Morgunblaðið - 03.04.2010, Side 10
10 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Vissulega kveiktu þessirsjónvarpsþættir á sínumtíma einhvern áhuga envið vitum reyndar að ekki
er allt samkvæmt raunveruleik-
anum þar. Við sjáum okkur því
kannski ekki fyrir okkur í öllu því
drama sem þar fer fram. En við
vorum bæði ákveðin í því strax í
lok grunnskóla að fara í lækn-
isfræði,“ segja læknar framtíð-
arinnar, þau Anna Mjöll Matthías-
dóttir og Hlynur Indriðason. Þau
eru bæði á lokaári í Mennta-
skólanum í Reykjavík og ætla að
þreyta inntökuprófið í læknisfræði
við Háskóla Íslands í sumar. Þau
eru í bekk sem tilheyrir Nátt-
úrufræði 1, en sú deild hefur af
gárungunum verið kölluð Litla
læknadeildin, vegna þess að margir
fara þaðan yfir í læknisfræðina.
Þau játa fúslega að hafa valið að
fara í MR og í þessa deild einmitt
af því að þau vissu að hún væri
góður undirbúningur fyrir há-
skólanám á heilbrigðissviðinu.
Anna Mjöll hefur meira að segja
keyrt daglega á milli Reykjavíkur
og Þorlákshafnar undanfarin fjögur
ár til að stunda námið í MR.
Aðeins 48 af 300 komast inn
„En það er alls engin ávísun á að
ná inntökuprófinu þótt við komum
úr þessari deild. Í fyrra var hlutfall
MR-nemenda sem komust inn, mun
minna en venjulega, en það eru ein-
ungis teknir inn 48 nemendur af
þeim 300 sem reyna hverju sinni.
Þetta er því augljóslega harður
slagur. En við lítum á það sem kost
að við útskrifumst sem stúdentar
aðeins tveimur vikum áður en inn-
tökuprófið fer fram, svo námsefnið
verður okkur í fersku minni. Við
lesum upp fyrir stúdentspróf allt
námsefni þeirra fjögurra ára sem
við höfum verið hér í MR, ólíkt því
sem er í áfangakerfinu. En auðvit-
að hafa allir möguleika á að ná inn-
tökuprófinu, úr hvaða framhalds-
skóla sem þeir koma,“ segja þau
Anna Mjöll og Hlynur og bæta við
að núna á lokaárinu þeirra í MR
læri þau líffærafræði, um líf-
færakerfin, sjúkdóma- og erfða-
fræði. „Þetta eru skemmtileg fög
sem ýta sannarlega undir áhugann
á læknisfræðinni.“
Eru ekki úr læknafjölskyldum
Í bekknum þeirra eru um tutt-
ugu og fimm nemendur og meiri-
hluti þeirra ætlaði í inntökuprófið í
læknisfræði núna í júní. „En það
hafa þó nokkrir hætt við og sumir
eru farnir að efast, eftir að lækna-
nemar komu hingað og kynntu
læknanámið. Þar kom nefnilega
fram að þetta er dýrt nám og það
eru ekki mikil laun í boði fyrr en
eftir að fólk hefur lokið sérnámi.
Fólk fer því ekki í læknisfræði til
að eignast peninga, það kemst ekki
gegnum þetta nema það hafi mik-
inn áhuga. Fyrst þarf að ljúka sex
ára grunnnámi hér heima, síðan
tekur við eitt ár í kandídatsnámi og
svo nokkurra ára sérnám erlendis.
Og margir starfa í nokkur ár hér
heima áður en þeir fara utan til að
sérhæfa sig,“ segja þau Anna Mjöll
og Hlynur sem hvorugt kemur úr
læknafjölskyldum. Áhuginn á lækn-
isfræðinni er því sjálfsprottinn.
„Mér finnst læknisfræðinámið
einfaldlega heillandi. Mig langar að
gera gagn og hjálpa fólki. Ég held
það hljóti að vera gefandi,“ segir
Anna Mjöll en Hlynur segir að fjöl-
breytileikinn sé eitt af því sem hafi
dregið hann að læknisfræðinni.
„Námið kemur inn á svo margt og
það er hægt að velja úr mörgum
ólíkum og spennandi sviðum í sér-
náminu.“
Þau segjast ekki vera búin að
ákveða hvaða sérnám þau ætli að
leggja fyrir sig, enda gera þau ráð
fyrir að það komi í ljós þegar þau
eru byrjuð í náminu og jafnvel ekki
fyrr en þau fara að vinna inni á
ólíkum deildum í starfsnáminu. Þó
hafa þau vissulega leitt hugann að
Læknar
framtíðarinnar
Þau neita því ekki að hafa horft á Bráðavaktina og
Grey’s Anatomy og að sá heimur sem þar birtist af
spítalalífi virki þó nokkuð heillandi. En það hafði
ekki úrslitaáhrif á að þau ákváðu að leggja fyrir sig
læknisfræði.
