Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 3
FYRIR PARTÍIÐ Það gerir há- tíðina enn hátíð- legri að hitt- ast á góð- um stað og hlusta á lög hljóm- sveitanna og listamanna sem sjá á það kvöldið. Þá er jafnvel hægt að skoða textana líka og ákveða hvar syngja eigi með hástöfum. FYRIR FRAMTÍÐINA Það er bannað að gleyma mynda- vélinni heima. Auðvitað eru margir með eina slíka í símanum nú til dags en ef að tónleikarnir snerta streng í hjartanu þá þarftu að geta tekið mynd til að geta rifjað upp sælutilfinninguna seinna meir. FYRIR RÖÐINA Það er óhjá- kvæmilegt að þurfa að standa í röð í einhverja stund á Airwaves. Þar sem nú er kominn október þá er orðið frekar kalt í veðri og því er nauðsyn- legt að hafa með sér hlýja flík. En hún má ekki vera verðmæt því hún gæti skemmst í látunum þegar inn er komið eða henni stolið, leggir þú hana frá þér. Monitor mælir með Thorunn Anton- ia Magnusdottir Það eru akkúrat 3 ár síðan ég og Ágúst Bent kys- stumst fyrst í afmæl- inu hjá Hildur Sif Krist- borgardóttir..Stór dagur í dag:) 5. október kl. 12:57 Vikan á... PORQUESÍ Er waves í ár? Við erum að minnsta kosti á Airwaves í ár! 5. október kl. 15:07 David Bernd- sen Var á æfingu með Bubba áðan, þýðir það ekki að maður sé búinn að meika það? 4. október kl. 15:48 Feitast í blaðinu Lay Low og Sig- ríður Thorlacius, Hjaltalín etja kappi í spurn- ingakeppni. Biggi Veira og félagar hans í Gus- Gus leggja mikið upp úr góðu hljóðkerfi. Björk Guðmunds- dóttir saknar oft skafrenningsins og Vestur- bæjarlaugar. 22 Ofurtöffarinn Mugi- son rifjar upp tíu eftirminnilegustu augnablikin á ferlinum. 28 Lára og Tóti úr Agent Fresco sína Stílnum hvernig á að klæða sig á sviði. 24 4 fyrst&fremst „Þetta breytti lífi mínu svo sannarlega. Ég hélt fyrst að ég væri búinn að gera einhver risastór mistök en svo reyndist raunin önnur. Ég er mjög sáttur við lífið í dag. Ég á góða vini, er í góðri vinnu og góðum skóla. Ég er búinn að hitta nunnur, klífa fjöll, fara á hestbak og láta kú skíta fyrir framan mig. Ég er búinn að upplifa ansi margt,“ segir Nilli glaður í bragði er hann rifjar upp árið sem liðið er síðan hann var uppgötv- aður í röð á Airwaves en þá rappaði hann fyrir Monitor-myndavélarnar. „Ég var reyndar ekki á Airwaves-hátíðinni þetta kvöld heldur vorum við vinirnir að fagna honum Vilhelm, vini okkar, sem stóð sig svo vel í Óróa. Við vorum á leiðinni á Obladi Oblada þegar við rákumst á MH-inga sem stóðu í röð. Svo þegar myndavélarnar komu þá lumaði ég á rímu sem ég hafði samið í 10. bekk. Hana samdi ég þegar það vantaði atriði á árshátíð Valhúsaskóla.“ Var alveg sannur aðdáandi Í myndbandinu góða lýsir Nilli yfir aðdáun sinni á tónlistarmanninum Berndsen sem brást skjótt við og gaf Nilla bolinn sinn. „Það hefur ekkert breyst. Mér finnst Berndsen mjög skemmtilegur. Hann gerir svona öðruvísi tónlist. Hann er svolítið í þessu „80‘s“ og taktarnir hans eru svo stórskemmtilegir. Nýja lagið hans, Úlfur, Úlfur, er alveg frábært lag. Það er alveg hægt að tjútta við það en mér finnst Supertime samt alltaf vera alveg málið. Mér finnst líka lagið sem hann var að gera með Þórunni Antoníu alveg stórskemmti- legt. Hún getur sungið, blessunin. Monitor verður að sjálfsögðu á ferðinni þetta árið líka. Þó svo að fólk kunni orðið að nýta sér raðamyndavélarnar frá Símanum þá má samt búast við því að einhverjar raðir myndist og því er það bara spurningin hvort einhver verði uppgötvaður þetta árið. Ef það gerist þá lumar Nilli á góðum ráðum í það minnsta. „Verið þið sjálf, fyrst og fremst, því það er náttúrlega stór- skemmtilegast. Svo er tilvalið að vera ófeiminn við að taka því sem þú færð upp í hendurnar því að mér fannst þetta alveg geggjað sem gerðist. Þetta er svo stórskemmtileg vinna.