Morgunblaðið - 22.04.2010, Qupperneq 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
JÓHANNES Páll
Magnússon lyfja-
fræðingur varði
nýlega doktors-
ritgerð sína við
lyfjafræðideild
Háskólans í Nott-
ingham á Eng-
landi. Jóhannes
hefur síðustu þrjú
árin stundað þar
rannsóknir undir
handleiðslu prófessors Cameron Al-
exander.
Rannsóknarefni doktorsverkefn-
isins var notkun og þróun nýrra fjöl-
liðuaðferða til að bæta stöðugleika,
sérhæfni og aðgengi próteina fyrir
lyfjameðferð. Þróuð var aðferð til að
láta fjölliður vaxa frá yfirborði pró-
teina í vatnslausn við lágt hitastig.
Sýnt var fram á að aðferðin veldur
ekki niðurbroti próteinanna og með
aðferðinni er hægt að stjórna fjölliðu-
byggingunni med meiri nákvæmi en
með hefðbundnum prótein-
fjölliðuefnasamtengingum. Fjölliðu-
byggingin getur aukið sérhæfni pró-
teinsins gagnvart ákveðnum hvarf-
efnum, viðtökum og dreifingu þess í
líkamanum. Hluti prótein-fjölliðu-
sameinda var síðan prófaður í dýralí-
kömum og reyndist hafa svipaða
virkni og prótein-fjölliðusameindir
sem höfðu verið búnar til með hefð-
bundnum efnasamtengingum.
Andmælendur í doktorsvörninni
voru prófessor Steve Brocchini frá
School of Pharmacy, London og Dr.
Jonathan Aylott frá lyfjafræðideild
Háskólans í Nottingham.
Jóhannes útskrifaðist frá Lyfja-
fræðideild Háskóla Íslands vorið
2004 með cand.pharm.-gráðu í lyfja-
fræði. Jóhannes starfar nú við rann-
sóknir á einstaklingsbundnum lyfja-
meðferðum og lyfjaformum sem er
samstarfsverkefni lyfjafræðideildar
Háskólans í Padova á Ítalíu og lyfja-
fræði-, efnafræði- og heilbrigðissviðs
Háskólans í Nottingham.
Jóhannes er í sambúð með Berg-
lindi Pálsdóttur, klíniskum lyfjafræð-
ingi
Nýr doktor í lyfjafræði
Jóhannes Páll
Magnússon
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
FRÉTTIR um varúðarorð forseta
Íslands um yfirvofandi gos í Kötlu
var enn víða að finna á forsíðum er-
lendra vefmiðla í
gær.
Á forsíðu net-
útgáfu breska
blaðsins The In-
dependent var í
fyrirsögn vísað til
hættunnar af því
að „annað, mun
stærra íslenskt
eldfjall væri við
að springa“. Auk
þess sem vitnað
var til orða Ólafs Ragnars í News-
night ræddi Independent við eld-
fjallafræðinginn Bill McGuire sem
sagðist ekki verða undrandi þótt
gos hæfist í Kötlu innan ársins. Þá
var umfjöllun um orð forseta Ís-
lands í netútgáfu tímaritsins Travel
Weekly, svo dæmi sé nefnt.
Í netútgáfu breska blaðsins Mirr-
or sagði að forsetinn óttaðist hrika-
legar afleiðingar (e. devastating
consequences) Kötlugoss um allan
heim.
Hvorki staður né stund
Samtök atvinnulífsins lýstu í gær
undrun sinni yfir „óheppilegum yf-
irlýsingum“ forseta Íslands um
væntanlegt Kötlugos sem hefðu
skaðað íslenska ferðaþjónustu.
„Íslensk náttúra er heillandi að-
dráttarafl en á stundum óblíð og
óútreiknanleg og fjölbreytileiki
hennar er það sem vekur athygli og
áhuga þeirra sem til landsins koma.
Mikilvægt er að setja íslenska nátt-
úru í jákvætt ljós þrátt fyrir að hún
lúti fyrst og fremst sínum eigin lög-
málum. Það er mjög óheppilegt að
forystumenn þjóðarinnar veki ótta í
nágrannalöndum okkar um hættu af
völdum íslenskra náttúruafla nema
til þess sé sérstakt tilefni og þörf,“
segir í ályktuninni.
