Morgunblaðið - 03.04.2010, Síða 52
LAUGARDAGUR 3. APRÍL 93. DAGUR ÁRSINS 2010
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Horfin stúlka fannst látin á heimili sínu
2. Barn lést meðan foreldrarnir spiluðu...
3. Slasaðist á Fimmvörðuhálsi
4. „Þetta eru hryðjuverkamenn“
Sólóplata Jónsa, Go, streymir nú í
heild sinni á netinu á opinberum síð-
um. Formlegur útgáfudagur er á
mánudaginn, 5. apríl. Streymið má
nálgast á myspace og npr.
Allt fram streymir
hjá Jónsa
Radíusbræður,
þeir Steinn Ár-
mann Magnússon
og Davíð Þór
Jónsson, munu
snúa aftur á litla
svið Borgarleik-
hússins 24. apríl
næstkomandi.
Munu þeir vinna
með tvö uppistönd eftir Ricky Ger-
vais sem kallast Pólitík og Villdýr.
Davíð Þór Jónsson segist ekki útiloka
að umsvif bræðranna verði meiri í
kjölfarið. »44.
Radíusbræður
og Gervais
Páskamarkaður
Styrmis verður
haldinn í dag á
Barböru. Styrmir
er íþróttafélag
sem stofnað var í
þeim tilgangi að
hvetja samkyn-
hneigða til
íþróttaþátttöku.
Styrmir mun taka þátt í stóru
íþróttamóti í Köln í ágúst næstkom-
andi og mun allur ágóði af vöru- og
veitingasölu ganga upp í ferðakostn-
að vegna mótsins.
Páskamarkaður
Styrmis á Barböru
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Norðan- og norðaustanátt, víða 5-10 m/s en hvassari á stöku stað. Dálítil él N-lands en
léttskýjað að mestu syðra.
Veðrið um páskana
Norðvestlæg átt, 10-18 m/s á annesjum N-lands. Snjókoma eða él. Víða bjart S- og V-
lands. Hiti 0 til 3 stig S- og V-lands. Á páskadag verða vestlægar átti ríkjandi með éljum
vestanlands. Frost 0 til 6 stig. Annan í páskum er gert ráð fyrir slyddu SA-lands.
Mikil eftirvænting ríkir í Reykja-
nesbæ eftir að ljóst varð að grann-
liðin Keflavík og Njarðvík mætast í
undanúrslitum Íslandsmóts karla í
körfubolta. Njarðvík lagði Stjörnuna
og Keflavík sigraði Tindastól í odda-
leikjum 8-liða úrslitanna í fyrrakvöld.
Fyrsta rimma Suðurnesjastórveld-
anna fer fram í Keflavík á mánudags-
kvöldið. »4
Grannaslagur fram-
undan í körfuboltanum
Það er víða pott-
ur brotinn í
kvennafótbolt-
anum. Íslensku
landsliðskonurnar kynntust því
í Króatíu og Serbíu að vanvirð-
ing og neikvætt viðhorf kom
fram í ýmsum myndum. Þá
vöktu slakir dómarar athygli.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
landsliðsþjálfari er ósamþykkur
þeirri stefnu UEFA að konur eigi
að dæma hjá konum. »3
Vanvirðing og
slakir dómarar
Kylfingurinn Stefán Már
Stefánsson hefur ver-
ið á ferð og flugi
undanfarnar vik-
ur og mánuði.
Hann hefur keppt
á mótum í þremur
heimsálfum eftir
áramótin og ætlar
sér að spila á
þýsku mótaröð-
inni fram á
haustið. Þá
hyggst hann
glíma við
úrtökumót fyrir
Evrópumóta-
röðina. »2
Hefur keppt í þremur
heimsálfum á árinu
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sbs@mbl.is
SAMKVÆMT formlegri skráningu
er jeppinn sem Hafsteinn Reykjalín
í Kópavogi á Willys JC 5, árgerð
1947. Í tímans rás hefur bílnum
hins vegar verið breytt með ýmsu
móti svo úr hefur orðið nokkurs
konar blanda bíla af ýmsum teg-
undum. „Hvar sem ég fer vekur
bíllinn athygli. Svo er hann líka
skemmtilega kraftmikill svo að ég
verð nánast sautján ára aftur þegar
ég fer í bíltúr,“ segir Hafsteinn.
