Morgunblaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010 stöndum við. Amma var glæsileg og settleg kona eins og maður segir. Það var stæll yfir henni. Hún passaði að hárið væri alltaf vel snyrt og það hvarflaði ekki að henni að fara í Sparisjóðinn án þess að fara í lagn- ingu áður. Ömmu þótti gaman að punta sig og eignast ný og falleg föt. Það voru ófáar ferðirnar sem við syst- urnar fórum með ömmu og mömmu í Verðlistann og alltaf gat amma keypt sér eins og eina skyrtu eða peysu. Ömmu fannst gaman að skreyta sig með skartgripum og við gleymum ekki hversu ánægð hún var með gull- hringinn sem við gáfum henni þegar hún var níræð. Já, hún amma okkar var sko pæja sem tekið var eftir. Amma okkar var mikil félagsvera og tók virkan þátt í félagsstarfinu á Hraunbúðum, elliheimilinu í Eyjum. Amma var ákveðin, þrjósk og mikil keppniskona og þau voru ófá verð- launin sem hún vann í bingó í gegnum árin. Okkur systkinunum þóttu ferða- vinningarnir með Herjólfi fyndnastir, því þeir voru það margir að hún gat nánast farið vikulega upp á land með Herjólfi í heilt ár án þess að borga krónu. Þeir sem þekktu ömmu vissu að það var erfitt að ná henni í síma í há- deginu eða um eftirmiðdaginn, sá tími var helgaður sápuóperum. Okkur er minnisstætt eitt árið þegar amma fór í mánuð til Kanaríeyja en þá bað hún okkur systkinin að taka upp þættina á spólu, það mátti ekki missa úr þátt. Við höfum því átt margar umræður í gegnum tíðina með ömmu um Harold og vini okkar í Ramsey Street. Við systkinin eigum það sameigin- legt að flestallir okkar vinir þekkja ömmu Friðrikku. Amma bjó jú í Eyj- um og var höfðingi heim að sækja. Heimilið hennar var því að sjálfsögðu samkomustaður vina okkar á Þjóðhá- tíð. Amma bauð öllum okkar vinum í mat og tók ekki annað í mál en að all- ur hópurinn myndi mæta í kvöldverð því það þyrftu allir að nærast vel fyrir átök kvöldsins. Amma átti það jafnvel til að þvo fötin af hópnum ef illa viðr- aði því það skyldu allir mæta í hrein- um fötum í Dalinn. Við systkinin eigum dýrmætar og góðar minningar um yndislega mann- eskju. Manneskju sem kenndi okkur svo mikið og var okkur góð fyrir- mynd. Með þessum orðum kveðjum við þig, elsku amma okkar, takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum með þér. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíldu í friði, elsku amma. Ásta, Ólöf og Friðrik Árni Friðriksbörn. Elsku amma mín. Það er svo sárt að kveðja, þó svo ég hafi vitað að stutt væri í þennan dag þá var ég nú samt búin að telja mér trú um að við ættum eftir að eiga fleiri stundir saman. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki komið í heimsókn til þín niðrá Elló þegar ég er í Eyjum. Það var orðinn fastur lið- ur að kíkja á þig og heyra allar slúð- ursögurnar af því helsta sem var að gerast á Elló. Ég gleymi því seint þegar ég, þú, Hjördís heitin og fleiri vinkonur þínar sátum saman heilt kvöld niðrá Elló og slúðruðum um allt milli himins og jarðar. Þær hafa örugglega tekið vel á móti þér og fegnar að fá þig við sitt borð á ný. Elsku amma, þær eru ófáar minn- ingarnar sem koma upp í huga mér þegar ég hugsa til þín, Það er þó ein sem stendur upp úr. Þegar ég, þú og mamma fórum á leik hjá Birki heima í Eyjum, hann þá kominn í Hauka að keppa við ÍBV. Þegar nokkuð var lið- ið á leikinn og Birki að ganga mjög vel þá er einhver úr stúkunni sem hreytir í hann ófögrum orðum. Þó að þú hafir verið komin vel á níræðisaldurinn, þá þurftum við mamma að hafa okkur allar við til að halda þér kyrri í sæt- inu. Þú ætlaðir einfaldlega að hjóla í manninn. Það skyldi enginn voga sér að hreyta einhverju í barnabörnin þín. Þetta lýsir því kannski hversu vel þú stóðst við bakið á þínum og studdir okkur í öllu sem við tókum okkur fyr- ir hendur. Elsku amma, ég er svo óendanlega þakklát fyrir allan þann tíma sem við höfum átt saman, takk fyrir allar minningarnar, stuðninginn og hlýjuna sem þú hefur veitt mér. