Austri


Austri - 26.05.1978, Page 5

Austri - 26.05.1978, Page 5
Egilsstöðum, 26. maí 1978 AUSTRI 5 Hitaveitan Hitaveita er stærsta mál sveitarfélagsins í svipinn. Á myndunum hér að ofan sést yfir Urriðavatn og athafnasvæðið við borholuna. Á minni myndinni er op borholunnar sem býður þess að lokinu verði lyft af og ylurinn fari að streyma frá henni. Nú er komin frumáætlun um hita- veitu fyrir Egilsstaðahrepp unnin af verkfræðistofu Sveins Þórarinssonar og Guðmundar G. Þórarinssonar. í áætluninni er að finna margvísiegar upplýsingar varðandi framkvæmdina og eru niðurstöður hennar byggðar á upplýsingum frá sérfræðingum Orkustofnunar sem séð hafa um bor- un og athugun á holunni. Þó verður að taka þessar athuganir með nokkr- um fyrirvara, þar sem ekki er búið að fullrannsaka holuna og fá út hvað hún gefur mikið vatnsmagn og hvaða hitastig hún gefur. Reiknað er með að fáist 30 sek- úndulítrar af 65 - 70 gráðu heitu vatni. Aðveituæðin er 5.3 km. á lengd og stofnæðar í dreifikerfi 8.6 km. Vænt- anlega verða notaðar einangraðar stálpípur á steyptum stöplum. Heildarkostnaður við framkvæmd- ina er áætlaður 377 miljónir ki'óna, og hafa þá verið teknar inn 40 mil- jónir sem er borunarkostnaður við holu númer 4, búnaður við borholu, háspennulína, dælustöð, vatnsmiðlun- argeymir, aðveita og dreifikerfi. Fram kemur að hitaveitan er mjög hagkvæm framkvæmd því samkvæmt greiðsluyfirliti áætlunarinnar skilar hún greiðsluafgangi strax á fyrsta ári, þegar afborganir, vextir og rek- sturskostnaður hefur verið dreginn frá tekjum, þó mismunandi mikill eftir því hver lánakjörin eru. Almennur stjórnmálafundur verður haldinn í Valaskjálf föstudaginn 2. júní og liefst kl. 20.00 Ólafur Jóliannesson dómsmálaráðherra heldur ræðu of: svarar fyrirspurnum fundarmanna. Ávörp flytja: Halldór Ásgrímsson, alþingismaður Jón Kristjánsson, verslunarstjóri Alrún Kristmannsdóttir, skrifstofum. Fundarstjóri: Vilhjálmur Hjáhnarsson, menntamála- ráðherra. Fundurinn er öllum opinn. Kjördæmissamband Framsóknarmanna Austurlandi. I !

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.