Morgunblaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
STJÓRNENDUR Landspítalans
ætla að halda sig innan heimilda fjár-
laga á þessu ári, í fyrsta sinn. Þess
vegna voru í gær kynntar nið-
urstöður umfangsmikillar hug-
myndavinnu um sparnað innan spít-
alans. Björn Zoëga forstjóri kynnti
nokkrar af þeim 3.400 sparnaðar-
tillögum sem starfsmenn hafa sjálfir
komið með.
Í stað þess að nota 112 mismun-
andi tegundir af dauðhreinsuðum
einnota hönskum verða „bara“ not-
aðar tæplega sextíu tegundir. Meira
verður notað af ódýrum hönskum
sem kosta 218 krónur parið, í stað
þeirra sem kosta 714 krónur. Með því
einu mun að sögn Björns sparast vel
á þriðju milljón króna á ári.
Í stað þess að nota sprautur með
belg, til að skola sár í um þúsund
tauga- og heilaskurðaðgerðum á ári
verða notaðar hefðbundnari spraut-
ur. Munurinn er sá að hver „ballonsp-
rauta“ kostar 4.931 krónu en hver
venjuleg sprauta kostar 130 krónur.
Það gerir því 4,8 milljóna króna
sparnað.
Einnig nefndi Björn að hætt hefði
verið að kaupa plastmál á kaffistofur
og í eldhús spítalans. Með því sparist
nokkrar milljónir á ári. Þar að auki
hefur verið dregið úr pappírsnotkun
um nærri helming á síðustu mán-
uðum og sem dæmi hefur fram-
kvæmdastjórnin ákveðið að nota eng-
an pappír á sínum fundum hér eftir.
Fundað með 1.800 manns
Hugmyndunum var safnað á 62
starfsmannafundum forstjórans með
stjórnendum og starfsfólki. Alls
mættu um 1.800 manns á slíka fundi,
af 4.600 sem vinna á LSH, auk þess
sem unnið var með sjúklinga-
samtökum og ytri hagsmunaaðilum.
Algengast var að fólk hefði hug-
myndir um breytta mönnun og
vaktafyrirkomulag, launamál, skipu-
lag, orkunotkun og fleira. Svo er bara
að sjá hvernig gengur að fá fólk til að
slökkva ljósin, loka dyrunum og
lækka í ofninum í stað þess að opna
gluggann. Auk sparnaðarhugmynd-
anna komu fram um 800 tillögur
vegna stefnumótunar.
Í gær var ársfundur spítalans
haldinn í Salnum í Kópavogi og stefn-
an til 2016 kynnt. Miðað er við 2016
vegna þess að um það leyti er stefnt á
að öll starfsemi LSH hafi verið sam-
einuð á eitt svæði með nýjum húsa-
kosti.
Hægt að spara 3,4 milljarða
Landspítalanum er gert að hag-
ræða í rekstri sem nemur 3,4 millj-
örðum króna á þessu ári. „Við horfum
á 2007 sem nokkurs konar núllpunkt
eins og stundum er gert núna. Árið
2008 byrjuðum við og náðum 3% hag-
ræðingu í rekstri. 2009 náðum við
12% og vorum aðeins yfir. En ef við
náum 2010 markmiðinu, þá verðum
við búin, á föstu verðlagi, að lækka
kostnað spítalans um 21%,“ sagði
Björn í gær. Hann sagði að fólk gæti
spurt sig hvort þetta væru ekki hálf-
brjálæðisleg markmið, en stjórn-
endur Landspítalans teldu þetta ger-
legt. Þetta eru rosalegar tölur. Við
vorum með hagræðingarkröfu hér
árið 2008 upp á 2,1 milljarð. Í fyrra
spöruðum við um 2,7 milljarða. Við
fengum í ár hagræðingarkröfu upp á
3,4 milljarða og vonumst til að geta
náð því.“ Eftir fyrsta fjórðung þessa
árs er spítalinn innan heimilda. „Það
er kannski engin tilviljun því að síð-
ustu þrjá mánuði síðasta árs vorum
við í raun líka innan fjárheimilda,“
sagði Björn.
Hann kynnti einnig stefnuna og
gildi sjúkrahússins, sem hafa verið
mótuð. Þeim er lýst með fjórum lyk-
ilorðum: Umhyggju, fagmennsku, ör-
yggi og framþróun. Framtíðarsýnin
felur það í sér að spítalinn verði í
fremstu röð háskólasjúkrahúsa, sjúk-
lingurinn og öryggi hans verði ætíð í
fyrirrúmi, mennta- og vísindastarf og
nýsköpun njóti sín, spítalinn verði
eftirsóttur vinnustaður, reksturinn
gagnsær og innan fjárlaga. Einnig að
spítalinn verði stolt landsmanna,
sjúklinga og starfsmanna.
