Morgunblaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LJÓST virðist að þann tíma sem skýrslan fjallar um hafi leikið laus- um hala ýmsar höfuðsyndir mann- kyns um árþúsundir; óhóf, græðgi, dáðleysi, heift, öfund og dramb. Einnig koma fram sterkar vísbend- ingar um lögbrot sem framin hafa verið í rekstri þeirra fyrirtækja sem mest er um fjallað í skýrslunni,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formað- ur Samtaka atvinnulífsins, um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í ræðu sinni á aðalfundinum í gær. Vilmundur tók til bráðabirgða við formennsku í SA og var nú kjörinn formaður með um 87% atkvæða. Hann sagði „ógnvænlegt“ að um- svifamestu eignarhaldsfélögin og fjármálafyrirtækin skyldu geta vald- ið jafnmiklu tjóni á ekki lengri tíma. „Samtök atvinnulífsins voru and- varalaus gagnvart því sem raun- verulega var að gerast og tóku ekki mark á þeim aðvörunum sem þó komu fram á þessu tímabili um hætturnar sem hagkerfinu voru búnar,“ sagði Vilmundur. „Samtökin munu taka alvarlega ábendingar sem fram koma í viðauka skýrsl- unnar um siðferði og starfshætti í tengslum við fall íslensku bankanna árið 2008. Farið verður yfir ábend- ingarnar og metið hvað megi betur fara í starfsemi samtakanna og hvort setja eigi viðmiðunarreglur fyrir þá sem starfa á vegum SA í stjórnum sjóða og stofnana.“ Endurreisn trausts á verð- bréfamarkaði væri lykilþáttur í upp- byggingunni eftir hrunið. Fyrir- tækin yrðu að hafa svigrúm til þess að stunda nýsköpun, geta hagnast og greitt eðlilegan arð. Þorri fyr- irtækja hafi ekki tekið þátt í þeirri hegðan sem lýst sé í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar. Þvert á móti stundi flestir rekstur sinn „af kost- gæfni, hófsemd, þrautseigju og heið- arleika“. Hann taldi aðildarviðræður við Evrópusambandið verða mjög gagn- legar hvort sem af aðild yrði eða ekki. Ávinningur af aðild fyrir Ísland yrði mestur af aðild að mynt- samstarfi Evrópu og til lengri tíma með upptöku evru. Morgunblaðið/Kristinn Gesturinn Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins á hótel Nordica í Reykjavík í gær. Mynd af ræðumanni var varpað á stóran skjá en á fjórða hundrað manns sótti fundinn. Syndir eins og óhóf og græðgi „léku lausum hala“ Nýr formaður Samtaka atvinnu- lífsins var harðorður um and- varaleysi eigin samtaka í ræðu sinni. En hann sagði rangt að öll fyrirtæki væru sek; þorri þeirra hefði ekki tekið þátt í sukkinu.  Formaður Samtaka atvinnulífsins segir þau ekki hafa tekið mark á aðvörunum Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is „VITNISBURÐUR rannsóknar- skýrslunnar um háttalag helstu for- kólfa atvinnulífsins sem var, hlýtur að verða lagður til grundvallar með öðru þegar metið er hvort viðkom- andi aðilar séu verðir áframhaldandi samstarfs eða trausts,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir, forsætisráð- herra, í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í gær. Aðspurð sagðist Jóhanna ekki eiga við neina tiltekna viðskipta- menn eða fyrirtæki, heldur einfald- lega að það viðhorf sem lýst er hér að ofan yrði almennt haft til hliðsjónar, m.a. við skuldameðferð þeirra fyrir- tækja sem bankarnir hafa tekið yfir. Forsætisráðherra sagði ríkis- stjórnina þó ekki geta beitt sér fyrir því með beinum hætti að koma í veg fyrir að fyrirtækin verði aftur sett í hendur þeirra sem fá áfellisdóm í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Það er náttúrulega í höndum skila- nefnda að vinna úr þessum málum, en ekki á okkar hendi, og þau hljóta að gæta að öllum þeim sjónarmiðum sem koma fram í skýrslunni.“ Meti ávallt trúverðugleika og áreiðanleika viðskiptamanna Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra, telur einnig að við skuldameðferð og endurreisn fyrir- tækja verði að hafa að leiðarljósi það sem fram kemur í skýrslu rannsókn- arnefndarinnar. „Ég held að það eigi að gera þá kröfu að trúverðugleiki og áreiðanleiki sé meðal þess sem alltaf er tekið með í reikninginn við slíka vinnu. Menn verða að setja sér sið- gæðisviðmið um hvernig unnið er úr málefnum þessara fyrirtækja.“ Hann ítrekar þó að enginn sé sek- ur fyrr en sekt hans hefur verið sönnuð. „Við verðum að fara að reglum réttarríkisins í þessum efn- um eins og öðrum.