Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
VINNUMÁLASTOFNUN fær í
viku hverri tilkynningar frá atvinnu-
rekendum sem gruna einstaklinga
um að vinna svart þrátt fyrir að vera
á atvinnuleysisskrá. Gissur Péturs-
son, forstjóri Vinnumálastofnunar,
segir þetta sérstaklega algengt í iðn-
og þjónustugreinum.
Atvinnurekendur sem vantar fólk
í vinnu geta fengið lista hjá Vinnu-
málastofnun yfir einstaklinga á at-
vinnuleysisskrá með þá hæfni eða
menntun sem þeir sækjast eftir.
„Það gerist sem betur fer í flestum
tilfellum að vinnuveitandi finnur
góðan starfsmann,“ segir Gissur.
„En stundum gengur það fram af
vinnuveitendum
hvaða svör þeir
fá.“
Reglulega
kemur fyrir að
þeir sem vinnu-
veitendur leita til
viðurkenna að
vera í launaðri
vinnu þrátt fyrir
að þiggja at-
vinnuleysisbætur.
Mikilvægt að tilkynna
Vinnumálastofnun leggur mikla
áherslu á að vinnuveitendur láti vita
um öll tilfelli þar sem þeir gruna ein-
staklinga sem þiggja atvinnuleysis-
bætur um að vera í launaðri vinnu.
„Það er hluti af okkar eftirlitsstarf-
semi að fá þessi viðbrögð til baka og
vinna úr þeim,“ segir Gissur. Vinnu-
veitendur séu farnir að vinna vel með
stofnuninni, enda skilji þeir hversu
miklu máli það skiptir. Segir Gissur
að líklega berist ábendingar frá þeim
í hverri viku.
„Ef okkur grunar að einstaklingur
sé að vinna svart þrátt fyrir að
þiggja atvinnuleysisbætur, er eigin-
lega eina leiðin til að ná til hans sú að
bjóða honum starf,“ segir Gissur. Í
einhverjum slíkum tilfellum hafi ein-
staklingur á atvinnuleysisiskrá sagst
vera nýlega kominn með starf, og
umsvifalaust tekinn af bótum.
Erfiðara getur hins vegar verið að
fá til baka bætur sem þegar hafa ver-
ið greiddar ef viðkomandi hefur unn-
ið svarta vinnu sem hvergi er skráð.
Gissur segir það þó vera til bóta að
nýlega hafi verið gerður samningur
við sýslumannsembættið á Blöndu-
ósi, sem sinnir innheimtu fyrir rík-
issjóð, um aðgerðir til að auðvelda
endurgreiðslu ofgreiddra atvinnu-
leysisibóta. Verið sé að vinna að út-
færslu aðgerðanna. „Þetta verður
fært í miklu skilvirkara horf.“
117 námsmenn af bótum
Eins og sagt hefur verið frá leiddu
samkeyrslur Vinnumálastofnunar
við nemendaskrár síðasta haust í ljós
að nokkuð margir námsmenn fengu
ranglega greiddar atvinnuleysisbæt-
ur. Samkvæmt upplýsingum frá
stofnuninnni voru 117 skráðir af at-
vinnuleysiskrá í kjölfar þessara sam-
keyrsla.
Á bótum en vinna svart
Í viku hverri berast tilkynningar frá atvinnurekendum um fólk á atvinnuleysis-
skrá sem er í vinnu Viðurkenna að vinna svart þegar til þeirra er leitað
Gissur Pétursson
NEMENDUR á þriðja ári Kvennaskólans í
Reykjavík héldu peysufatadag í gær en hann
hefur verið haldinn árlega síðan 1921. Í tilefni
dagsins voru gömlu dansarnir dansaðir af mikl-
um móð, m.a. á Ingólfstorgi og á dvalarheim-
ilunum Grund og Hrafnistu í Reykjavík.
DANSAÐ Í PEYSUFÖTUM Á INGÓLFSTORGI
Morgunblaðið/Ernir
GERÐAR hafa verið breytingar á starfsáætlun Alþingis
á vorþinginu og jafnframt á þing- og nefndafundum í
ágúst og september 2010. Alþingi verður því að störfum
fram á sumar og reiknað er með að þingið komi aftur
saman í byrjun september eins og gert er ráð fyrir í þing-
sköpum. Þinghaldið fellur því niður í sjö vikur yfir sum-
arið, gangi þetta eftir.