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Megi guðs englar vaka yfir þér, elsku amma mín Þín Þórey Friðrikka. Jæja, elsku amma, þá er þinn tími hér í okkar veröld liðinn og þú horfir eflaust niður til okkar ánægð á nýja samverustaðnum. Þegar ég skrifa þetta þá hellast yfir mig margar og ánægjulegar æsku- minningar. Ég man eftir jólaboðun- um þar sem ég og Þorsteinn Elías gerðum ævinlega eitthvað af okkur en vorum undir verndarvæng ömmu þannig að við sluppum með skrekkinn í þau skiptin. Eins voru gamlárskvöldin líka skemmtileg, þegar þú, Guðný amma og Ása hittust á Helgafellsbrautinni og skemmtuð ykkur fram eftir nótt- unni og oftast hressasta fólkið. Stuðningi þínum við mig í íþróttum á ég aldrei eftir að gleyma. Þú varðst fyrst til að setjast fyrir framan sjón- varpið ef leikir voru sýndir beint, komst á leiki ef spilað var í Eyjum og studdir einungis það lið sem ég spilaði með. Mig langar að þakka þér fyrir allar stundirnar og að hafa alltaf verið til staðar fyrir mig og mína fjölskyldu. Adela Björt vill einnig þakka fyrir alla þá ást og hlýju sem þú gafst henni og fyrir allar súkkulaðirúsín- urnar. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Vald. Briem.) Birkir, Kristín, Saga og Adela. HINSTA KVEÐJA Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Þín barnabarnabörn, Ragnar, Kristófer Már, Bára, Guðrún Ósk og Kolfinna. Hún amma mín var engum lík, hún var einstök. Það er skrýtið að hugsa sér lífið án hennar Erlu ömmu minnar sem ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa átt að í næstum 39 ár. Amma var ekki aðeins amma mín heldur einnig besti vinur minn og okkar barnabarnanna og gátum við leitað til hennar með allt milli himins og jarðar. Hún hafði alltaf brennandi áhuga á því sem við vorum að gera og fylgdist ávallt vel með þeim straumum og stefnum sem voru í gangi hverju sinni. Heimili ömmu og afa í Barðavog- inum var okkar aðalsamkomustaður og athvarf, þar átti maður öruggt skjól. Amma og afi tóku okkur alltaf opnum örmum og vissu ekkert skemmtilegra en að hafa sem flesta í kringum sig enda var ávallt líf og fjör Erla Egilson ✝ Erla Kristín Þor-valdsdóttir Eg- ilson fæddist á Pat- reksfirði 13. mars 1924. Hún lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 14. mars 2010. Útför Erlu var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 22. mars 2010. í Barðvoginum. Eftir að afi dó héldum við frændsystkinin „ömmukvöld“ en þá hittumst við öll heima hjá ömmu. Þessi kvöld eru ógleymanleg í minningunni því aldrei hefur maður hlegið eins mikið og á þess- um kvöldum. Amma átti stóran þátt í þess- um gleðistundum vegna þess að hún var mikill húmoristi og hafði einstakan húmor fyrir sjálfri sér og hló yfirleitt manna mest. Alltaf var hún tilbúin til að fara með okkur í leikhús, í bæinn, út að borða eða hvert sem við vorum að fara, hún var opin fyrir öllu. Amma var líka einstaklega sterk og raunsæ kona sem stóð ávallt sterk, sama hvað bjátaði á, það sá maður þegar stór áföll urðu í fjölskyldunni. Ég kveð hana ömmu mína með miklum söknuði en jafnframt þakk- læti fyrir að hafa alltaf verið til stað- ar fyrir mig, fyrir að vera mér ein- stök fyrirmynd og besti vinur sem hægt er að hugsa sér. Minningarnar eru ótal margar og geymi ég þær með mér um ókomin ár. Þórunn Erla. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður val- inn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt- ingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar • Hlýlegt og gott viðmót á Grand hótel. • Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum. • Næg bílastæði og gott aðgengi. Grand erfidrykkjur Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, sími 514 8000. erfidrykkjur@grand.is • grand.is Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, JÓNU GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, Hraunbúðum, Vestmannaeyjum, og heiðruðu minningu hennar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hraunbúða. Ólafur Eggertsson, Gunnar Marel Eggertsson, Þóra Guðný Sigurðardóttir, Guðfinna Edda Eggertsdóttir, Kristinn Hermansen, Sigurlaug Eggertsdóttir, Halldór Kristján Sigurðsson, Einar Ólafsson, Viktoría Ágústa Ágústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, MARÍASAR Þ. GUÐMUNDSSONAR frá Ísafirði, Efstaleiti 14, Reykjavík. Málfríður Finnsdóttir, Hildur Maríasdóttir, Þórður Oddsson, Guðm. Stefán Maríasson, Kristín Jónsdóttir, Áslaug Maríasdóttir, Skúli Lýðsson, Bryndís H. Maríasdóttir, Kristján Einarsson, Árni Maríasson, Guðrún Oddsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og hlýhug vegna andláts foreldra okkar, tengdaforeldra, afa og ömmu, STEINGRÍMS ÞÓRÐARSONAR frá Ljósalandi í Vopnafirði og HÖLLU EIRÍKSDÓTTUR frá Eskifirði. Eiríkur Steingrímsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Þórður Steingrímsson, Guðbjörg Eysteinsdóttir, Elsa Albína Steingrímsdóttir, Hans Guttormur Þormar og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.