Morgunblaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Þó að orsakir falls bankanna vefj-ist fyrir einhverjum komu þær
skýrt fram í kynningu rannsókn-
arnefndarinnar. Í upphafi ávarps
síns á blaðamannafundi nefnd-
arinnar sagði Sigríður Benedikts-
dóttir: „Meginorsök falls bankanna
var vöxtur þeirra og stærð þeirra
við fall. Stóru
bankarnir þrír
tvítugfölduðust
að stærð á sjö ár-
um.“
Hér var í gærminnst á út-
flutnings-
verðlaun forset-
ans, sem
Kaupþing fékk
árið 2005. Ör vöxtur bankanna og
áköf útrás þeirra hafði nefnilega
mörgum þótt hið allra besta mál.
Í rökstuðningi dómnefndar út-flutningsverðlaunanna sagði að
bankinn fengi „verðlaunin fyrir
þann árangur sem fyrirtækið hefur
á skömmum tíma náð á þróuðum
mörkuðum erlendis. Fyrirtækið fer
fremst í öflugri útrás íslenskra fjár-
málafyrirtækja og hefur vakið at-
hygli fyrir framsækinn og arðbær-
an rekstur. Djörfung og dugur
einkenna fyrirtækið, starfsmenn
þess og stjórnendur. … Vöxtur fyr-
irtækisins hefur verið mjög ör und-
anfarin ár og hefur það gegnt lyk-
ilhlutverki í fjárfestinga- og
viðskiptabankastarfsemi hér á
landi. Síðustu ár hefur bankinn
stóraukið starfsemi sína á erlendri
grundu með stofnun dótturfélaga
og kaupum á fjármálafyr-
irtækjum“.
Með verðlaunaveitingunni varKaupþing hvatt til dáða og
frekari afreka. Valið á bankanum
var auðvitað afar vandað og faglegt
og til að tryggja það átti fulltrúi
viðskipta- og hagfræðideildar HÍ
sæti í dómnefndinni. Sá fulltrúi
heitir Gylfi Magnússon og er nú við-
skiptaráðherra og mun nú vera
frekar óánægður með of ákafa út-
rás og of hraðan vöxt helstu banka.
Gylfi
Magnússon
Hrunvaldinum hampað
Veður víða um heim 21.4., kl. 18.00
Reykjavík 3 snjóél
Bolungarvík -2 skýjað
Akureyri 0 skýjað
Egilsstaðir -3 snjókoma
Kirkjubæjarkl. 4 skýjað
Nuuk 2 léttskýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Ósló 6 léttskýjað
Kaupmannahöfn 8 léttskýjað
Stokkhólmur 2 skúrir
Helsinki 8 heiðskírt
Lúxemborg 11 heiðskírt
Brussel 10 heiðskírt
Dublin 9 léttskýjað
Glasgow 11 léttskýjað
London 12 heiðskírt
París 16 heiðskírt
Amsterdam 7 léttskýjað
Hamborg 7 léttskýjað
Berlín 7 léttskýjað
Vín 17 léttskýjað
Moskva 11 heiðskírt
Algarve 21 skýjað
Madríd 21 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 19 heiðskírt
Róm 18 heiðskírt
Aþena 19 léttskýjað
Winnipeg 10 skýjað
Montreal 14 skýjað
New York 19 heiðskírt
Chicago 16 heiðskírt
Orlando 24 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR
22. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:31 21:23
ÍSAFJÖRÐUR 5:24 21:39
SIGLUFJÖRÐUR 5:07 21:23
DJÚPIVOGUR 4:58 20:55
ÞAU víluðu ekki fyrir sér að sækja á brattann
þessir kátu krakkar sem skelltu sér í Esjugöngu
á þriðjudaginn í tilefni af Barnamenningarhátíð.
Þau voru frá leikskólunum Blásölum og Heiðar-
borg og tóku tilbreytingunni fagnandi og að fá
að fara út fyrir borgina og gera eitthvað
skemmtilegt og krefjandi úti við.
Leiðsögumaður frá Ferðafélagi barna mætti á
svæðið og gerði ýmislegt skemmtilegt með
krökkunum og fræddi þau um útivist. Það eru
því eflaust upprennandi fjallagarpar í þessum
hópi sem gekk á Esjuna með roða í kinnum.
LEIKSKÓLAKRAKKAR FÓRU UPP Í ESJUHLÍÐAR
xxxxxx
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
„STÓRA myndin er sú að þjóðhags-
stærðirnar eru flestar ef ekki allar
betri en menn bjuggust við,“ segir
Gylfi Magnússon, efnahags- og við-
skiptaráðherra, um skýrslu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins um aðra endur-
skoðun efnahagsáætlunar Íslands.
„Samdráttur landsframleiðslu var
umtalsvert minni en menn gerðu ráð
fyrir og munar þar þremur pró-
sentustigum af landsframleiðslu.