“ Í Viðskiptablaðinu í gær kom fram að eignir Hannesar Smárasonar og Jón Ásgeirs Jóhannessonar verði kyrrsettar vegna rannsóknar skatta- yfirvalda. Stærsta málið snúist um óeðlilega háan rekstrarkostnað FL Group/Stoða á þeim tíma sem Hann- es og Jón Ásgeir stjórnuðu félaginu og voru stærstu eigendur þess. Eignir fleiri útrásarvíkinga verða einnig kyrrsettar vegna rannsókn- anna, segir Viðskiptablaðið. Sömu reglur fyrir alla banka Steingrímur segist ekki geta tjáð sig um mál einstakra aðila og bendir á að ekki hafi verið staðfest hjá skattayfirvöldum að áðurnefndir að- ilar séu til rannsóknar. Aðspurður hvort ásættanlegt sé að bankar í eigu ríkisins setji eftir skuldameðferð fyrirtæki aftur í hendur einstakling- um sem eru til rannsóknar, segir fjármálaráðherra að setja verði al- menn viðmið í þessum efnum sem gildi um öll fjármálafyrirtæki. „Eignarhald á viðkomandi fjár- málastofnun á ekki að skipta sköpum í þeim efnum. Við ætlum ekki að búa til tvo siðferðisstaðla, annars vegar fyrir banka í eigu ríkisins og hins vegar banka í einkaeigu,“ segir Steingrímur. Skýrslan til grundvallar Í HNOTSKURN » Í skýrslu rannsóknar-nefndarinnar er að finna leiðarljós að þeim siðferðisvið- miðum sem gilda eiga við end- urreisn fyrirtækja, segir fjár- málaráðherra. » Forsætisráðherra segir aðhorfa verði á það sem sagt er um forkólfa í atvinnulífinu þegar meta á hvort þeir séu verðir áframhaldandi sam- starfs.  Forsætis- og fjármálaráðherra segja að byggja verði á því sem fram kemur í rannsóknarskýrslunni við skuldameðferð og endurskipulagningu fyrirtækja Jóhanna Sigurðardóttir Steingrímur J. Sigfússon GEORG Lárusson, forstjóri Land- helgisgæslunnar, segir að framleið- endur vélanna í varðskipinu Þór séu enn að meta skemmdir sem urðu á skipinu í jarðskjálftanum í Chile í febrúar. Búast þeir við að skila niðurstöðu 10. maí. Dótturfyrirtæki Rolls Royce- verksmiðjanna, Bergen Diesel í Noregi, annast smíði vélanna en sjór komst í búnaðinn þegar flóð- alda skall á stöðinni í Concepcion. Unnið er að ýmsum frágangi í skip- inu en búkur þess slapp við tjón. Ekki er hægt að segja neitt um af- hendingartíma fyrr en búið er að meta tjónið á vélunum. Enn verið að meta tjónið á vélunum í nýja Þór í Chile Þór Varðskipið við bryggju í skipa- smíðastöðinni í Chile. RAGNHEIÐUR Elín Árnadóttir, þingmaður og oddviti Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi, tók í gær við sem formaður þing- flokks sjálfstæð- ismanna á fundi þingflokksins. Einar K. Guð- finnsson, þingmaður og fyrrver- andi sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, tók við starfi vara- formanns þingflokksins en Ragn- heiður Elín gegndi því starfi áður. Ólöf Nordal, þingmaður í Reykja- vík suður, kemur ný inn í þing- flokksstjórnina. Hún var kjörin rit- ari þingflokksins. Formaður þingflokks sjálfstæðismanna Ragnheiður Elín Árnadóttir FYRRVERANDI framkvæmda- stjóri rekstrar- sviðs Lands- banka Íslands var í gær sýkn- aður í Héraðs- dómi Reykjavík- ur af ákæru um fjárdrátt. Honum var gert að sök að hafa dregið sér 118 milljónir króna í október 2008. Maðurinn millifærði fjárhæðina af innlendum gjaldeyrisreikningi í eigu NBI Holding, félags á vegum bankans sem hann í tengslum við starf sitt var stjórnarmaður í og hafði prókúru fyrir, yfir á eigin bankareikning. Daginn eftir milli- færði hann fjárhæðina aftur yfir á annan bankareikning, sem einnig var í hans eigu. Hann neitaði að hafa gerst sekur um auðgunarbrot. Fram kemur í dómi héraðsdóms að ekki hafi verið nægur grundvöll- ur til að hafna þeirri skýringu mannsins að hann hafi einungis ætl- að að tryggja það að fé félagsins glataðist ekki við greiðsluþrot Landsbanka Íslands. Gegn neitun hafi því ekki tekist að sanna að hann hafi haft ásetning til auðg- unar. Sýkn af ákæru um 118 milljóna fjárdrátt Jóhanna Sigurðardóttir, for- sætisráðherra, flutti ræðu á fundi SA og sagði meðal annars að bætt skuldastaða hins op- inbera hefði skilað þeim árangri að draga mætti úr áætluðum samdrætti ríkisútgjalda. En sam- drátturinn yrði samt mikill, það væri óhjákvæmilegt. „Rannsóknarskýrsla Alþingis bendir okkur á að smáar og van- burða einingar í stjórnkerfinu, sem margar fást við áþekk verk- efni eru ekki líklegar til að skila tilætluðum árangri,“ sagði Jó- hanna. „Uppstokkunar og endur- skoðunar er þörf.“ Forsætisráðherra minnti á til- lögur í stjórnarsáttmálanum um eitt atvinnuvegaráðuneyti en deilt er um þær í ríkisstjórn- inni. „Það hafa allar atvinnugrein- ar á Íslandi þörf fyrir stefnu- mótun, rannsóknir, nýsköpun og þróun og um það á starfsemi nýs atvinnuvegaráðuneytis að snúast. Í því efni veit ég að þið eruð mér sammála en það er hins vegar að halda í liðna tíð að viðhalda ráðuneytum kring- um sérhagsmuni einstakra at- vinnugreina,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir. Uppstokkun í stjórnkerfinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.