Morgunblaðið - 03.04.2010, Page 40
40 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2010
Sudoku
Frumstig
8 3 7
4
7 6 2 5
4 6 7
2 9 5
8 4 7
2 4
7 4 8
9 5 6 3
3 5 2
4 8 1
6
8 6 3
7 3 5 6
6 1 9
3 2 7 8
5 8 1
8 6 4
7 6 4 1
8 2 7
8 3 2
2 8 4 6 7
9
7 3 4
9 6
7 9 8
7 2 4 3 5 1 9 6 8
5 3 1 6 8 9 4 7 2
9 6 8 2 4 7 5 1 3
2 8 6 1 9 3 7 4 5
4 9 3 7 2 5 6 8 1
1 5 7 8 6 4 2 3 9
3 1 5 4 7 2 8 9 6
6 4 2 9 1 8 3 5 7
8 7 9 5 3 6 1 2 4
9 4 8 7 5 6 2 3 1
1 7 2 9 3 8 6 5 4
3 5 6 1 4 2 8 7 9
7 2 1 3 6 9 5 4 8
6 9 4 8 7 5 1 2 3
8 3 5 4 2 1 9 6 7
2 8 7 6 9 4 3 1 5
5 1 3 2 8 7 4 9 6
4 6 9 5 1 3 7 8 2
3 2 1 8 7 5 9 4 6
6 9 4 3 2 1 7 8 5
8 5 7 6 9 4 1 3 2
2 1 9 5 3 8 4 6 7
5 7 8 9 4 6 3 2 1
4 3 6 2 1 7 5 9 8
7 6 3 1 8 9 2 5 4
9 4 5 7 6 2 8 1 3
1 8 2 4 5 3 6 7 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 3. apríl, 93. dagur
ársins 2010
Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja
mér alla ævidaga mína, og í húsi
Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.)
Víkverji er enn að reyna að geraupp við sig hvort hann eigi að fá
sér páskaegg eða ekki. Páskaeggin
eru girnileg ásýndar og það fylgir því
skemmtileg stemning að opna þau,
gægjast inn og finna málsháttinn og
brjóta svo fyrsta bitann. En þá byrja
líka vonbrigðin, því aldrei skulu
páskaeggin standa undir væntingum
Víkverja, þau eru bara alls ekki góð.
x x x
Reyndar er ekki alveg að markaVíkverja því hann verður sífellt
vandlátari á sælgæti og hefur raunar
áhyggjur af því að hann sé að missa
hina svokölluðu „sætu tönn“ eins og
Bretar kalla smekkinn fyrir sætind-
um. Eitt sinn var það þannig að þegar
Víkverji fór út að borða leit hann
fyrst á eftirréttarseðilinn og valdi sér
svo aðalrétt í samræmi.
x x x
Nú orðið er Víkverji hinsvegar oftspenntari fyrir forréttinum og
sama hversu mikið hann reynir að
magna upp löngun í einhvern dísætan
eftirrétt þá tekst það ekki.
x x x
Áhuginn á kökum virðist nefnilegahafa gufað upp að miklu leyti.
Það sem af er páskum hefur hann far-
ið í tvær fermingarveislur, í hinni
fyrri var matur en í hinni seinni var,
Víkverja til mikilla vonbrigða, ein-
göngu boðið upp á kökur. Þetta varð
til þess að Víkverji fór svangur heim.
x x x
Reyndar hefur Víkverji alltaf veriðog er enn afskaplega hrifinn af
súkkulaðikökum. Hann er hinsvegar
hættur að sætta sig við hvaða súkku-
laðiköku sem er og ef þær eru ekki
akkúrat eins og Víkverji vill hafa þær
þá gufar áhuginn fljótt upp og Vík-
verji klárar sneiðina aðeins fyrir
kurteisis sakir.
Að sumu leyti er þetta áhugaleysi
um sætindi fagnaðarefni en stundum
saknar Víkverji þess samt að hafa
ekki ólma löngun til að svelgja í sig
sætindin sama hverrar gerðar þau
eru. Það á til dæmis við um páskaegg-
in, því án þeirra eru páskarnir hálf-
tómlegir. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 neyðir, 4
þekkja, 7 kostnaður, 8
aula, 9 held, 11 hófdýrs,
13 forboð, 14 hrópa, 15
drepa, 17 húðfellingu, 20
elska, 22 duglausi mað-
urinn, 23 báran, 24 sér
eftir, 25 kaldur vindur.