Þingfundir verða til 18. maí en þá verður gert hlé á
þingstörfum vegna sveitarstjórnarkosninganna til 31.
maí. Þá kemur þing aftur saman í rúmar tvær vikur. Eld-
húsdagsumræður fara fram 14. júní og seinasti þingfund-
ur fyrir sumarleyfi verður 15. júní.
Reiknað er með að þingnefndir geti komið saman frá
17. ágúst og til mánaðamóta ágúst/september. Þingfund-
ir verði síðan haldnir frá 2. september til 15. september.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, seg-
ist leggja ríka áherslu á að þetta fyrirkomulag standi og
hefur hún hvatt þingmenn og nefndaformenn til að for-
gangsraða málum.
Mörg þingmál bíða afgreiðslu og er ljóst að mörg hver
verða vart afgreidd frá þinginu fyrir þinghléið í maí en
verða tekin upp í sumar og á þingfundunum í fyrri hluta
september. „Menn þurfa að forgangsraða hvaða mál þarf
að afgreiða fyrir sumarið og hvaða mál geta beðið fram í
september,“ segir Ásta Ragnheiður. Hún hefur haldið
fundi með formönnum þingnefnda í vikunni og er nú unn-
ið að þessari forgangsröðun mála. omfr@mbl.is
Hlé gert á þingstörfum
í sjö vikur yfir sumarið
Morgunblaðið/Heiddi
Samkomulag Hlé verður á þinghaldinu 18. maí. Það
kemur svo saman að loknum sveitarstjórnarkosningum.
Starfsáætlun gerir ráð fyrir
þingfundum í tvær vikur í júní
TILEFNI húsleitar Samkeppniseft-
irlitsins hjá Skiptum, Símanum og
tengdum félögum í gærmorgun er
rannsókn á mögulegri misnotkun á
markaðsráðandi stöðu fyrirtækisins á
farsímamarkaði. Starfsmenn Sam-
keppniseftirlitsins mættu til Símans í
gærmorgun og leituðu í húsakynnum
fyrirtækisins.
„Við höfum undanfarið fengið
nokkrar ábendingar og kvartanir frá
fleiri en einum aðila og er húsleitin
hluti af eðlilegri málsmeðferð hjá
okkur,“ segir forstjóri Samkeppn-
iseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson.
Hann segir að húsleitin og rann-
sókn eftirlitsins snúist um meira en
bara markaðssetningu á Ring, en að
hann geti ekki tjáð sig meira um mál-
ið að sinni.
Í tilkynningu frá Símanum kemur
fram að Nova hafi beint kvörtun til
Samkeppniseftirlitsins vegna mark-
aðssetningar Ring sem er farsíma-
þjónusta sem fyrirtækið býður.
Starfsfólk Skipta, Símans og tengdra
félaga mun, að því er fram kemur í til-
kynningu, vinna með Samkeppniseft-
irlitinu og aðstoða við að láta því í té
öll gögn sem óskað er eftir í þágu
rannsóknar málsins. sbs@mbl.is
Húsleit hjá
Símanum
vegna Ring
Nokkrar ábendingar til
Samkeppniseftirlits
Á tímabilinu frá 16. júlí til 3.
desember á síðasta ári fór
Vinnumálastofnun í 12 eftirlits-
ferðir í fyrirtæki, bygg-
ingasvæði og verslanir, ýmist
vegna ábendinga eða handa-
hófskennt. Á öllum vinnustöð-
um nema tveimur reyndist ein-
hver starfa þrátt fyrir að vera á
atvinnuleysisskrá.
Safnað var 347 kennitölum á
þessum 12 vinnustöðum og þar
af voru 33 skráðar á atvinnu-
leysiskrám, samkvæmt tölum
sem teknar voru saman af Árna
Steinari Steinarssyni, sérfræð-
ingi á eftirlitsdeild Vinnu-
málastofnunar.
Frá maí til desember 2009
bárust skv. tölum Árna Steinars
666 ábendingar vegna gruns
um bótasvik og var unnið áfram
með langflest málanna. Ná-
kvæmar tölur um hversu margir
voru í framhaldinu teknir af bót-
um liggja ekki fyrir.
Eftirlitsferðir til fjár
Frí súkkulaðikaka og
kaffi/djús í boði ILVA
í dag sumardaginn fyrsta.
GLEÐILEGT
SUMAR
OPIÐ Í DAG 11:00-18:30
©
IL
V
A
Ís
la
n
d
20
10
einfaldlega betri kostur
lau. 10-18 sun. 12-18 mán. - fös. 11-18:30
ILVA kaffi: lau. 10-17 sun. 12-17 mán.-fös. 11-18
s: 522 4500 www.ILVA.is