Sérstaklega útlistaði Björn stöð-
una í fjórum atriðum, þ.e. rekstr-
armálum, öryggismálum, verkferlum
og kostum LSH sem vinnustaðar.
Helstu vandamálin, sem á að takast
við næstu tvö árin, í öryggismálum,
eru m.a. ófullngæjandi atvika og
kvartanaskráning og vannýting á raf-
rænni sjúkraskrá. Verkferlarnir eru
þannig að oft er bið innanhúss og
óþarfur tvíverknaður. Flæði sjúk-
linga gæti verið betra, sem og flæði
aðfanga og lyfja. Þá er starfsánægja
of lítil, óvissa vegna hagræðing-
arkröfunnar og múrar milli starfs-
hópa eru of miklir.
Safnast þegar saman kemur á LSH
Ætla að halda sig innan fjárlaga þetta árið og hafa safnað á fjórða þúsund hugmynda um sparnað
Landspítalanum er gert að hagræða í rekstri sem nemur 3,4 milljörðum króna á þessu ári
Ódýrari sprautur og ódýrari ein-
nota hanskar spara nokkrar millj-
ónir í rekstri Landspítalans. Ekki
má gleyma að plastmálum er út-
hýst á kaffistofum. Þessar hug-
myndir voru á meðal 3400
sparnaðartillagna starfsmanna.
Morgunblaðið/Ernir
Átak Björn með tvenns konar einnota sprautur, „ballonsprautu“ og venjulega.
Stefnt er að því daglegur með-
alfjöldi inniliggjandi sjúklinga
dragist saman um 5% á þessu
ári. Þetta þýðir í raun skerta
þjónustu við sjúklinga sem
þurfa að fara heim um leið og
ekki er algerlega nauðsynlegt
að þeir liggi inni. Stefnt er að
10% styttingu biðlista í ár og á
næsta ári.
Björn segir óvíst hvort það
markmið náist, en biðlistar hafi
verið að styttast að undan-
förnu. Einnig er stefnt að því að
starfsmannavelta minnki úr
11,5% árið 2009 í 8% á þessu
ári. Þá skuli nemendum í meist-
ara- og doktorsnámi fjölga um
5% í ár og á næsta ári við spít-
alann.
Háleit markmið
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
EINKAMÁL Pálma Haraldssonar,
fyrrverandi forstjóra og eiganda
Fons, á hendur Svavari Halldórs-
syni, fréttamanni RÚV, var þingfest
í Héraðsdómi Reykjaness í gær-
morgun. Hvorugur þeirra var við-
staddur en báðir tilbúnir að tjá sig
um málið þegar eftir því var leitað.
„Þessi málsókn er til að hræða mig
og aðra blaðamenn frá því að fjalla
um viðskiptakúnstir útrásarvík-
inga,“ segir Svavar og bætir við að
Pálmi hafi sagst ætla að koma á eftir
honum af öllu afli auk þess sem hann
hafi einnig fengið hótanir frá öðrum
kaupsýslumönnum eftir fréttaflutn-
ing sinn af þeim. „Ég á að vera víti til
varnaðar, en mér hins vegar óskilj-
anlegt hvernig Pálmi ætlar sér að fá
mig dæmdan, miðað við staðreyndir
málsins. En sitji menn á digrum
sjóðum, og hafi viljuga lögmenn sér
við hlið, geta þeir auðvitað farið í mál
út og suður. Sé æra Pálma Haralds-
sonar hins vegar sködduð er ég ekki
viss um að við mig sé að sakast.“
Pálmi hefur aðra sögu að segja, og
bregst við hálfpartinn reiður en
einnig sár þegar blaðamaður ber
undir hann ummæli Svavars. „Ég
hef ekkert gaman af þessu máli.
Daginn eftir að fréttin var birt
hringdi ég í Svavar og bað hann um
það eitt að hún yrði borin til baka,
því hann hafði farið með rangt mál.
Það gerði hann ekki og þá er þetta
mín eina leið til að fá leiðréttingu.“
Segir fréttina rétta
Lögmaður Pálma sendi Svavari
einnig skeyti þar sem farið var fram
á það sama, og þess getið að fréttin
væri röng í aðalatriðum. Í því segir
einnig, að ekki hafi verið haft sam-
band við Pálma, þrátt fyrir að starfs-
reglur RÚV kveði á um að slíkt skuli
gert. „Umbjóðandi minn sættir sig
ekki við þennan fréttaflutning, telur
hann alrangan og ærumeiðandi,“
segir einnig í skeytinu.