Lóðrétt | 1 bein, 2 and-
blærinn, 3 vært, 4
skikkja, 5 minnast á, 6
sleifin, 10 skriðdýrið, 12
keyra, 13 hryggur, 15 ól,
16 kaldur, 18 bál, 19 stíl-
vopn, 20 flanar, 21 nöld-
ur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 stirðbusi, 8 gæðum, 9 lugta, 10 ról, 11 syrgi, 13
akrar, 15 hafts, 18 argar, 21 tel, 22 glata, 23 detta, 24
skapanorn.
Lóðrétt: 2 tíðar, 3 rúmri, 4 bulla, 5 sægur, 6 uggs, 7
gaur, 12 gat, 14 ker, 15 högl, 16 flakk, 17 stapp, 18 ald-
in, 19 gætir, 20 róar.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e6 7. O-O Be7 8.
Kh1 Dc7 9. f4 Rc6 10. Bf3 Bd7 11.
Be3 Hc8 12. g4 h6 13. Hg1 b5 14. a3
Ra5 15. g5 hxg5 16. Hxg5 Rc4 17.
Bc1 e5 18. Rf5 Bxf5 19. exf5 e4 20.
Bg2 Kf8 21. b3 Rb6 22. Bb2 d5 23.
Dd2 Hh4 24. Hf1 Rg4 25. Rxd5
Hxh2+ 26. Kg1 Bc5+ 27. Bd4 Rxd5
28. Hxg4 Hh7 29. Hg3
Staðan kom upp í seinni hluta Ís-
landsmóts skákfélaga sem lauk fyrir
skömmu í Rimaskóla í Reykjavík.
Stefán Bergsson (2070) hafði svart
gegn Matthíasi Péturssyni (1932).
29… Rxf4! 30. Hxf4 Bxd4+ 31. Kf1
hvítur hefði einnig tapað eftir 31.
Dxd4 Dxf4. 31… Be5 32. Db4+ Bd6
33. Dxe4 Bxf4 og hvítur gafst upp.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Göslarar.
Norður
♠--
♥10943
♦ÁD8
♣ÁD10932
Vestur Austur
♠G63 ♠109875
♥KG652 ♥D7
♦1053 ♦974
♣G6 ♣K54
Suður
♠ÁKD42
♥Á8
♦KG62
♣87
Suður spilar 6G.
Þeir fóstbræður, Helness og Hel-
gemo, spila opið og lausbeislað kerfi.
Það dugir þeim jafnan vel á lægri sagn-
stigum, en slemmutæknin er brokk-
geng. Í þessu spili Vanderbilt-úrslitanna
enduðu þeir í 6G, sem er vægast sagt
hræðileg slemma og steindauð með
hjartaútspili. Sagnir þróuðust þó skyn-
samlega framan af: Opnun á 1♠ hjá Hel-
gemo í suður, svar á 2♣ og svo 2♦ hjá
opnara. Nú meldaði Helness fjórða lit-
inn, sagði 2♥, sem í þessari stöðu neitar
góðri grandfyrirstöðu. Helgemo sagði
2G og Helness lyfti í 3G. Með 17 punkta
taldi Helgemo að hann yrði að gera
meira og sagði 4♠ – eins konar slem-
muáskorun með góðan spaða. Þá tók
Helness undir sig stökk í 6G.
Tveir niður? Nei, Levin í vestur þorði
ekki að hreyfa hjartað og lagði af stað
með ♣G!?
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Ekki hafa svo miklar áhyggjur
af öllum sköpuðum hlutum að þú komir
engu í verk. Láttu það eftir þér að vera
ein/n með sjálfum/sjálfri þér í dag.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Einhver mál koma upp á yfirborð-
ið. Vandaðu því vel mál þitt svo að ekki
þurfi að koma upp misskilningur að
ástæðulausu.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Stöðugleiki er þín sterka hlið,
en þér finnst líka stundum sem þú sért
að springa. Þú sérð fram á rólegri daga.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú færð góðar hugmyndir í dag
um það hvernig þú getur nýtt orku ann-
arra til að gera gagn. Haltu þínu striki
því sumum er ekki sjálfrátt vegna eigin
mistaka.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Nýjar hliðar á vandasömu verkefni
krefjast allrar þinnar athygli og atorku.
