Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 10
SB TR KT LA U 1 5. OKT NASA kl. 00:30 10 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Hvernig upplifir þú Airwaves? Ég er strax komin með fiðring í magann, eða það er dálítið langt síðan, og mér finnst þetta skemmtilegasta helgi ársins. Þetta er algjört æði, mikið líf og allt öðruvísi heldur en allar aðrar helgar. Er einhver öðruvísi stemning yfir Airwaves-giggunum heldur en öðrum giggum niðri í miðbæ? Algjörlega, það er yfirleitt allt troðið og það eru allir þarna til þess að hlusta á tónlist. Þetta er eitt allherjar tónlistarkynsvall. Það er allt annar fílingur yfir öllu, manni líður svolítið eins og maður sé í útlöndum að spila. Þið eruð að gefa út plötu. Hvað getur þú sagt mér um þessa aðra plötu ykkar? Var það meðvituð pæling að gefa hana út í Airwaves-vikunni? Hún heitir Cast a Light og er tekin upp í Tankinum í Önundarfirði en hljóðblönduð og masteruð í Banda- ríkjunum. Þetta hljómar allt fáránlega vel og við erum spennt fyrir að gefa hana út. Hún átti nú upphaflega að koma út í vor þannig að það var alls ekki útpælt en markmiðið var að koma henni út fyrir Airwaves. Það er skemmtilegra að hafa hana í höndunum á Airwaves heldur en eftir hátíðina. Fyrr á árinu byrjuðuð þið með vídjóbloggið Vicky Leaks. Þar hafa þó bara birst tvær færslur, gengur þetta ekki nógu vel? Þetta er allt í vinnslu (hlær). Það kemur nýtt Vicky Leaks bráðum, við ætlum allavega að gera eitt í kringum útgáfuna. Það er allt í fullum gangi. Við hverju má búast frá ykkur á Airwaves? Við ætlum að kynna nýtt efni og erum búin að æfa stíft fyrir það. Svo tökum við líka akústík gigg sem verður mjög spennandi, þetta verða einhver stórkostlegheit. elg Eygló Scheving, söngkona hljómsveitarinnar Vicky, er með fiðring í maganum fyrir skemmtilegustu helgi ársins að hennar mati og nýrri plötu hljómsveitarinnar sem kemur út korter í Airwaves. ÞAÐ LIGGUR ALDEILIS VEL Á KRÖKKUNUM Í VICKY Vic ky FÖ S G au ku r á stö ng kl. 20:50 LAU G laum barkl.21:00 Allsherjar tónlistarkynsvall M yn d/ Æ va r Si gu rð ss on Dope D.O.D. Uppruni: Groningen, Hollandi. Starfandi frá: 2008. Hlustaðu á þetta lag: What happened. Rapparnir frá Hollandi eru engin lömb að leika við, að minnsta kosti ekki af útliti þeirra að dæma. Þeir koma fram undir listamannanöfnunum Dopey Rotten, Skits Vicious og Jay Reaper en fyrstu tvö nöfnin eru vísanir í Sex Pistols. Þeir eru sagðir undir áhrifum frá sínum afrísku og bresku rótum en rappið þeirra þykir svipa til hins breska hráa rappstíls með nýstárlegum blæ. tUnE-yArDs Uppruni: Connecticut, Bandaríkj- unum. Starfandi frá: 2006. Hlustaðu á þetta lag: Bizness. tUnE-yArDs er sólóverkefni hjá hinni banda- rísku Merrill Garbus. Hún er sögð spila tilraunakennda og framsækna R&B-tónlist þar sem hún notast meðal annars við hljóðfæri á borð við ukulele og auk þess að syngja. Hún hefur gefið út tvær breiðskífur, sú nýrri kom út síðastliðið vor. Totally Enormous Extinct Dinosaurs Uppruni: Oxford, Englandi. Starfandi frá: 2007. Hlustaðu á þetta lag: Household Goods. Totally Enormous Extinct Dinosaurs, eða TEED, er sólóverkefni hans Orlando Higginbottom sem er alinn upp af tón- listarkennara í Oxford. Hann leikur raftónlist sem minnir um margt á Hot Chip sem á án efa eftir að fá gesti Airwaves til að tjútta villt og galið. Eins og Airwaves-hátíðinni er von og vísa inniheldur hún nóg af flottum erlendum sem innlendum listamönnum í ár. Monitor tók saman nokkur eftirtektarverð útlensk bönd. INNFLUTTAR GÆÐAVÖRUR Do pe D .O .D . F IM 13 . OK T Gaukur á stöng kl00:10 tU nE -y Ar Ds FÖ S 14. OKT NASA kl. 23:30 SBTRKT Uppruni: London, Englandi. Starfandi frá: 2008. Hlustaðu á þetta lag: Wildfire. Aaron Jerome er tónlistarmaður og pródúsent sem kemur fram undir hinu skrýtna listamannsnafni SBTRKT, sem samkvæmt gárungum er borið fram „subtrakt“. Hann hefur getið sér gott orð sem raftónlistarmaður sem daðrar við síð-döbbstepp og er þekktur fyrir að koma fram grímuklæddur. Beach House Uppruni: Baltimore, Bandaríkjunum. Hlustaðu á þetta lag: Zebra. Starfandi frá: 2004. Dúettinn Beach House samanstendur af hinni franskættuðu Victoria Legrand og Alex Scall. Þau eru sögð spila draumskotið popp og víða er tekið fram að þau séu ekki par. Bandið hefur gefið út þrjár breiðskífur og kom sú nýjasta, Teen Dreams, út í janúar á síðasta ári. Be ac h H ou se FIM 13. OKT Listasafnið kl.23:00 TE ED FÖ S 14 . OK T NASA kl. 01:30 Skannaðu og sjáðu meira um Vicky. Þau spila bæði on og off venue, þú getur flett þeim upp í appinu. Sjáðu

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.