólfið
inni í bíósal?
Ég bið lesendur að taka því ekkiþannig að ég sé einhver siða-postuli eða samfélagsnöldrari, ég
hendi popppokanum mínum alveg líka
á gólfið í bíó. Þetta er enginn „þú myndir
ekki stela bíl, þú myndir ekki henda rusli
á gólfið heima hjá þér“-áróður, þetta er
bara svolítið sem ég hef lengi velt fyrir mér.
Af hverju er það eitthvað viðurkennt sport eða
„eðlileg“ leið til að losa sig við rusl innandyra að henda því á gólfið?
Það myndi enginn henda rusli beint á gólfið í strætó, heima hjá vini
sínum, inni í skólastofu eða við matarborðið í einhverju matarboði.
Er það vegna þess að það eru slökkt ljós í salnum og þá þykir öllum
voða lúmskt rétt að vippa súkkulaðibréfinu á gólfið? Varla, því þetta
þekkist ekki á tónleikum né í leikhúsi, allavega ekki í sama mæli.
Hvers vegna þetta tíðkast er mér í raun hulin ráðgáta.
Staðreyndin er sú að það eruruslatunnur í öllum helstukvikmyndasölum landsins og
batnandi manni er best að lifa. Einu
sinni þótti það eðlilegasti hlutur í
heimi að reykja í bíl, heimahúsum og
inn um allt og alla. Ég veit að það fær
enginn lungnakrabbamein af því að henda
rusli á gólfið, en þið skiljið hvað ég á við.
Hugmyndin er einfaldlega sú að fólk prófi
að nota ruslatunnurnar í bíóum og
smám saman gæti það orðið kúl.
Þangað til eru þessar ruslatunnur
eiginlega bara eins og sólgleraugu
innandyra, bara upp á lúkkið.
Einar Lövdahl Gunnlaugsson
einar@monitor.is
ORÐ Í BELG
Bíóin
alveg
í rusli
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
7
6
7
6
Meira Ísland
með Símanum
á stærsta 3G neti
landsins
siminn.is
Skannaðu kóðann eða
sendu sms-ið M í 1900
og fáðu M-ið beint í
símann þinn
Skannaðu hérna
til að sækja
B
arcode
Scanner
Meira Ísland
M-ið er
ómissandi
ferðafélagi
Meira Ísland
Hafnarfjörður
Greitt er samkvæmt gjaldskrá. Nánar á Siminn.is
monitor@monitor.is