Eðlilegt sé að benda Evrópu-
þjóðum á hættuna af afleiðingum
Kötlugoss og nauðsyn þess að evr-
ópsk stjórnvöld búi sig undir að
þróa viðbrögð við slíku en þetta hafi
hvorki verið staður né stund til
þess.
SA hvetja að lokum forsetann til
að gera allt sem í hans valdi stend-
ur til þess að draga úr þeim skaða
sem yfirlýsing hans hefur valdið.
Mun stærra íslenskt eld-
fjall „við það að springa“
Þekkt gos í Kötlu og Eyjafjallajökli
á sögulegum tíma
Eldstöð Dags. Gostími (dagar) Stærð goss
Katla 8. öld Meðal
Katla 9.öld Lítið
Katla 9. öld Lítið
Katla 920 Meðal
Eyjafjallajökull - Skerin um 920 Meðal
Katla 12. öld Lítið
Katla 1179 Lítið
Katla 1245 Lítið
Katla 1262 Stórt
Katla 1357 Meðal
Katla 1416 Meðal
Katla 1440 Lítið
Katla 15. öld Lítið
Katla 1500 Stórt
Katla 11. ágúst 1580 Lítið
Katla 12. okt. 1612 Lítið
Eyjafjallajökull - toppgígur 1612/1613 Mjög lítið
Katla 2. sept. 1625 13 Stórt
Katla 3. nóv. 1660 >60 Meðal
Katla 11. maí 1721 >100 Meðal
Katla 17. okt. 1755 ~120 Stórt
Eyjafjallajökull - toppgígur 19. des. 1821 >380 Lítið
Katla 26. júní 1823 28 Lítið
Katla 8.maí 1860 20 Lítið
Katla 12. okt. 1918 24 Stórt
Katla (25. júní 1955) Mjög lítið
Katla (~17. júlí 1999) Mjög lítið
Fimmvörðuháls 20.mars 2010 24 Lítið
Eyjafjallajökull - toppgígur 14. apríl 2010
Heimild: Jarðvísindastofnun HÍ
SA gagnrýna óheppilegar yfirlýsingar um hættu á gosi
Ólafur Ragnar
Grímsson
Í viðtalinu í fréttaþættinum
Newsnight á BBC á mánudags-
kvöld ræddi Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, m.a. um
samspil eldgosa og jökuls og
áhrifa á gossins í Eyjafjallajökli.
„Því miður gæti þetta verið
fyrsta dæmið af mörgum á 21.
öldinni því saga þessara eldjalla í
landinu mínu sýnir að þau gjósa
með reglubundnum hætti. Og
tíminn fyrir, til dæmis, gos í
Kötlu, er að nálgast,“ sagði Ólaf-
ur Ragnar.
Umsjónarmaður þáttarins, Je-
remy Paxman, skaut þá inn í að
Katla væri auðvitað annað eldfjall
„sem hefur sem betur fer ekki
gosið.“ Ólafur Ragnar var fljótur
til svars: „Nei, en það er miklu,
miklu stærra. Og það sem við
höfum orðið vitni að er í raun lít-
il æfing fyrir það sem mun ger-
ast, ekki ef, heldur þegar, Katla
gýs. Hún gýs yfirleitt einu sinni á
hverri öld. Síðasta gos var árið
1918. Við höfum beðið eftir gos-
inu í nokkur ár og undirbúið
björgunarsveitir okkar og gert
neyðaráætlanir. Ég held því að
það sé tímabært fyrir stjórnvöld í
Evrópu og samgönguyfirvöld í
Evrópu og um allan heim að búa
sig undir gos í Kötlu.“
„Nei, en það er miklu, miklu stærra“
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
átján mánaða fangelsisdóm yfir 23
ára karlmanni, en hann var fundinn
sekur um að hafa haft samræði við
sofandi konu. Maðurinn var einnig
dæmdur til að greiða konunni 600
þúsund krónur í bætur. Einn hæsta-
réttardómara taldi að sekt manns-
ins væri ósönnuð og vildi sýkna
hann.
Konan sagðist hafa farið með
manninum heim eftir dansleik í júlí
á síðasta ári en þau þekktust. Hún
sagðist hafa farið að hjálpa mann-
inum að setja upp gluggatjöld og
staðið við það í rúmi hans. Síðan
sagðist hún hafa lagst í rúmið og
sofnað í öllum fötum nema hvað hún
hafði farið úr jakka og tekið af sér
hálsmen. Það næsta sem hún sagð-
ist muna var að hún vaknaði við að
maðurinn var búinn að færa hana úr
fötunum og lá ofan á henni og var að
hafa við hana samfarir. Hún sagðist
hafa frosið við þetta og síðan sofnað
aftur.
