Morgunblaðið - 03.04.2010, Side 22
22 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
MEÐ hækkandi hitastigi hefur út-
breiðsla skóga aukist hér á landi með
hverju árinu. Enn er spáð hækkandi
hitastigi á komandi áratugum, sem
myndi hafa í för með sér bætt skil-
yrði fyrir skógarplöntur. Svo gæti
farið að í lok þessarar aldar sæjust
hér skógar framandi plantna sem til
þessa hafa ekki verið þekktar hér á
landi.
Skógarmörk hækka
Björn Traustason og Þorbergur
H. Jónsson, sérfræðingar á Rann-
sóknastöð Skógræktar ríkisins að
Mógilsá, hafa velt fyrir sér mögu-
legri útbreiðsla trjátegunda með
hækkandi hitastigi á Íslandi og flutti
Björn fyrirlestur um efnið á fagráð-
stefnu skógræktarinnar fyrir
skömmu.
Í örstuttu máli eru niðurstöður
þeirra að skógarmörk birkis muni
hækka vegna sjálfsáningar, hægt
verður að rækta innfluttar trjáteg-
undir hærra í landinu en nú er gert
og möguleikar aukast á ræktun inn-
fluttra tegunda sem ekki hafa verið
raunhæfir kostir hingað til. Á heild-
ina litið mun hækkun hitastigs hafa
veruleg áhrif á útbreiðslu trjáteg-
unda.
Þeir Björn og Þorbergur gerðu
landfræðilega greiningu á því hvern-
ig útbreiðsla rauðgrenis, birkis og
eikar gæti breyst út frá hugsanlegri
hækkun hitastigs. Fyrir rauðgreni
og eik var útbreiðslan afmörkuð með
lágmarkshitastigi trjátegundanna,
seltu og vindálagi, en fyrir birki voru
einungis sett skilyrði um lágmarks-
hitastig. Möguleg útbreiðsla var
reiknuð út fyrir tímabilin 1823-1900,
og hitagögn frá Stykkishólmi lögð til
grundvallar, gögn frá Veðurstofunni
um hitastig voru notuð til að reikna
útbreiðslusvæðin, fyrir meðaltal ár-
anna 1961-2006 og sviðsmyndir mið-
að við spár um þróunina um miðja
þessa öld og í lok hennar.
Miðað var við 9,7°C meðalhita
júní, júlí og ágúst fyrir rauðgreni og
7,6°C fyrir birki. Fyrir eik var miðað
við 12,6°C meðalhitastig júní, júlí,
ágúst og september. Björn tekur
fram að inni í meðaltalinu 1961-2006
séu hafísárin n á 7. og 8. áratugnum
og þau kunni að skekkja myndina
eitthvað fyrir norðan- og austanvert
landið.
„Það sem þessi greining sýnir ekki
síst er hversu miklar breytingar á
mögulegri útbreiðslu trjátegunda
hafa orðið nú þegar og munu verða
ef hlýnun verður tvær til fjórar gráð-
ur til viðbótar,“ segir Björn í samtali
við Morgunblaðið.
Getur átt við um
gróðurfar almennt
„Þessi þróun getur ennfremur átt
við um gróðurfar almennt sem vænt-
anlega kemur til með að taka miklum
breytingum á næstu áratugum. Við
tökum ekki tillit til jarðvegs í þessari
greiningu okkar og ekki er til dæmis
gert ráð fyrir skordýraplágum sem
geta takmarkað útbreiðslu trjáteg-
unda í hlýnandi veðurfari.“
Meðfylgjandi myndir segja meira
en mörg orð um hvernig þróunin
getur orðið. Björn nefnir sem dæmi
að rauðgreni hafi lengi vel átt erfitt
uppdráttar hér á landi, en hafi tekið
vel við sér á síðustu árum með aukn-
um hlýindum. Varðandi þróunina á
þessari öld segir hann að bæði hafi
sést ýktari og íhaldssamari spár en
hér er miðað við.
