Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 06.10.2011, Blaðsíða 18
Á unglingsárunum tókst þú þátt í pönkinu og nýbylgjunni. Hvað heillaði þig við þá senu? Mér fannst svona þessi DIY-andi („do it yourself“) mest spennandi. Hvenær varð þér ljóst að þú hygðist leggja tónlistina algjörlega fyrir þig? Það markast ekkert við eitthvað eitt svona sérstakt móment, þetta þróaðist bara. Mig var nú samt snemma farið að gruna að ég myndi gera eitthvað sem væri að minnsta kosti tengt tónlist, til dæmis útvarpsþátt eða vinna með eða í tónlistarskóla, sem ég er nú eiginlega að gera núna. Þú hefur ávallt lagt mikið upp úr flottum tónlist- armyndböndum og þar á meðal hefur þú gefið út sjö myndbönd í samvinnu við leikstjórann Michel Gondry. Er samstarf ykkar tveggja sérstakara en samstarfið við aðra leikstjóra? Michel er mjög góður vinur minn sem ég held ennþá sambandi við en ég á nú líka mjög sérstakt samband við Chris Cunningham og Spike Jonze, til dæmis, og samstarf mitt við þá hefur verið mjög gott. Þú komst fram á stærsta íþróttaviðburði heims, Ólympíuleikunum, í Aþenu árið 2004. Hvernig kom það til? Hefur þú áhuga á íþróttum? Þetta var eitthvað sem ég var beðin um og mér fannst rosa skemmtilegt að gera. Pælingin á bak við kjólinn sem ég klæddist var að hann var eins og hafið sem tengir allar þjóðir. Ég hef sjálf ekki mikinn áhuga íþróttum, nei. Hlustar þú mikið á tónlist í frístundum heima hjá þér? Já, ég hlusta á allavega tónlist. Ég hlusta á „soul“- tónlist frá Tælandi, klassíska tónlist, elektróníska „experimental“, „R ‘n‘ B“, popptónlist, „folk“. Átt þú þér einhver áhugamál utan tónlistarinnar sem þú sinnir í frístundum þínum? Ég þarf alltaf að vera mikið úti við, eins og að fara í göngutúra, hjóla, fara í sund og allt þess lags. Það hjálpar mér mikið. Heimildir herma að þú hafir selt eitthvað um fimmt- án milljónir platna um allan heim. Hvað hyggst þú halda áfram að gefa út tónlist lengi? Ég hef engin svoleiðis plön, maður bara impróvis- erar svona jafnt og þétt. Þegar þú dvelur erlendis eða ert á heimsflakki, saknar þú þá Íslands? Já, og þá helst vina minna og Vesturbæjarlaugarinn- ar og líka skafrennings og útilegu, ekki bæði í einu samt. 18 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2011 900 FERMETRA KJÓLL Árið 2004 kom Björk fram á setningarathöfn Ólympíu- leikanna í Aþenu. Atriðið var stórbrotið en þar flutti hún lagið Oceania sem var samið sérstaklega fyrir þetta tilefni en texta lagsins samdi skáldið Sjón. Á meðan á flutningi lagsins stóð flæddi 900 fermetra framlenging af kjólnum sem hún klæddist yfir endilangan íþróttavöllinn og huldi skarann af íþróttamönnum sem stóð á vellinum. Í lokin var heimskorti varpað á efnið og varð útkoman mikið sjónarspil. GOÐ Í AUGUM ANNARRA GOÐA Hljómsveitin Radiohead hefur getið sér gott orð í tónlistarheiminum og vilja margir jafnvel nefna hana til leiks sem bestu hljómsveit samtímans. Í augum hörðustu aðdáenda sveitarinnar er forsprakkinn Thom Yorke algjört goð. Þess má þó til gamans geta að sá hefur sjálfur látið út úr sér opinberlega að lagið Unravel úr smiðju Bjarkar sé uppáhaldslag hans í heiminum. Árið 2007 „coveraði“ Radiohead jafnframt lagið sem finna má á YouTube. Björk og Yorke hafa sungið saman inn á upptökur, meðal annars í laginu I‘ve Seen It All úr Dancer in the Dark. Skannaðu og sjáðu hvað Arnar Eggert og Beneditk segja um Biophilia Sjáðu Annars þoli ég reyndar ekki hrós, þau fara rosalega illa í mig.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.