Morgunblaðið - 03.04.2010, Blaðsíða 24
Apótekarinn í Garðs Apóteki byggir á góðum grunni í fjallgöngum því
hann stundaði maraþonhlaup. Hann segist þó ekki hafa hlaupið lang-
hlaup að gagni eftir að hann keypti apótekið, því sé verr og miður. Síðast
hljóp hann maraþon í London árið 2006. Helsta hreyfingin núna sé 30-50
mínútna gönguferð með hundinum á hverju kvöldi.
Haukur er ekki við eina fjölina felldur þegar að íþróttum kemur því
hann varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik í tennis í öðlingaflokki fyrir nokkr-
um árum. Hann vill þó ekki gera mikið úr því, segir svo fáa keppa í þeirri
íþróttagrein eftir fertugt.
Meðspilari hans er frægur knattspyrnukappi og landsliðsmaður, Ómar
Torfason. „Maður gutlar í þessu meðfram. Það er fínt að spila tennis úti
yfir sumartímann. Við tókum titilinn einkum af því að svo fáir keppa í
þessum flokki, það þurfti ekkert sérstaklega mikið til!“
Maraþon og tennis
24 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010
Bláa lónið er opið alla páskana frá kl. 10.00–20.00 • Sími 420 8800 • www.bluelagoon.is
Spennandi páskadagskrá:
Laugardagurinn, 3. apríl
kl. 14.00 og 14.45
Annar í páskum, 5. apríl
kl. 13.00
Annar í páskum, 5. apríl
kl. 14.30 og 16.30
Body Balance í boði Hreyfingar í fundarsal Bláa Lónsins.
Fyrstir koma fyrstir fá.
Menningar- og sögutengd gönguferð. 2-3 tíma gönguferð
fyrir alla fjölskylduna um nágrenni Bláa lónsins.
Mæting við bílastæði Bláa lónsins kl. 13.00.
Ekkert þátttökugjald er í gönguna.
Vatnsleikfimi í boði Hreyfingar fyrir gesti Bláa lónsins.
Nói Siríus býður öllum börnum
páskaegg á meðan birgðir endast
Þriggja daga gestakort í Hreyfingu
og Blue Lagoon Spa í boði
Eftir Jónas Haraldsson
GARÐSAPÓTEK, sem er í eigu
Hauks Ingasonar, er ódýrara en
aðrar lyfjaverslanir, slær m.a. við
lyfjakeðjunum, það sýnir ný
könnun Neytendastofu á verði
nokkurra lausasölulyfja. Í sjö til-
fellum af tíu var verðið lægst í
Garðsapóteki, m.a. á vinsælum
verkjalyfjum. Könnunin náði til
31 apóteks á höfuðborgarsvæð-
inu. Algengur verðmunur á ódýr-
ustu og dýrustu vörunni var í
kringum 30% en tæplega 50% þar
sem mest var.
Garðsapótek, á mótum Rétt-
arholtsvegar og Sogavegar í
Reykjavík, er miðsvæðis á höf-
uðborgarsvæðinu og byggir á
gamalli reynslu, er meira en
fimmtíu ára gamalt en Haukur
apótekari keypti það árið 2006.
„Ég gaf þá yfirlýsingu fyrir margt
löngu að ég myndi gerast feitur
apótekari þegar ég yrði fimm-
tugur. Það stóðst nokkurn veginn,
ég var 49 ára gamall þegar ég
keypti,“ segir hann.
Lágt lyfjaverð og
góð þjónusta
Þekkt eru dæmi þess að þeir
sem fyrirferðarmiklir eru á þess-
um markaði þrengi að hinum
smærri en Haukur kvartar ekki.
Slík dæmi séu fremur frá lands-
byggðinni þar sem lyfjakeðjur
hafi stillt upp apótekum við hlið
annarra apóteka. Lyfjaverslanir
séu allt í kringum Garðsapótek
og keðjurnar ekki frekar í sam-
keppni við það en önnur á svæð-
inu. Garðsapótek hafi lengi verið
á sínum stað en fáir hafi sýnt
áhuga á að kaupa það. Það sé
ekki í verslunarkjarna þar sem
keðjurnar vilji vera, helst með
matvöruverslun við hliðina. Garð-
sapótek var hverfisapótek en
þegar brúin kom yfir Miklubraut-
ina varð það miðsvæðis og náði
til fleiri.
Haukur segir Garðsapótek
bjóða lágt verð á lausasölulyfjum
og lyfseðilsskyldum lyfjum, enda
sé kjörorðið lágt lyfjaverð og góð
þjónusta. Reynt sé að þjónusta
viðskiptavini vel svo þeir komi aft-
ur. Um helmingur komi úr hverf-
unum í kring en hinn helming-
urinn víða að, frá Hafnarfirði,
Kópavogi, Mosfellsbæ, Garðabæ,
Álftanesi auk fjarlægari hverfa
Reykjavíkur.
Fólkið hefur fengið sig full-
satt af útrásarvíkingunum
„Fólk kemur vegna verðs og
þjónustu en einnig vegna þess að
apótekið er einkarekið. Margir
vilja ekki versla lengur við keðj-
urnar. Við njótum þess. Fólk kem-
ur beinlínis vegna þess og hefur
fengið sig fullsatt af útrásarvík-
ingunum.
Apótekakeðjurnar Lyf og heilsa
annars vegar og Lyfja hins vegar
voru mitt í því æði öllu saman.
Þeir sem að þeim stóðu fóru á sín-
um tíma hringinn í kringum landið
og keyptu upp öll apótek sem þeir
gátu keypt, með peningum úr
bönkunum og hótunum.
Nú hafa hins vegar skapast
tækifæri fyrir fleiri að koma með
einkarekin apótek en svo veit
maður ekki hvað verður um þess-
ar keðjur þegar ríkið eignast
þær, hvort þær verða seldar í
heilu lagi eða bútaðar niður. Ég
reikna þó með að ríkið reyni að
selja þær í heilu lagi, en svo er
spurning hver kemur til með að
kaupa?
Þetta var komið í tóma vitleysu.
Það var enginn lyfjafræðingur
sem kom nálægt stjórnuninni á
þessum lyfjakeðjum, bara brask-
arar og bisnessmenn.“
Engin yfirbygging
Haukur segir rekstur Garð-
sapóteks ganga vel vegna þess að
engin yfirbygging sé á því. Bók-
haldið sé unnið úti í bæ enda gott
að vera laus við það. „Hér vinnur
konan mín og fleiri í ættinni en í
heild eru starfsmenn tíu. Þetta er
mikil vinna en það er lokað um
helgar – og bara opið frá 9-18.
Þess vegna gat ég gengið á
Fimmvörðuháls um síðustu helgi
og skoðað gosið og fyrir nokkrum
vikum varð ég Íslandsmeistari í
bridge með spilafélaga mínum,
Jóni Þorvarðarsyni kennara. Ég
nota helgarnar í annað en vinn-
una, t.d. útivist og spila-
mennsku.“
Fólk kemur vegna verðs og þjónustu
Haukur Ingason varð apótekari 49 ára gamall, þegar hann keypti Garðsapótek sem slegið hefur
lyfjakeðjum við í verðkönnunum undanfarið Segir fólk hafa fengið sig fullsatt af útrásarvíkingum
Morgunblaðið/Eggert
Lyf „Margir vilja ekki versla lengur við keðjurnar. Við njótum þess. Fólk kem-
ur beinlínis vegna þess og hefur fengið sig fullsatt af útrásarvíkingunum.“