Morgunblaðið - 03.04.2010, Page 28

Morgunblaðið - 03.04.2010, Page 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010 BÓNDA nokkrum í bæjarferð varð það á að fríhjóla niður brekku þar sem var 30 km svæði sem og hann gerði í sparnaðarskyni vegna stöðugra olíu- verðshækkana. En dráttarvélin var þyngri en hann hugði og skrið- þunginn mikill. Lítrinn varð honum dýrkeypt- ur sem hann ætlaði að spara því sektin nam heilum 45.000 krónum og hraðinn sléttir 61 km/klst. Hann var sviptur ökuleyfi í 3 mánuði og fékk 3 punkta í ökuferilsskrá. Í dag situr hann á rándýrum námskeiðum í meðferð dráttarvéla til þess að fá ökuskírteinið á ný og geta þá komið sér heim í kotið á dráttarvélinni til kellu sinnar og krakka. Uppskálduð frétt. Þegar farið er inn á vefsvæði Um- ferðarstofu www.us.is má þar finna ansi skemmtilega reiknivél og þar er hægt að setja inn hraða miðað við hin ýmsu hraðamörk og reikna síðan út sektir. Nú ber að hafa í huga að það að fara á tvöföldum leyfilegum hraða hefur breytilega áhættu í för með sér gagnvart umhverfinu. Í vistgötu er hámarkshraði 15 km/klst og að aka það svæði á 30 km hraða er auðvitað brot á umferðarlögum en hafa ber í huga að maður á skokki og hlaupum er nálægt þessum hraða- mörkum,. Þegar sleginn er inn á reiknivélina góðu 96 km hraði á svæði sem hefur 50 km hámarks- hraða í þéttbýli er engin ökuleyf- issvipting en 3 punktar fara í ökufer- ilsskrá og ríkið fær 60.000 krónur. Í fjárlögum 2010 er gert ráð fyrir tekjum til ríkissjóðs vegna ýmissa sekta og viðurlagsákvæða, samtals 1.295.000.000 eða einum milljarði og tvö hundruð níutíu og fimm millj- ónum króna. Ef við hins vegar förum inn á þetta undarlega skilgreinda 30 km svæði og ekið er þar á 61 km hraða á klst. er 45 þús- und króna sekt, öku- leyfissvipting í 3 mán- uði og 3 punktar í ökuferilsskrá. Hand- hafi bráðabirgða- skírteinis sem fær sam- tals 4 refsipunkta í ökuferilsskrá er settur í ótímabundið aksturs- bann. Ökuskírteinið fær hann aftur eftir prófraun og talsverð fjárútlát. Sem dæmi um þetta 30 km svæðismerki má segja að það sé undarlega flokkað með bann- merkjum í reglugerð. Þar er m.a. stöðvunarskyldumerki og merki um sérstaka takmörkun á hámarks- hraða að finna og merkin því ákaf- lega staðbundin og eiga að vera sýni- leg, skilti um hámarkshraða á að vera við hvern vegakafla, a.m.k. þar sem hraðamörk eiga að gilda. Það merki sem allir þekkja og táknar svæði, þéttbýlismerkið, og líka merkið um vistgötu, eru hins vegar í flokkinum upplýsingamerki. Skyldu refsihæð brota og sektargreiðslur vera hærri innan bannmerkjanna en brot framin innan upplýsingamerkj- anna? Það þarf ekki endilega að vera en gæti verið og hér má bæta við að merki innan bannmerkja skulu vera skilmerkilega sett upp en merki inn- an upplýsingamerkjanna látin duga eitt eða tvö. Hér kemur villan á upp- setningu 30 km svæðismerkjanna, að þar er farið eftir lögmálum upp- lýsingamerkjanna en látið ógert að fara eftir reglum um umsetningu bannmerkja. Frétt á www.mbl.is 16.3. 2010 ber yfirskriftina „23 teknir á klukku- stund.