„Við erum einfaldlega að sýna há-
mark þess útbreiðslusvæðis þar sem
væri hægt að setja niður plöntur út
frá ákveðnum forsendum. Það sem
mér finnst vera lærdómurinn af
þessu verkefni er hversu ofboðslega
miklar breytingar geta verið fram-
undan,“ segir Björn Traustason.
Birkið gæti þakið landið í lok aldar
Aukið hitastig eykur möguleika framandi plantna Rauðgrenið hefur þegar náð sér vel á strik
Miklar breytingar nú þegar „Ofboðslega miklar breytingar geta verið framundan“
Eikartré finnast vissulega hér á
landi og þeim gæti fjölgað
verulega á komandi áratugum
eins og sjá má á korti sem sýn-
ir mögulega útbreiðslu eikar.
Fleira er að breytast í skóg-
ræktinni eins og Jón Loftsson
skógræktarstjóri nefndi í sam-
tali við Morgunblaðið í fyrra-
haust er hann ræddi um ís-
lenska skóga:
„Fyrir 30-40 árum þegar ver-
ið var að efna í þessa skóga þá
var leitað að kvæmum, sem
menn töldu best henta íslensk-
um aðstæðum. Við náðum í
lerkikvæmi lengst inni í Síberíu,
en á þessum áratugum hefur
hlýnað verulega og auk þess
gerir oft hlýindakafla á miðjum
vetri, sem þessi Síberíu-kvæmi
þekkja ekki og þola hlýnunina illa.
Það sem var gott fyrir 30 árum er
ekki endilega gott lengur.“
Eikin á möguleika með hækkandi hitastigi
„UNDIRBÚNINGURINN felst ekki síst í því að
safna orku fyrir lotuna,“ segir Sigurði Heiðar
Höskuldsson. Þeir Sigurður og Ingi Þór Haf-
dísarson áforma að slá heimsmet í vasabiljarði
(pool) og ætla að standa við borðið í 72 klukku-
stundir. Þetta gera þeir í framhaldi af því að
félagi þeirra, Brynjar Valdimarsson, greindist
nýlega með MS-sjúkdóminn.
Heimsmetstilraunin hefst á hádegi annars
dags páska, mánudaginn 5. apríl, og stendur
til jafnlengdar á fimmtudag eða í samtals 72
klukkustundir. Núgildandi heimsmet í pool-
leik sem skráð er hjá Guinness eru rúmar 53
klukkustundir.
„Viðbrögðin sem við höfum fengið eru mjög
góð og við teljum þetta jafnframt ágæta leið til
að vekja athygli á MS-sjúkdómnum,“ segir
Sigurður sem líkt og Ingi hefur leikið pool í
áraraðir. Brynjar er hins vegar snókerleikari
og fyrrverandi atvinnumaður í greininni.
Bein útsending verður á netinu allan tímann
á www.pool.is og stofnuð hefur verið Facebo-
ok-síða: „Heimsmetstilraun Sigurðar Heiðars
og Inga Þórs“.
Þeir félagar standa nú í ströngu við skipu-
lagningu svo metið fáist skráð í Heimsmetabók
Guinness, en til þess þarf að uppfylla mörg og
ströng skilyrði. Eitt skilyrðanna er að óháð
vitni og tímaverðir sitji yfir þeim.
Hægt er að heita á kappana og renna öll
áheit óskipt til MS-félags Íslands.
Áheitasöfnunin fer fram í síma 568 8620
(milli kl. 10 og 15 virka daga) og með tölvupósti
á msfelag@msfelag.is en einnig verður hægt að
skrá áheit á staðnum.
Þá er hægt er að millifæra á reikning MS-
félagsins nr. 0115-26-102713 – kennitala
520779-0169. sbs@mbl.is
Ætla að slá heimsmet
í vasabiljarði
Morgunblaðið/Kristinn
Brattir Sigurður H. Höskuldsson og Ingi Þór Hafdísarson ætla að slá heimsmet í vasabiljarði.