Maðurinn neitaði fyrst að hafa
haft samræði við konuna en við-
urkenndi það síðan en sagði það
hafa verið með hennar samþykki.
Bæði voru konan og maðurinn
drukkin þessa nótt.
Alkóhólmagn ekki mælt
Í héraðsdómi segir að manninum
hafi hlotið að vera ljóst að konan var
sofandi þegar hann hóf samfarirnar.
Á sama hátt hafi honum hlotið að
vera ljóst að þótt konan hafi vaknað
litla stund og ekki reynt að losna úr
samförunum hafi hann ekki getað
litið á það sem samþykki hennar
eins og ástatt var fyrir henni.
Meirihluti Hæstaréttar staðfesti
dóminn með vísan til forsendna hér-
aðsdóms. Hæstaréttardómarinn
Gunnlaugur Claessen skilaði hins
vegar sératkvæði. Í því segir að vís-
bendingar um ölvunarstig konunnar
um morguninn renni ekki stoðum
undir að hún hafi verið ósjálfbjarga
vegna ölvunar eða svefndrunga.
Hún hafi sjálf borið að hún hafi ekki
drukkið áfengi eftir að fundum
hennar og mannsins bar saman,
kvaðst ekki hafa verið þreytt og
minntist þess ekki að hafa sofnað í
sófa heima hjá honum.
Þá hafi ekki verið gerð mæling á
alkóhólmagni í blóði hennar eða
þvagi við komu á neyðarmóttöku
klukkan 21.10 að kvöldi sama dags,
sem gæti hafa varpað ljósi á ölvun
hennar um morguninn. Læknir þar
kvað hana ekki hafa borið merki um
áfengisneyslu.
Dæmdur í fangelsi fyrir
samræði við sofandi konu
Einn hæstaréttardómara skilaði sératkvæði og vildi sýknu
IÐNAÐARNEFND Alþingis mun
meta áhrif skýrslu rannsóknar-
nefndar og hlut Björgólfs Thors
Björgólfssonar áður en frumvarp um
þjónustusamning milli ríkisins og
Verne holding verður afgreitt úr
nefndinni. Starfsemi gagnavers
Verne holding á Suðurnesjum
strandar á frumvarpinu. Rætt var um
málefni Verne holding á Alþingi í
gær.
Jón Gunnarsson og Ragnheiður
Elín Árnadóttir, þingmenn Sjálf-
stæðisflokks, spurðu Skúla Helgason,
formann iðnaðarnefndar Alþingis, út
í málið og hvað því liði. Jón hóf raun-
ar ræðu sína á því að gagnrýna að
nefndin hefði ekki fundað síðan fyrir
páska. Skúli svaraði þeirri gagnrýni
með því að tilkynna um fund iðn-
aðarnefndar á föstudag.
„Það var sjónarmið meirihluta
nefndarinnar, að okkur bæri skylda
til að bíða eftir niðurstöðu skýrslu
rannsóknarnefndar Alþingis og sér-
staklega meta hver hlutur Björgólfs
Thors Björgólfssonar yrði í henni áð-
ur en málið yrði tekið út úr nefndinni.
Nefndin mun nú meta áhrif skýrsl-
unnar á framvindu þessa máls,“ sagði
Skúli.
Eitt af því sem nefndin þarf að
meta er það viðhorf sem fram hefur
komið um eignarhlut Björgólfs Thors
í Verne holding og hvort eðlilegt sé
að stjórnvöld samþykki gjörning sem
feli í sér fjárhagslega fyrirgreiðslu
fyrir einstakling sem lék stórt hlut-
verk í aðdraganda bankahrunsins og
deilir ábyrgð á þeim hamförum, eins
og Skúli sagði. Hann tók einnig fram
að um væri að ræða verkefni sem fæli
í sér mikilsverða og kærkomna viðbót
við atvinnustafsemi á Suðurnesjum.
Iðnaðarnefnd
fjallar um Verne
og Björgólf Thor
Laugavegi 63 • S: 551 4422
GLEÐILEGT SUMAR
NÝKOMIN GLÆSILEG VORDRESS