“ En þar segir að 59% öku- manna á ákveðnu svæði þar sem há- markshraði er 30 km/klst hafi ekið of hratt. En á öðru svæði þar sem gullna reglan gildir um 50 km/klst hámarkshraða innan þéttbýlis voru aðeins 8% sektaðir. Er ekki hér komin skýringin, að mestu sökina á því að ekið er of hratt innan 30 km svæðis í svona miklum mæli á sú staðreynd að það er ekki merkt nema óverulega og ökumenn að ruglast á þessu sitt á hvað, auk þess eru 30 km svæðismerkin slá- andi lík 30 km skiltum um takmark- aðan hámarkshraða. Er lagastoð í lögunum fyrir reglugerð sem býr til þéttbýli innan þéttbýlis án þess að settur sé rammi af löggjafanum eins og gert er um vistgötu? Gagnvart umferðarmerkingum í lögunum 7. gr. er talað um vistgötu í eintölu! Þar sem það er á ábyrgð lög- reglustjóra sbr. 81.gr. umferðarlaga að sjá um og samþykkja umferð- armerkingar innan þéttbýlis sem ekki eru þjóðvegir sem eru á forræði Vegagerðarinnar, má þá ekki segja að þegar bæjarfélögin eru að sam- þykkja hvert í sínu lagi það sama, að það séu mistök og opni fyrir vitlaus- ar merkingar og misskilning? Það er mér fagnaðarefni að gert sé átak gegn umferðarlagabrotum en felur orðið „átak“ ekki í sér að slælega hafi verið haldið á málum áður eða a.m.k ekki nægjanlega vel? Væri þá ekki skynsamlegra, ef ná á niður hraða, að breyta 37. gr.umferðalaga, þ.e.a.s. ef vilji er fyrir því hjá lög- gjafanum þannig að í þéttbýli væri 30 km hámarkshraði í stað 50 km og síðan væru allar stofnæðar og annað sem við ætti merkt sérstökum tak- mörkunum á hámarkshraða. Um- fram allt ekki hraðasvæðismerki aft- ur innan hraðasvæðismerkja, þéttbýli innan þéttbýlis, takk, takk! Þar sem þéttbýli er innan þéttbýlis Eftir Baldvin Nielsen »Er lagastoð í lög- unum fyrir reglu- gerð sem býr til þéttbýli innan þéttbýlis án þess að settur sé rammi af löggjafanum eins og gert er um vistgötu? Baldvin Nielsen Höfundur er atvinnubílstjóri. ALÞJÓÐLEGUR baráttudagur kvenna var 8. mars síðastlið- inn. Hann er okkur áminning og tilefni til að líta um öxl og sjá hverju hefur verið áorkað hér á Íslandi í jafnréttismálum. Mik- ið hefur áunnist og er það fyrst og fremst að þakka harðri bar- áttu sem háð hefur verið. Enn er þó margt ógert á þessum mikilvæga vettvangi. Ég fór út í lífið þess fullviss að kynjajafnrétti ríkti og engin ástæða væri til að velta því frekar fyrir sér. Mér fannst öll umræða um jafnrétti púkaleg og óþörf. Síðan eru mörg ár liðin og reynsl- an hefur kennt mér að staðan er enn ójöfn. Sú staðreynd að kyn- bundinn launamunur er enn til staðar er til að mynda ólíðandi. Við getum ekki hætt hér og notið þeirra ávinninga sem barátta for- mæðra okkar skilaði. Við þurfum að halda áfram. Við getum velt þeirri spurningu upp hvort „góð- æri“ undanfarinna missera hafi skilað miklu fyrir kynjabaráttuna? Þær miklu breytingar sem eiga sér stað í þjóðfélaginu nú eftir kerfishrunið eru í vissum skilningi tækifæri til að endurraða og end- urskilgreina sem og því að svara spurningunni í hvernig samfélagi við viljum búa. Við þurfum að muna að setja jafnrétti í forgang þegar kemur að endurskoðun á uppbyggingu þjóðfélagsins. Fjöl- breyttur hópur nær betri árangri en einsleitur hópur. Ísland hefur oft verið fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að jafnréttismálum. Við búum í litlu samfélagi og það er eins með lítil samfélög og lítil fyrirtæki, það ætti að vera auð- veldara að koma þar á góðum breytingum. Höldum áfram að vinna að því að verða góð fyrirmynd ann- arra ríkja í jafnrétt- ismálum. Það á eftir að hjálpa okkur mikið við að byggja aftur upp trúverðuga ímynd þjóðfélagi okkar til hagsbóta fyrir