Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 25

Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 25
25 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 Mynd/Kristinn Samfestingur Ziska Bolur Forynja Buxur Cheap Monday, KronKron Skór Kolaportið Hvað einkennir „sviðsstílinn“ þinn? Yfirleitt reyni ég að vera í einhverju léttu og stílhreinu. Við pöntuðum til að mynda fullt af mjög basic bolum frá American Apparell sem eru algjör snilld. Stundum hefur Sara María í Forynju samt hannað geðveik föt á okkur sem eru langt frá því að vera einföld. Sviðið er líka fullkominn staður til að vera öfgakenndur í klæðnaði. Hvernig er stemningin fyrir Airwaves? Get ekki beðið, mér finnst þetta alltaf vera hálfgerð árshátíð. Listamennirnir sem koma fram eru í toppformi og allt er lagt í framkomuna þannig að það er erfitt að verða fyrir vonbrigðum með íslensku böndin. Marga af mínum uppáhalds- artistum hef ég uppgötvað í gegnum Airwaves. Skipuleggjendurnir eru gífurlega góðir í að spotta flott bönd á byrjunarreit sem ná svo langt. Hvað hefur þú spilað oft á Airwaves-hátíðinni? Þetta er fjórða skiptið hjá Agent Fresco á Airwaves. Telur þú Airwaves vera góðan glugga fyrir íslenska tónlistarmenn? Algjörlega, ekki síst í ár þar sem prósentan af fólki að utan er eins rosaleg og hún er. Ég myndi segja að fyrsta stóra tækifærið okkar hafi verið á fyrstu Airwaves-hátíðinni okkar. Þá spiluðum við á NASA án þess að hafa gefið neitt út og að heyra stappaðan sal syngja með var eitthvað sem ég hafði aldrei upplifað áður og mun aldrei gleyma. Hvernig lítur Airwaves-dag- skráin þín út? Við spilum á NASA á mið- vikudagskvöldinu, Listasafninu á föstudeginum, órafmagnað í Norræna húsinu á sunnudeg- inum og svo líklegast eina „off- venue“-tónleika á laugardeg- inum sem á eftir að staðfesta endanlega. Á Listasafninu og Norræna húsinu verðum við með strengjasveit og aukafólk sem mun spila með okkur. Annars er ég lítið búinn að skipuleggja hvað ég ætla að sjá. Ég leggst í þetta á næstu dögum. Það er fátt verra en þegar maður uppgötvar að uppáhaldstónlistarmaðurinn manns hefur spilað á Airwaves áður. lh ÞÓRARINN Fyrstu sex? 070289. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Hann er yfirleitt einfaldur og stílhreinn. Mér finnst líka gaman að klæðast andstæðum þar sem óvenjulegu flíkurnar fá að njóta sín. Hver er best klæddi íslenski tónlistarmaður- inn að þínu mati? Það er erfitt að benda á einhvern einn. Mér finnst heildin skipta mestu máli. Ég fíla þegar tónlistarmenn eru með þema eða einhverjar samstæður í klæðnaði. Eins og t.d. hjá FM Belfast, Apparat Organ Quartet, Retro Stefson og Gusgus. Svo dýrka ég það sem Davíð Berndsen er með í gangi. Þórarinn Guðnason, gítarleikari hljómsveitarinnar Agent Fresco, er alltaf flott klæddur á sviðinu en hann spilar á sinni fjórðu Airwaves-hátíð í ár. Allt leyfilegt á sviðinu Ag en tF re sc o M IÐ NA SA kl. 23:20 FÖS Listasafnið kl.22 na á biðröðunum í beinni.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.