Þú átt erfitt með að einbeita þér að
vinnunni.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Í dag væri ekki vitlaust að leiða
til lykta vandamál tengd samskiptum
við hið opinbera. Reyndu að leita skjóls
frá kröfum annarra og hvíla þig.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú finnur þig bæði í að vera leið-
togi og sem hluti af hópnum. Með yf-
irvegun vinnur þú best. Láttu slag
standa.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú veist ekki af hverju en
þú ert eitthvað óákveðin/n í dag.
Komdu jafnvægi á hugann svo þú getir
komið einhverju í verk.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú vilt sjá árangur erfiðis
þíns og þá er ekki við neinn annan að
tala en sjálfan þig. Einhver kemur þér
til bjargar í erfiðum aðstæðum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Óþroskað fólk sem tekur
meira en það gefur rænir þig tíma og
krafti þegar til langs tíma er litið.
Sýndu öðrum þolinmæði og reyndu að
sýna meiri skilning og umburðarlyndi.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Sumir leita til þín með mál
sín í fullri alvöru, en svo eru þeir, sem
eru bara að tékka á skoðunum þínum.
Varðandi gamla ást: um leið og þú
gleymir henni þá minnir hún á sig.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú þarft að fá frí frá miklum
önnum. Njóttu þess sem þú hefur.
Hugsun þín er skýr og þú ert tilbúin/n
til að sökkva þér niður í hlutina.
Stjörnuspá
3. apríl 1939
Gengi íslensku krónunnar var
fellt í fyrsta sinn. Sterlings-
pund kostaði 27 krónur í stað
22,15 kr. áður.
3. apríl 1943
Listamannaskálinn við Kirkju-
stræti í Reykjavík var vígður
við hátíðlega athöfn og opnuð
„fjölskrúðugasta listasýning
eftir íslenska myndlistarmenn
er sýnd hefir verið til þessa,“
eins og sagði í Morgunblaðinu.
Skálinn var rifinn árið 1968.
3. apríl 1984
Hundahald var leyft í Reykja-
vík, að uppfylltum ströngum
skilyrðum. Það hafði verið
bannað haustið 1971.
3. apríl 1997
Gústaf Bjarnason handknatt-
leiksmaður setti met í marka-
skorun í landsleik gegn Kín-
verjum, skoraði 21 mark.
Ísland vann 31:22.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Hákon Sig-
tryggsson tækni-
fræðingur og
fyrrverandi
starfsmaður
Vegagerðar rík-
isins verður ní-
ræður mánudag-
inn 5. apríl.
90 ára
Helga Rún Gunnlaugsdóttir,
Aníta Guðrún Sigurðardóttir og
Ágústa Sigurðardóttir héldu tom-
bólu og söfnuðu kr. 2.998 fyrir
börnin á Haítí, sem þær afhentu Ár-
nesingadeild Rauða krossins.
Hlutavelta
„ÉG er enn ekki búin að ákveða hvað ég ætla að gera
í tilefni dagsins, þ.e. hvort ég eigi að halda partí eða
bara fara með einhverjum út að borða,“ segir Halla
Kristín Einarsdóttir, kvikmyndagerðarkona, sem
ætlar að njóta þess í páskafríinu að liggja í leti og
lesa góðar bækur ásamt sex ára gamalli dóttur sinni.
Spurð um eftirminnileg afmæli nefnir Halla af-
mælisveislu sem vinir hennar skipulögðu til að koma
henni á óvart. „Þannig var að ég hélt ekkert upp á 30
ára afmælið mitt og þegar ég varð 31 árs ákváðu vin-
ir mínir að halda upp á 30 ára afmælið með óvæntri
afmælisveislu,“ segir Halla og tekur fram að vinum hennar hafi al-
gjörlega tekist að plata hana upp úr skónum, dressað hana upp og látið
hana halda að hún væri aðeins að gera vinkonu sinni greiða með því að
sitja fyrir í myndatöku og þannig skilað henni á partístaðinn algjörlega
grunlausri.
„Sem barni þótti mér alltaf leiðinlegt þegar afmælið mitt bar upp á
páskadag því þá fékk maður ekkert nema páskaegg. Ég hef hins vegar
aldrei verið neinn sérstakur súkkulaðifíkill,“ segir Halla og nefnir sem
dæmi að þegar hún varð 7 ára hafi hún fengið 11 páskaegg í afmæl-
isgjöf sér til lítillar ánægju. silja@mbl.is
Halla Kristín Einarsdóttir 35 ára
Enginn súkkulaðifíkill
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is