Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR
6. OKTÓBER
2011
SAMI
Biggi Veira segir GusGus vera
með besta ljósamann á landin
u en
það mikilvægasta af öllu fyrir
bandið segir hann vera gott sá
nd.
Hvernig upplifir þú Airwaves-
hátíðina?
Bara vel, það er frábært að hafa
eina almennilega tónlistarhátíð í
Reykjavík. Ég held að við höfum
spilað á flestum og það hefur alltaf
heppnast vel. Það var sérstaklega
gaman fyrir okkur að hafa verið
þátttakendur í því að koma þessu
fyrirbrigði á legg. Þegar við gerðum
fyrstu Airwaves-hátíðina í flugskýli
á Reykjavíkurflugvelli 1999, ásamt
Quarashi og Sigur Rós. Hún átti
mikinn þátt í því að ferill þeirra fór
á flug. Þannig að mér finnst þessi
hátíð mjög mikilvæg fyrir íslenska
tónlistarsenu. Hún hefur einnig
verið mjög gott „milestone“ fyrir
íslensk bönd sem eru að fóta sig.
Það að skila almennilegu giggi á
Airwaves er ákveðið takmark.
Ferð þú að sjá aðra tónlistarmenn
troða upp eða einbeitir þú þér bara
að ykkar giggi?
Maður röltir alltaf eitthvað á milli,
en yfirleitt án mikillar skipulagn-
ingar. Ég man sérstaklega eftir einu
kvöldi þar sem ég tékkaði á íslensku
„hardcore-senunni“. Það var frábært
kvöld og mikill kraftur. Tók
eftir því að það var sami
trommuleikarinn í öllum
böndunum.
Er einhver öðruvísi
stemning yfir því að
troða upp á Airwaves
heldur en öðrum
giggum niðri í miðbæ
Reykjavíkur?
Í rauninni ekki, sama hvar við
höldum tónleika þá er aðkoma
okkar alltaf sú sama. Vanda sig og
vera þokkalega til fara.
Leggur bandið mikið upp úr
sjónarspili tónleika, svo sem
ljósasýningu?
Ljósin eru mjög mikilvægur hluti
af Gusgus-tónleikum og þá er gott
að hafa besta ljósamann á landinu,
hann Agga, með sér í liði. Mikil-
vægast af öllu er þó að það sé gott
sánd. Tónlistin okkar reynir mikið á
lágar tíðnir og það er ekki alltaf sem
hljóðkerfi eru okkur til hæfis. Við
höfum því alltaf lagt mikla áherslu
á að ná fram góðu sándi þegar við
spilum okkar tónleika heima. Mér
skilst einnig að það verði dúndur-
kerfi í Listasafninu þannig að við
hlökkum til.
Þið hafið spilað á ýmsum tónlist-
arhátíðum fyrir utan landsteinana.
Hvernig er það að spila á Airwaves
í samanburði við það að spila úti?
Fyrir okkur þá skiptir umgjörðin
litlu máli. Um leið og við byrjum
þá snýst þetta um performansinn
og áhlustendur í sal. Hvaða nafn
sem er á viðburðinum skiptir engu
þegar við setjum í gang. Það er þó
óneitanlega skemmtilegt að spila á
stórum hátíðum, sérstaklega þegar
við erum á góðum stað í dagskránni.
Þið eruð úti í Þýskalandi þessa
stundina. Hvað eruð þið að gera
þar?
Við erum á Þýskalands- og
Póllandstúr núna og höfum náð að
skila geggjuðum giggum það sem
af er og vonandi heldur það áfram.
Eftir Airwaves höldum við svo aftur
út og eftir áramót verðum við einnig
á talsverðum þvælingi.
Þegar þið spilið „læv“ verða
uppbyggingarkaflar laganna ykkar
oft töluvert lengri en á plötunum.
Verða söngvararnir ekkert óþolin-
móðir uppi á sviði á meðan?
Það hefur komið fyrir en yfirleitt
rúllar þetta vel. Man þó eftir einu
giggi á Nasa þar sem ég og Maggi
vorum í baklínunni og Urður ásamt
Stebba fremst. Þá vorum við komnir
upp í þrjá tíma með tíu lög og ég
man að framlínan var aðeins byrjuð
að koma með athugasemdir. Núna,
með þrjá framúrskarandi söngvara
í framlínunni, þá fáum við Stebbi
lítið tækifæri til að hanga lengi í
instrúmental-köflum. Það er alltaf
einhver söngvarinn sem tengir og
skellir sér í mixið með okkur. elg
Gus
Gu
s
LA
U
.1
5.
OK
T.
List
asafn Reykjavíkur
kl.00:00
GERIR LÍF MITT
BREYTILEGT OG
SKEMMTILEGT
Högni, nú er tónlist Hjaltalín og
GusGus frekar ólík. Hvernig er
að kúpla sig út úr giggi með öðru
bandinu til að gíra sig upp fyrir gigg
með hinu?
Það er lítið mál, þetta er allt
saman gert úr sama efninu. Það er
afskaplega gaman að vinna og spila
með öllum þessum krökkum. Hjaltalín
er að vinna í nýju efni og ætlar að
frumflytja nýja músík á Airwaves-
hátíðinni þannig að það er spennandi.
Það er gott að hafa tækifæri á að
vinna í hvorutveggja, gerir líf mitt
breytilegt og skemmtilegt.
TROMMARI
Í ÖLLUM BÖNDU
M?
Skannaðu og
sjáðu Högna
og President
Bongó.
Sjáðu
GUSGUS-HÓPURINN
BAKSVIÐS Í BERLIN