Góður í heyskapnum
Á eftirstríðsárunum var mikill
fjöldi Willys-jeppa fluttur til lands-
ins, enda eru þeir hentugir sem
landbúnaðartæki. „Við pabbi keypt-
um þennan bíl í sameiningu árið
1956 þegar ég var sextán ára. Þar
sem ég ólst upp á Hauganesi við
Eyjafjörð var ansi hentugt að vera
með svona jeppa, enda voru allir
með sjálfsþurftarbúskap og því var
gott að nota Willys í heyskapnum,
til að komast í kaupstaðinn, á böllin
og hvaðeina,“ segir Hafsteinn.
Þegar fram liðu stundir var jepp-
anum lagt svo hann fór að grotna
niður. „Ég flutti suður en vissi allt-
af af bílnum heima á Hauganesi. Í
einhverri ferðinni norður, líklega í
kringum 1985, ákvað ég hins vegar
að kippa jeppanum með mér suður
og hóf í famhaldinu endursmíði
hans í bílskúrnum. Setti undir hann
nýjar hásingar og drif og 350 cb
vél, miklu stærri og aflmeiri en þá
upprunalegu. Einnig nýja sjálf-
skiptingu. Þá var húsið á bílnum
farið að ryðga svo ég fór inn í
Vökuport og fann þar ágætt hús af
Bens-fólksbíl. Ég logskar það af,
sneið til og festi síðan á Willysinn
og það kom bara ljómandi vel út,“
segir Hafsteinn.
Breiðdekkjaður í jöklaferðir
Jeppinn er á 38 tommu breið-
dekkjum og hentar því því vel til
aksturs á snjó. Ferðirnar til dæmis
yfir Langjökul, Skjaldbreið og fleiri
fjöll sunnan heiða eru ófáar og eins
veiðitúrarnir á sumrin. Oft lenda
menn þá í slarki. En aldrei klikkar
Willysinn – sem Hafsteinn er búinn
að eiga í 54 ár og ætlar að nota
áfram og stefnir á ferðalag á Eyja-
fjallajökul að gosstöðvum nú um
páskana.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jeppamaður Hafsteinn Reykjalín við jeppann, sem klikkar aldrei þrátt fyrir að vera kominn til ára sinna.
Ætlar að eldgosinu á 63
ára gömlum Willys-jeppa
NORRÆNA
vatnslitasafnið
var í liðinni viku
valið Besta safn
Svíþjóðar árið
2010. Bera Nor-
dal stýrir safninu
sem þykir í
fremstu röð fyrir
sýningar á
heimsmæli-
kvarða og einnig fyrir rannsóknir
og menntun. „Safnið er tíu ára í
júní og þessi viðurkenning er besta
afmælisgjöf sem við gátum fengið,“
segir Bera.
Í úrskurði dómnefndar kemur
fram að safnið hafi náð fram-
úrskarandi árangri í að vekja at-
hygli almennings á þeirri breidd og
gæðum sem finna megi í vandaðri
vatnslitalist, auk þess sem það hafi
náð að viðhalda miklum vinsældum
meðal gesta. Með starfinu í safninu
hafi tekist að umbreyta nærsam-
félaginu.
Bera ræðir safnið og listina í
Sunnudagsmogganum.
Bera stýrir
besta safninu
Bera Nordal
„ÉG á Kvenna-
smiðjunni mikið
að þakka,“ segir
María Sif Erics-
dóttir. Eftir
vímuefnaneyslu
frá unglings-
árum náði María
Sif fótfestu í
Kvennasmiðj-
unni sem er sam-
starfsverkefni
Tryggingastofn-
unar og velferðarsviðs Reykjavík-
urborgar. Frá því úrræðið var sett
á laggirnar 2001 hafa 110 konur í
þrettán hópum lokið námi. Mark-
miðið er að auka lífsgæði einstæðra
mæðra sem búa við félagslega erf-
iðleika og styðja þær til sjálfs-
bjargar. Úrræðið þykir hafa heppn-
ast vel en það er kynnt sérstaklega
nú í tilefni Evrópuársins 2010 sem
helgað er baráttu gegn fátækt og
félagslegri einangrun. | 4
Kvennasmiðja
heppnast vel
Maria Ericsdóttir
ásamt börnum
sínum.