“ jrj Nú þegar Iceland Airwaves nálgast óðfluga er við hæfi að rifja upp þegar Nilli var uppgötvaður fyrir ári síðan. Hann var réttur maður á réttum stað þegar Monitor tók púlsinn á tónlistarþyrstum hátíðargestum. 15 NILLI NÝBÚINN AÐ BANGA CHICKS MONITOR@MONITOR.IS Ritstjóri: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Lísa Hafliðadóttir (lisa@monitor.is) Auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) Forsíða: Inez & Vinoodh Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569 1136 Efst í huga Monitor Viðbúinn, tilbúinn? Næsta miðvikudag hefststærsta tónlistarveisla á Íslandi. Áhöfn Monitor- skútunnar vill leggja sitt af mörkum í að gera hátíðinni góð skil. Því bjóðum við ykkur upp á spikfeitt Airwaves-blað í dag með farsælustu tónlistarkonu Íslands- sögunnar á forsíðunni. Fleiri tugir íslenskra listamanna taka þátt í hátíðinni og því var erfitt að velja hvaða hljómsveitir ættu heima í blaðinu. Það var því gert mestmegnis af handahófi en útkoman sýnir um leið hvað úrvalið er fjölbreytt; allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Undirbúningurinn okkarhefur vissulega verið einhver en ekki í líkingu við þann hjá þeim sem skipuleggja hátíðina. Við vinnslu blaðs- ins höfum við verið í góðu sambandi við fólkið sem kemur að festivalinu, bæði fólkið hjá Iceland Airwaves og eins kostendur hátíðarinnar. Það má hæglega sjá að alvaran er algjör og metnaðurinn við það að búa til tónlistarhátíð sem laðar til sín urmul af erlendum ferðamönnum, fréttamönnum og tónlistarmönnum er í hámarki. Eins er auðvitað öllu til tjaldað svo að þetta verði sem bestur vettvangur fyrir íslenska listamenn að sanna sig á alþjóða vísu. Nú er undirbúningurinn brátt á enda hjáþessu fólki sem hefur unnið lengi að hátíðinni og eins má gera ráð fyrir því að allir tónlistarmennirnir kosti öllu til við að gera upplifun gesta sem besta. Nú er ekki seinna vænna fyrir Airwaves-gesti að byrja sinn und- irbúning. Það er vonandi að þetta blað hjálpi til við það og komi þér í góðan Airwaves-gír. Góða skemmtun. jrj Hver er Mynd/Kristinn PO RQ U ES Í F IM 13. OKT Amsterdam kl.20:50 Þó ru nn An to ní a FIM 13. OKT Tjarnarbíó kl.22:20 Be rn ds en LA U 1 5. OKT NASA kl. 21:40 MORGUNBLAÐIÐ | mbl.is FR ÍT T EI N TA K ALLT UM TÓNLISTARHÁTÍÐINA ICELAND AIRWAVES Í REYKJAVÍK 12. � 16. OKTÓBER 2011 MONITORBLAÐIÐ 40. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 3 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 næstur í röðinni? SÆLIR NILLI Fyrstu sex: 121293. Uppáhaldsrappari: 50 Cent. Uppáhaldsóperu- söngvari: Giuseppe Di Stefano. Uppáhaldsþátta- stjórnandi: Björn Bragi. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt með berna- ise-sósu og humar. Uppáhaldsdýr: Svín.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.