dætur okkar og syni. Til að ná háleitum markmiðum um betra samfélag þar sem jafnrétti ríkir þurfum við öll að líta í eigin barm og gera það sem í okkar valdi stendur til að stuðla að jafn- rétti. Það er ekki nóg að stjórn- völd setji tilmæli eða jafnvel lög, það þarf meira til svo að breyt- ingar festist í sessi og verði að viðmiðum. Við sem komum að uppeldi barna þurfum að vanda okkur sérstaklega því viðmiðin og viðhorfin verða til strax þegar börnin eru ung. Virkjum kraft kvenna til góðra verka og þá verð- ur samfélagið betra. Fjölbreyti- leikinn er það sem auðgar lífið og gerir það réttlátara og skemmti- legra. Baráttunni er ekki lokið Eftir Hrefnu Ösp Sigfinnsdóttur » Við þurfum að muna að setja jafnrétti í forgang þegar kemur að endurskoðun á upp- byggingu þjóðfélagsins. Fjölbreyttur hópur nær betri árangri en eins- leitur hópur. Ísland hef- ur oft verið fyrirmynd annarra ríkja þegar kemur að jafnrétt- ismálum. Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir Höfundur er viðskiptafræðingur. MIKLAR breyt- ingar eru fyrirhugaðar á þjónustu við geðfatl- aða hér á landi með flutningi á málaflokkn- um frá ríki til sveita- félaga. Byrjað er á að sameina þjónustu við geðfatlaða sem til- raunaverkefni, en flutningur málaflokks fatlaðra í heild sinni til sveitarfélaga er fyrirhugaður um næstu áramót. Gefa þessar fyrirætl- anir kannski tilefni til þess að við stöldrum aðeins við og hugsum um það hvert við stefnum? Erum við með þessum skipulagsbreytingum að ein- blína á þjónustukerfin sem aftur styðja hugmyndir um að í svokallaðri „afstofnanavæðingu“ höfum við í raun ekki gert annað en að flytja stofnanirnar út í samfélagið? Það skiptir máli að ábyrgð þjónustukerf- anna dreifist og sé ekki öll á einni hendi heldur sé framkvæmd í þver- faglegri teymisvinnu þar sem ein- staklingurinn sjálfur er í miðju skipu- ritsins og allar áætlanir eru byggðar á. Ég tek undir orð Páls Matthías- sonar framkvæmdastjóra geðsviðs LSH sem fram komu í afmælisriti Geðhjálpar þann 26. mars síðastlið- inn þar sem hann taldi það ekki ákjósanlegt að setja alla þjónustuna undir einn hatt, í þessu tilfelli sveitarfélögin, heldur væri æskilegra að um væri að ræða stjórnskipulagseiningu sem á í miklu samspili við aðra velferðarþjón- ustu í landinu. Hvernig verða til dæmis fyr- irhugaðar breytingar í framkvæmd? Verður um virkt eftirlitskerfi að ræða og hver á að sinna því? Verður til staðar einhver sameiginlegur vett- vangur fatlaðra, þjónustuaðila og fræðimanna? Getum við verið fullviss um að sameining þjónustukerfanna skapi ekki einokunarstöðu sem verð- ur nýtt í þeim tilgangi að spara í þjónustu við geðfatlað fólk á þessum krepputímum sem við nú lifum? Sem þjóð berjumst við fyrir því að hafa sjálfsákvörðunarrétt í mik- ilvægum málum og fatlaðir eiga sér öfluga forystumenn í sinni baráttu sem telja að notendastýrð þjónusta sé það sem koma skal. Í notenda- stýrðri þjónustu er það einstakling- urinn sjálfur sem stýrir því hvar, hvernig og af hverjum þjónustan er veitt. Slíkt fyrirkomulag væri ákjós- anlegt fyrir marga geðfatlaða. Nán- ari skilgreiningu á notendastýrðri þjónustu má m.a. finna á vef Sjálfs- bjargar: http://www.sjalfsbjorg.is/ images/skjol/hvad_er_npa_sept- ember_2009.pdf Á ráðstefnu sem nýlega var haldin á vegum Rannsóknarseturs í fötl- unarfræði við Háskóla Íslands