Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 28

Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 M yn d/ Eg ge rt Mu gi so n FÖ S 14 . O KT . Harpa Norðurljós kl.21:40 OG ELEKTRÓNÍSKIR STRUMPAR RÚSSÍBANASJOKK Vestfirski rokkarinn, Mugison, þarfekki að hafa mikið fyrir því að veraeðaltöffari. Monitor fékk hann til aðrifja upp tíu eftirminnilegustuaugnablikin á sínum ferli. 1 KJALLARINN Í GAMLA APÓTEKINU, ÍSAFIRÐI, 2002„Þar kom ég fyrst fram sem Mugison. Það var eitthvað þaðömurlegasta sem ég hef gert á ævinni og það sem verra varað þetta var örugglega ömurlegra fyrir þá sem voru að hlusta. Éghafði tekið gítarinn og sönginn út af upptökunum á plötunni svoþetta endaði sem eitthvað viðbjóðslegt karíókísessjón af lögum semfólk þekkti ekki rassgat.“ 2 BÍÓHÚS, SAN FRANCISCO, 2002„Þetta var eitt af fyrstu skiptunum sem ég var pantaður tilútlanda og þá var ég fenginn til að hita upp fyrir kvikmynd-ina Rokk í Reykjavík. Mér fannst mjög áhugavert að hita upp fyrirbíómynd. Þar hitti ég Sigurjón Sighvats sem mætti með sólglerauguog sagðist hafa verið á fylleríi með Sean Penn, leikara og Lars Ulrich,trommara Metallica, kvöldið áður. Mjög töff.“ 3 INNIPÚKINN Í IÐNÓ, REYKJAVÍK, 2003„Ég var búinn að spila nokkrum sinnum áður í bænum enþar mættu alltaf bara fimmtán til tuttugu manns, allt barafrændur og frænkur og pabbi og mamma. En þetta gigg var eins ogvíxla mín inn í krútt-kynslóðina. Þá var ég búinn að selja svona 40diska í Hljómalind en vikuna eftir þetta fóru svona 200 eintök. 4 SONAR FESTIVAL, SPÁNN, 2003„Ég ætlaði að hætta sem tónlistarmaður og hafa þetta semlokatónleika. En ég náði að lenda í einhverjum galdri svoþetta voru ógleymanlegir tónleikar. Það byrjaði að rigna og fólk semhafði verið í sólinni flúði inn í bílageymsluna þar sem ég var aðspila. Í kjölfarið af því fékk ég hellings athygli í Evrópu. Þetta varviss vendipunktur á mínum ferli, sérstaklega í útlandinu.“ 5 HAMBURG, ÞÝSKALAND, 2003„Sem fulltrúi Sonar-hátíðarinnar spilaði ég í Hamburgásamt Jamie Lidell og nokkrum elektrónískum strumpum.Nema hvað að þessi Jamie er alveg stjarnfræðilega fyndinn gaur ogtalaði mikið með þýskum hreim þarna. Hann hellti mig blindfullanog ég labbaði inn á tónleikana alveg gjörsamlega blekaður. Ég gerðisvona Hitler-skegg og heilsaði á þýska vísu og salurinn tæmdistauðvitað strax.“ 6 PRIKIÐ, REYKJAVÍK, 2006„Fyrsta giggið með bandinu. Tókum eina snögga, opnaæfingu á Prikinu. Ég klúðraði öllu þar, kunni ekki eigin gripog var svo stressaður að vera að spila með strákunum. En þetta varðtil þess að við æfðum stanslaust í tvo daga til að vera góðir áListahátíð.“ 7 TÚRINN MEÐ QUEENS OF THE STONE AGE, KANADA, 2008„Ég var með Adda, Guðna, Pétri Ben, Davíð Þór og Biggahljóðmanni. Það var bara einn stór konfektmoli að rúntaum Kanada með þessum rokkurum. Það er ekkert eitt gigg semstendur upp úr, þetta var eiginlega bara eitt stórt gigg fyrir okkur.“ 8 BERLÍN, ÞÝSKALAND, 2008„Þetta var í miðju hruninu. Við vorum í smá rússíbana-sjokki, byltingin heima og við í útlöndum með enganpening. Við gerðum alveg sjúklega gott „show“ fyrir ríkissjónvarpið íBerlín. Þetta var í beinni útsendingu og það var einhver rosa krafturí okkur. Við héldum að við þyrftum að spila besta gigg í heimi til aðgeta fengið eitthvað að gera í Evrópu því að við héldum að viðgætum ekkert komið heim eftir hrunið.“ 9 TUCSON, ARIZONA, BANDARÍKIN, 2008„Þarna mætti ein blökkukona með vel amerískan rass oghún hafði séð fréttatilkynningu um að íslenskur blúsariværi að koma að spila í bænum hennar. Hún sagði að þetta væri svomikil þversögn að hún yrði að tékka á mér. Svo eftir giggið sagðihún að ég væri svartasti hvíti maður sem hún hafi hitt og splæsti ámig nokkra viskí.“ 10 FRÍKIRKJAN, REYKJAVÍK, 2011„Síðasti laugardagur var alveg draumaútgáfudagur ogvið fylltum Fríkirkjuna tvisvar. Við strákarnir vorum allirógeðslega slakir og í góðum fíling. Ég fékk svo Fjallabræður til aðtaka lokalagið með okkur og það var svo gaman að spila allaplötuna og nokkur gömul með og fá svo einhverja fimmtíuvestfirska karlmenn til að klára þetta með okkur. Það var bara algjöralsæla og fólkið í salnum var alveg með á nótunum.“ jrj MUGISON BÍÐUREFTIR HAGLÉLI Fáðu forvitnilegar upplýsingar um Mugison og hina 251 tónlistar- mennina sem koma fram á Airwaves í appinu 252

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.