Morgunblaðið/Ómar
Í læknaleik Anna Mjöll og Hlynur æfa sig með alvöru græjur og í réttu klæðunum. Brúða með sýnileg líffæri að baki.
„Ég er að fara upp á Fimm-
vörðuháls á morgun
[fimmtudag] með eldri
börnum mínum tveimur og
manni. Það er alltaf gaman
að gera eitthvað saman og
þetta verður eflaust mögn-
uð lífsreynsla. Við komum
heim á föstudaginn svo ég
býst við að laugardeginum
verði tekið rólega,“ sagði
Dóra Magnúsdóttir mark-
aðsstjóri Höfuðborgarstofu,
þegar blaðamaður hringdi í
hana á miðvikudaginn og
spurði hvernig hún ætlaði að eyða komandi laugardegi.
„Þar sem laugardagurinn er hluti af stærra fríi ætla ég
að taka því rólega og gera vel við fjölskylduna. Ég ætla að
byrja daginn á því að baka heilsupönnukökur í morgunmat
sem er alltaf voða vinsælt á mínu heimili.
Eftir hádegi ætla ég í sund með börnin í einhverja
skemmtilega barnalaug eins og t.d í Kópavoginum og
slaka á þar. Svo væri tilvalið að fara í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinn en við förum þangað á svona tveggja mánaða
fresti,“ segir Dóra sem á fimm börn á aldrinum ellefu
mánaða til sautján ára.
„Um kvöldið er það síðan sjónvarpsdagskráin og að
nudda úr sér harðsperrur eftir fjallgönguna.“
Hvað ætlar þú að gera í dag?
Rólegheit með
fjölskyldunni
Morgunblaðið/Arnaldur
Morgunverður Dagurinn byrjar á pönnukökum.
Dóra Magnúsdóttir
Útvarpsleikhúsið frumflytur Blessuð sé minning nætur-
innar eftir Ragnar Ísleif Bragason á morgun, Páskadag,
kl. 14 á Rás 1.
Verkið fjallar um Sif sem missti eitt sinn barn og hef-
ur eytt ævinni í að kljást við sorgina. Barnið sem „aldrei
varð til“ er Adam, sem þráir það eitt að gera heiminn
fallegri með því að trufla mannfólkið ekki. Adam og Sif
fá tækifæri til að hittast aftur og uppgjör þeirra er
nauðsynlegt ef Sif á að geta náð sátt við sjálfa sig og
Adam sátt við heiminn.
Leikstjóri verksins er Símon Birgisson.
Endilega...
...hlustið
á Útvarpsleikhúsið
Adam og Eva Eða Adam og Sif?
Ef konur forðast eftirfarandi tíu
tískumistök sem vefsíðan Msn.com
telur upp eru þær nokkuð öruggar
um að líta þokkalega út.
Versla í unglingadeildinni. Ef þú
ert kynþroska er tími til að hætta að
versla í þessari deild. Unglingatískan
getur líka látið þig líta út fyrir að
vera eldri en þú ert.
Klæðast húðlituðum fatnaði. Eng-
inn lítur vel út í húðlit, hann dregur
fram hverja ófullkomnun í húðinni á
þér eins og bauga og rauða bletti.
Litlar handtöskur með tísku-
merki. Þó litla taskan þín skarti
stóru tískumerki þýðir það ekki að
hún líti út fyrir að vera dýr.
Gallaefni með gallaefni. Það er
mjög óklæðilegt að vera í gallabux-
um og gallajakka og jafnvel í galla-
skyrtu innan undir. Sem ein heild
gerir þetta ekkert fyrir þig en að-
skilið virkar þetta vel.
Bolir í einni stærð. Ein stærð sem
á að passa öllum passar engum.
Konur þurfa snið.
Íþróttapeysur. Í góðu lagi ef þú
ert að vinna í garðinum eða ert veik
heima. Í öðrum tilfellum lítur þú
pokalega út í íþróttapeysu, ólöguleg
og hversdagsleg.
Mömmugallabuxur. Þó þú sért að
snýta börnum og taka til allan dag-
inn þýðir það ekki að þú þurfir að
líta illa út. Ekki klæðast ljósum
gallabuxum með hátt og vítt mitti.
Hvítir íþróttaskór. Það á að klæð-
ast íþróttaskóm við íþróttaiðkun og
það er enginn flottur með skærhvíta
fætur. Prófaðu frekar götu-
íþróttaskó í flottum litum.
Örugg allan tímann. Það er ekk-
ert að því að vera örugg en fata-
skápur fullur af slíkum fötum er
svæfandi. Mynstur og litir gera þig
áhugaverða.
Röng stærð. Ef fötin passa ekki
ertu ekki flott. Ekki vera föst í
stærðum og taktu a.m.k. tvær
stærðir með þér í mátunarklefann.
Tíu algeng tískumistök
Reuters
Tískufyrirmynd Paris Hilton hefur gert mörg tískumistök í gegnum tíðina.
Ekki er flott að klæðast
gallaefni við gallaefni