Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 24

Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 stíllinn Lár aR ún ar sd ót ti r F IM NA SA kl. 21 FÖS Glaum bar kl.23 Hvað einkennir „sviðsstílinn“ þinn? Fyrir rúmu ári byrjaði ég að hugsa þetta öðruvísi. Sviðsdressið mitt er ekki það sem ég geng í dagsdaglega. Ég skipti alltaf um föt eða bæti einhverju við þegar ég er að fara á svið. Stíllinn er rokkaður en ég reyni að halda í þetta íslenska, sjálfstæða, kvenlega útlit, geta sýnt vöxt og smá kynþokka en verið töff í leiðinni. Mér finnst líka mjög gaman að vera í einhverju eftir íslenska hönnuði. Ég er til dæmis að vona að ég fái eitt dress eftir YR til þess að vera í á Airwaves-hátíðinni, en hún er svo upptekin úti í New York að það er ekki víst að það gangi upp. Hvernig er stemningin fyrir Airwaves? Hún er virkilega góð. Hún er samt allt öðruvísi en síðustu ár, ég er mun rólegri núna en áður. Í ár ætla ég að vera rosa dugleg að fara að sjá eitthvað skemmtilegt. Ég er í raun bara að spila á fimmtudegi og föstudegi svo ég hef laugardaginn og sunnudaginn til að fylgjast með öðrum. Ég er einna spenntust fyrir Beach House, John Grant og Niki & the Dove af þessu erlenda en svo langar mig líka að sjá Mugison og GusGus ef ég næ að raða þessu vel saman. Hvað hefur þú spilað oft á Airwaves-hátíðinni? Ég er að fara að spila í sjötta sinn núna í ár. Telur þú Airwaves vera góðan glugga fyrir íslenska tónlistarmenn? Já, vissulega, en það þýðir samt ekki að vera nýbyrjaður og spila á Airwaves og halda að maður meiki það þannig. Maður þarf að vera búinn að kynda sjálfur baklandið og undirbúa sig vel. En að mínu mati veltur þetta ótrúlega mikið á tónlistarmönnunum sjálfum, allur bransinn snýst um það hversu duglegur þú ert. Hvernig lítur Airwaves-dagskráin þín út? Ég er að spila á fimmtudaginn klukkan níu á NASA og á föstudaginn klukkan ellefu á Glaumbar. Svo er ég með „off-venue“ á Rósenberg eftir giggið mitt á fimmtudaginn um klukkan hálfellefu. lh LÁRA RÚNARS Fyrstu sex? 041082 Hvernig myndir þú lýsa stíln- um þínum? Hann breytist mjög hratt en í augnablikinu er hann svolítið rokkaður og svartur en samt klassískur og jafnvel smá 80’s. Hver er best klæddi íslenski tónlistarmaðurinn að þínu mati? Ragnhildur Gísladóttir. Lára Rúnarsdóttir, söngkona, er að fara að spila á sinni sjöttu Air- waves-hátíð núna í ár. Söngdívan er þekkt fyrir skemmtilegan, spes og súperflottan sviðsstíl. að klæðast íslensku Kjóll Helicopter Jakki YR Hálsmen Hildur Yeoman Buxur Cheap Monday, KronKron Skór erlendis Bolur Weekday Jakki G-Star Skemmtilegast Í Airwaves appinu sérðu stöðun

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.