Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 14

Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Eftir alla nei- kvæðu umfjöllunina á liðnum árum fannst mér kominn tími til að beina athyglinni að gleðinni og leiknum,“ sagði listamaðurinn Jón Adólf Steinólfsson, sem á hugmynd að járnskúlptúr sem settur hefur ver- ið upp við bæjarmerkið í tilefni Barnahátíðar í Reykjanesbæ dag- ana 21.-25. apríl. Hann leitaði til leikskólabarna á leikskólanum Völlum á Ásbrú, en hann er stein- snar frá Listasmiðjunni þar sem Jón Adólf og félagar hans í Ein- stökum hafa aðsetur. Um nýliðna helgi lauk Ásmundur Sigurðsson járnsmiður við gerð verksins, sem sýnir 5 glaðar perónur og er um 10 metrar á hæð. Á miðvikudag hófst 5 daga gleðiveisla fyrir börn og fjölskyld- ur í Reykjanesbæ. Þetta er í annað sinn sem Barnahátíð er haldin en í ár hefur atburðum fjölgað og blás- ið verður til nýrrar afþreyingar fyrir fjölskyldufólk. Má þar nefna lifandi dýr við Víkingaheima, fuglahús á tjarnarhólma í Innri- Njarðvík, hreystivöll til hliðar við Vatnaveröld og listaverk Guð- mundar Rúnars Lúðvíksson, Sjáðu heiminn með öðrum augum, sem staðsett verður við Strandleið neð- arlega á Ægisgötu. Verkið sam- anstendur af veggjum úr plexígleri í mismunandi litum og sé horft í gegn birtist heimurinn í annarri mynd. Setning Barnahátíðar kallast á við setningu Ljósanætur enda á há- tíðin að vera samskonar menning- ar- og afþreyingarveisla með áherslu á börn og barnafólk. Nú var dúfum sleppt í stað blaðra í mismunandi litum og minna um leið á friðinn. Í gær var svo Listahátíð barna sett í Duushúsum og sýning á ljósmyndum á Bóka- safni Reykjanesbæjar sem er af- rakstur ljósmyndamaraþons sem efnt var til á safnahelgi á Suð- urnesjum í mars. Alla dagskrárliði er að finna á vef Barnahátíðar, barnahatid.is Athyglinni beint að gleðinni Morgunblaðið/Dagný Gísladót Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is STEFÁN Már Stefánsson, prófess- or í lögfræði við Háskóla Íslands, segir að orðalag um deiluna um Icesave í nýrri viljayfirlýsingu Íslands til Al- þjóðagjaldeyr- issjóðsins, feli ekki í sér að Ís- land hafi skuld- bundið sig um- fram það sem fram kom í fyrri viljayfirlýsingu- Íslands til sjóðs- ins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa sagt að með nýju yfirlýsingunni, frá 7. apr- íl sl. hafi verið gengið lengra en áð- ur. Því hafa Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra og Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, hafnað og Stein- grímur hefur m.a. sagt að mun skemur hafi verið gengið en í fyrri viljayfirlýsingu frá 15. nóvember 2008. Aldrei viðurkennt ábyrgð Stefán Már minnir á að íslenska ríkið hafi aldrei fallið frá þeim fyr- irvara að ríkinu beri ekki skylda til að greiða lágmarksinnistæðutrygg- inguna, nema að undangengnum dómi. Líta verði á viljayfirlýs- inguna í þessu ljósi. „Ef þú gefur viljayfirlýsingu um að greiða 20.887 evrur ásamt sanngjörnum vöxtum, verður að skilja orðalagið um sann- gjarna vexti í því ljósi að landinu beri ekki skylda til að greiða þetta,“ segir hann. Í nýju yfirlýsingunni er greiðsla á lágmarksinnistæðutryggingunni tengd því að heildarlausn náist í málinu. Stefán segir að sú heild- arlausn hljóti að felast í því að Ís- land beri ekki áhættu af því að neyðarlögin haldi ekki eða af mjög óhagkvæmri gengisþróun. Því fel- ist ekki ný skuldbinding, eða breyt- ing á skuldbindingum í viljayfirlýs- ingu Íslands til AGS frá 7. apríl sl. „Ég er þó ekki að segja að ég hefði ekki viljað orða þetta öðruvísi,“ segir Stefán Már. Það sé síðan smekksatriði hvort orðalagið gefi of mikið í skyn. Ekki nýj- ar skuld- bindingar Stefán Már Stefánsson Icesave-greiðslur eru ekki skylda Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is FYRIR um 30 árum stóð Kvik- myndaklúbbur Álftamýrarskóla fyr- ir kvikmyndahátíð og í dag, sum- ardaginn fyrsta, ætlar Marteinn Sigurgeirsson, leiðbeinandi nem- endanna í kvikmyndagerð og fleiru 1975 til 1990 að endurtaka leikinn. 