Þrátt fyrir allt segir Svavar frétt-
ina rétta. „Hún er byggð á gögnum;
ég er með lánasamninginn í hönd-
unum og mjög trausta heimildar-
menn að auki. Ég talaði aftur við þá
og þeir stóðu við þetta. Pálmi hins
vegar gat ekki afhent mér nein gögn
sem sýndu fram á að eitthvað væri
rangt í fréttinni. Hann lét mér í té
einhver færslunúmer sem sögðu
akkúrat ekki neitt. En ég tók reynd-
ar fram í næstu frétt á eftir að hann
hefði gert athugasemd og sent
færslunúmerin. Þar kom einnig fram
að í fyrri frétt hefði aðeins verið
fjallað um eitt margra skringilegra
lána sem hans fyrirtæki fengu hjá
Glitni mánuðina fyrir hrun. Það virð-
ist líka hafa farið fyrir brjóstið á hon-
um.“ Auk þess segist Svavar hafa
reynt að ná í Pálma án árangurs.
Eins og í öðru ber Svavari og Pálma
ekki saman. „Ég er með kvittanir
sem sýna hvert þessir fjármunir fóru
og hann hefði átt að vinna vinnuna
sína og kanna málið betur í stað þess
að alhæfa frammi fyrir alþjóð. Auk
þess er yfirleitt mjög auðvelt að ná í
mig og ég þekktur fyrir það að svara
alltaf í símann.“ segir Pálmi og vísar
því á bug að Svavar hafi gert tilraun
til að ná í sig.
Pálmi segist sjálfur hafa þurft að
fara óhefðbundnar leiðir til að fá
gögn og kvittanir, en það hefði verið
auðvelt fyrir Svavar að hringja í bú-
stjóra þrotabús Fons og sækja sömu
upplýsingar.
Verður að fara rétt með
Svavar segir RÚV, Félag frétta-
manna og Blaðamannafélagið styðja
við bakið á sér. Hann tekur fram að
ef til þess kemur muni hann að sjálf-
sögðu ekki upplýsa um heimildar-
menn sína í dómsal en kalla eftir
gögnum frá hinum föllnu bönkum og
fyrirtækjum sem komu við sögu sem
muni þá sýna að fréttin var rétt.
Pálmi segir ekkert að því að skrif-
að sé um hans mál, hvort sem er fyrir
eða eftir bankahrunið. Fréttirnar
verði hins vegar að vera réttar. „Og
þegar málið verður tekið fyrir legg
ég fram sannanir fyrir því að hann
fór með bull og vitleysu.“
Svavar segir hins vegar ljóst að nú
reyni útrásarvíkingar sem stýrt hafa
milljarðaveldum að hræða fjölmiðla
og fréttamenn til að hætta umfjöllun
með aflsmun og í krafti peninga.
Tilraun til að hræða fjölmiðla-
fólk eða ná fram leiðréttingu?
Mál Pálma Haraldssonar, fv. eiganda Fons, á hendur Svavari Halldórssyni fréttamanni þingfest í gær
Svavar
Halldórsson
Pálmi
Haraldsson
Málið snýst um frétt Svavars frá 25.
mars sl. sem bar yfirskriftina „Millj-
arðar hurfu í reyk“. Í henni segir frá
2,5 milljarða króna láni sem Glitnir
banki veitti Fons í desember 2007.
Af frétt Svavars má ráða að um
hafi verið að ræða viðskiptafléttu
og var niðurlag fréttarinnar svo-
hljóðandi: „Einu alvöru peningarnir
í þessum viðskiptum voru 2.500
milljónir króna, sem fóru úr Glitni
og í hendur Pálma Haraldssonar, en
þeir peningar finnast hins vegar
hvergi.“
Í kjölfar fréttarinnar fór Pálmi
fram á að hún yrði dregin til baka
og hann beðinn afsökunar. Hann
sagði ljóst að tveir milljarðar króna
hefðu farið til greiðslu á láni Fons
við Landsbankann og tæpur millj-
arður króna til kaupa á bréfum í
sjóði 9 hjá Glitni.
Svavar og RÚV stóðu við fréttina
en áréttað var að Fons tók lánið,
ekki Pálmi persónulega.
Pálmi sætti sig ekki við þá mála-
lyktan. Hann fer fram á að tiltekin
ummæli verði dæmd dauð og
ómerk auk þriggja milljóna króna í
miskabætur.
Stóð við fréttina og mál var höfðað