var notendastýrð þjónusta ásamt mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóð- anna um réttindi fatlaðs fólks til um- fjöllunar. Í setningarræðu félagsmálaráðherra á ráðstefnunni kom m.a. fram að ekki kæmi til greina annað en að fatlaðir veldu sjálfir hvað hentaði þeim. Það væri þeirra val með hverjum þeir byggju og hverjir það væru sem veittu þeim þjónustu, jafnvel þótt það kostaði meira en einhver önnur lausn. Félagsmálaráðherra hefur nýlega undirritað mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd en fjölmörg lönd hafa þegar undirritað sáttmálann og skuldbinda sig til þess að fylgja honum. Mann- réttindasáttmálinn er til þess fallinn að brjóta blað í réttindabaráttu fatl- aðra. Tengil á mannréttinda- sáttmálann á íslensku er að finna á slóðinni: http://fotlunarfraedi.hi.is/ page/rif_fotl_log_lagasetn Notendastýrð þjón- usta og geðfatlaðir Eftir Ingibjörgu Hrönn Ingimars- dóttur Ingibjörg Hrönn Ingimarsdóttir » Sem þjóð berjumst við fyrir því að hafa sjálfsákvörðunarétt í mikilvægum málum og fatlaðir eiga sér öfluga forystumenn í sinni bar- áttu sem telja að not- endastýrð þjónusta sé það sem koma skal. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur og MA í fötlunarfræði. BRÉF TIL BLAÐSINS Í málefnavinnu framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor hefur verið tekinn til skoðunar sá möguleiki að flytja heitt vatn til Færeyja, til almennrar notk- unar þar. Færeyjar eru fyrsta skrefið Heitavatns- notkun Orku- veitu Reykjavík- ur er komin í 85 milljón tonn á ári fyrir 210.000 manna íbúafjölda á þjónustusvæði hennar. Íbúafjöldi í Færeyjum er 60.000. Ef hver notandi í Færeyjum myndi nota 67% af því heitavatns- magni sem hver notandi í Reykjavík er ábyrgur fyrir, þá væri heita- vatnsmarkaður í Færeyjum um 16,3 milljón tonn á ári. Lítið hitastigsfall Útreikningar hafa leitt í ljós að hitastigsfall í farminum við flutn- inga til Færeyja eða Skandinavíu væri minna en 1,5°C miðað við nauðsynlega einangrun lesta skips- ins. Lausleg áætlun gerir ráð fyrir því að 20-30% af orkunni í heita vatninu jafngildi olíuorkunni sem þarf til að knýja skipin. Hlutfallið er háð siglingalengd og stærð skipa. Taka þarf tillit til margra þátta í verkefni sem þessu, en drifkraftur hagkvæmninnar er verðmunur milli landa á orku til húshitunar. Lausleg athugun hefur leitt í ljós að verð á heitu vatni í Kaupmannahöfn er 10 sinnum hærra en í Reykjavík og í Færeyjum 14 sinnum hærra. Umtalsverðar gjaldeyristekjur Ef gert er út eitt flutningsskip með burðargetu upp á 50.000 tonn þá væri hægt að anna um 15% af markaði fyrir heitt vatn í Færeyjum með 45-50 ferðum á ári. Ef greidd yrðu fyrir þetta vatn 80% af núver- andi gjaldskrá yrði velta þessara viðskipta um 14 milljarðar íslenskra króna á ári. Það eru miklir möguleikar í út- flutningi á heitu vatni og Færeyjar væru hugsanlega bara byrjunin. Ef vel gengi væri hægt að skoða út- flutning á heitu vatni til Kaup- mannahafnar og fleiri stórborga á Norðurlöndum og til borga í Skot- landi. Við þurfum að nýta alla möguleika til atvinnusköpunar og þarna er um að ræða tækifæri sem gæti leitt til verulegra gjaldeyr- istekna. EINAR SKÚLASON oddviti framsóknarmanna í borgarstjórnarkosningunum Útflutningur á heitu vatni Frá Einari Skúlasyni Einar Skúlason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.