1980 voru sýndar 25 kvikmyndir eftir nemendur skólans en nú verð- ur Marteinn með tvöfalt fleiri myndir til sýnis í skólanum. Marteinn segir að haustið 1975 hafi klúbbstarfsemi í grunnskólum borgarinnar hafist í tengslum við Æskulýðsráð Reykjavíkur. Boðið hafi verið upp á margvíslega starf- semi eins og til dæmis radíóvinnu, mósaíkgerð, leirvinnu, leiklist og fleira. Þá hafi kvikmyndaklúbb- urinn í Álftamýrarskóla hafið göngu sína og fyrsta verkefnið hafi verið að gera mynd um þessa klúbbastarfsemi. Frumkvöðlastarf „Kvikmyndagerð var þegar orðin mikið áhugamál hjá mér og ég átti litla upptrekkta 8 millimetra töku- vél sem var notuð til að byrja með,“ rifjar Marteinn upp og bætir við að til að byrja með hafi ekkert hljóð verið með myndunum. Fljótlega hafi skólinn boðið upp á kvik- myndagerð sem valgrein í 9. bekk og hafi hann séð um kennsluna. „Síðan breytti ég þessu í fjölmiðla- kennslu og var þá líka með blaða- útgáfu. Þetta var í fyrsta sinn sem boðið var upp á svona nám og varð ég að útbúa allt námsefni sjálfur enda ekkert til en þetta var mjög spennandi.“ Starfið vatt upp á sig. Kvik- myndafélagið efndi til kvikmynda- sýninga, seldi inn og tæki voru keypt fyrir ágóðann, meðal annars ljós á þrífæti. Leigðar voru kvik- myndir og þær textaðar með glær- um. „Ég hef haft að leiðarljósi að nemendur eigi að skapa en ekki gapa og þessir nemendur áttuðu sig fljótlega á því að það þurfti að hafa fyrir hlutunum,“ segir Marteinn. Margvísleg þáttagerð átti sér stað í skólanum. Sem bókavörður hafði Marteinn ráðrúm til þess að vera með myndver í kjallara skól- ans og segir að góðar ritgerðir hafi oft breyst í kvikmyndir. Þar á með- al ritgerð um Darwin. Gerðar hafi verið fræðslumyndir um Þingvöll, Nepal, Pólland, hitaþenslu fastra efna, veðurfar á Íslandi og fleira. Hægt hafi verið að nota margar myndir í almennri kennslu og nem- endur lagt mikið á sig. Myndin um myndun og mótun Íslands hafi til dæmis verið í vinnslu margar vikur frá klukkan átta á morgnana og unnið að henni þar til nemendur mættu í kennslu klukkan eitt. „Miklar heimildir eru í þessum myndum, sérstaklega um kennslu- þætti og tómstundastarf á þessum árum,“ segir Marteinn. „Þær sýna samfélagið í gegnum linsuna.“ Lengi býr að fyrstu gerð Margir nemendur, sem stigu sín fyrstu spor í kvikmyndagerð undir handleiðslu Marteins í skólanum, hafa látið að sér kveða í kvik- myndagerð og í fjölmiðlum. Hann nefnir til dæmis Kjartan Kjart- ansson, „hljóðmann Íslands“ sem hefur starfað mikið með Friðriki Þór Friðrikssyni kvikmyndagerð- armanni, og Láru Ómarsdóttur, fréttamann hjá RÚV, sem hafi meðal annars tekið viðtal við Bubba Morthens sem þá hafi verið að byrja að hasla sér völl í tónlistinni. Auk þess segir hann að Jón Ólafs- son, nú deildarforseti félagsvís- indadeildar Háskólans á Bifröst, hafi gert athyglisverða mynd um trúarbrögð, Benedikt Stefánsson, aðstoðarmaður efnahags- og við- skiptaráðherra, hafi gert ádeilu- mynd um neysluþjóðfélagið, mynd- ina Dimman hlátur, og Jón Ársæll Þórðarson, fréttamaður, hafi sem sálfræðinemi verið í viðtali í frétta- þættinum Rás 2, mörgum árum áð- ur en RÚV hafi komið samnefndri rás á laggirnar. „Það var ýmislegt brallað á þessum árum,“ segir Mar- teinn. Kvikmyndasýningin verður í fjór- um kennslustofum og einum sal í Álftamýrarskóla frá klukkan 14-17 í dag og eru allir velkomnir. „Ég vænti þess sérstaklega að sjá sem flesta fyrrverandi nemendur skól- ans,“ segir Marteinn, sem hefur síðan um 1990 rekið myndver fyrir alla grunnskóla í Reykjavík. „Ég þjónusta alla grunnskólana í sam- bandi við ljósmyndir og kvikmynda- gerð sem tengjast náminu en þetta byrjaði allt í Álftamýrarskóla.“ Horft á samfélagið í gegn- um kvikmyndalinsuna  Sýnir um 50 kvikmyndir nemenda við Álftamýrarskóla 1975 til 1990 Ljósmynd/Marteinn Sigurgeirsson Fyrstu sporin Þegar Bubbi Morthens tónlistarmaður fór að vekja athygli mætti hann í viðtal hjá krökkum í kvik- myndaklúbbi Álftamýrarskóla og á meðal spyrjenda var Lára Ómarsdóttir, nú fréttakona hjá Ríkisútvarpinu. Veður Nemendur gerðu fræðslumynd um veður og var hún notuð í kennslu. 4. SKREF VERTU VAKANDI Merkin hjá barni sem sætir kynferðislegu ofbeldi eru ekki augljós. Líkamleg einkenni eru ekki algeng en vandamál sem tengjast kvíða, s.s. viðvarandi maga- og höfuðverkur geta gert vart við sig. Einkenni tengd tilfinningum og hegðun eru algengari. Þau eru misjöfn, allt frá ýktri fyrir- myndarhegðun til skyndilegrar hlédrægni og þunglyndis. Jafnvel óútskýranleg reiðiköst, mótþrói og uppreisn. Sjö skref til verndar börnum á www.blattafram.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.