Líka að viðleitnin til að koma rík-
isfjármálum á réttan kjöl er aðeins á
undan áætlun. Það munar rúmu pró-
senti af landsframleiðslu þar. Þetta
er auðvitað hvort tveggja jákvætt,“
bætir Gylfi við. Heilbrigður afgang-
ur sé á viðskiptum við útlönd og
krónan hafi róast mikið, þótt hún
hafi ekki styrkst að neinu ráði.
Gylfi segist hins vegar vona að spá
AGS um 8,6% atvinnuleysi á árinu
2011 reynist of svartsýnisleg. Það
fari eftir því hvernig hagkerfið í
heild þróist og stærsti óvissuþátt-
urinn sé fjárfesting, hvort hún kom-
ist almennilega af stað.
Í skýrslunni kallar AGS á end-
urskipulagningu skulda atvinnulífs-
ins. „Þeir eru að reka á eftir þessu
og það er í sjálfu sér ekki eitthvað
sem við andmælum. Bankarnir eru í
því og ná ekki að ljúka því á þessu
ári, en vonandi verða þeir langt
komnir þegar fer að líða á næsta ár,“
segir Gylfi.
Einnig er talað um að takast verði
á við veikleika í fjármálakerfinu utan
bankanna, t.d. Íbúðalánasjóði. Hlið-
stæð skoðun á honum og öðrum fjár-
málastofnunum geti leitt til meiri
viðurkenningar á því tapi sem þegar
sé orðið. Gylfi segir ekki búið að taka
ákvörðun um eiginfjárframlag til
ÍLS, en sterk teikn séu á lofti um að
þess muni þurfa. Hann segist þó
ekki telja að enn sé viðleitni til að
fela tap hjá stofnunum eins og ÍLS,
með bjartsýnisspám um endur-
heimtur lána. Menn skilji núorðið að
best sé að vera raunsær.
Í skýrslu AGS segir að áfram
þurfi árvekni gegn sniðgöngu á
gjaldeyrishöftum. Jafnvel þurfi vilja
til að herða höftin. Aðspurður segist
Gylfi helst almennt ekki vilja herða
þau meira. „En ef það koma í ljós
einhverjar glufur sem menn eru að
nota sér, þá þurfum við að loka þeim.
Og auðvitað líka ef menn beinlínis
brjóta lög og fara í gegnum höftin
þannig, þá þarf að refsa mönnum
fyrir það.“ Enn sé stefnt á að aflétta
höftunum smám saman, en það hafi
ekki verið tímasett.
„Efnahagsáætlunin er að skila
þeim árangri sem menn vonuðust til
og reyndar aðeins betri árangri,“
segir Gylfi. Þótt enn sé margt óleyst
séu málin komin í farveg sem muni
leysa það sem út af stendur.
Jákvæð skýrsla frá AGS
„Þjóðhagsstærðir flestar ef ekki allar betri en menn bjuggust við,“ segir Gylfi
Svartsýnisspá um atvinnuleysi Vill helst ekki herða gjaldeyrishöftin meira
Þingið og landsstjórinn Efnahagsáætlun Íslands og AGS gengur ágætlega.
AGS segir vísbendingar um að
kreppan verði ekki eins alvarleg og
búist hafði verið við og hagkerfið
fari að vaxa á ný á þessu ári þótt
samdráttur landsframleiðslu á
árinu öllu sé áætlaður 3%.
Hagvaxtarspá sjóðsins gerir ráð
fyrir 2,3% vexti á næsta ári, 2,4%
vexti árið 2012, 2,6% árið 2013 og
4% árið 2014. Þá spáir hann að at-
vinnuleysi verði 9,7% á þessu ári,
8,6% á næsta ári en verði komið
niður í 3% árið 2014. Þá verði
verðbólga 3,8% á næsta ári en
lækki áfram og verði 2,5% árið
2014.
Í skýrslu sjóðsins segir að allar
helstu kröfur í tengslum við aðra
endurskoðun efnahagsáætlunar
Íslands hafi verið uppfylltar
Fram kemur í skýrslunni, að ís-
lensk stjórnvöld og starfsfólk AGS
séu sammála um að betri horfur í
efnahagsmálum eigi að gera kleift
að draga meira úr halla ríkissjóðs
á þessu ári en áður var áformað.
Vegna óvissu um aðgang að al-
þjóðlegu lánsfé verði aukin áhersla
lögð á að styrkja gjaldeyrisforða
Seðlabankans. Í skýrslunni er
áætlað að gjaldeyrisforði nemi
854 milljörðum í lok árs.
Til að tryggja sér áframhaldandi
lán meðfram áætlun AGS, segir í
skýrslunni, fullvissa íslensk stjórn-
völd sjóðinn um að þau ætli sér að
semja um Icesave þannig að póli-
tísk sátt takist um málið á Íslandi.
Hagvöxtur snýr aftur á þessu ári
Sími 699 3366 • hekla@heklaislandi.is • www.heklaislandi.is
SUMARIÐ ER KOMIÐ – FÍFILL OG KRUMMI
SERVÍETTUR
ÍSLENSK HÖNNUN
Heklu B. Guðmundsdóttur listakonu