Morgunblaðið - 22.04.2010, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 22.04.2010, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Morgunblaðið/Ómar Flugstöð Fjöldi farþega beið í Leifsstöð í gærmorgun eftir því að komast í flug, eftir að fleiri flugleiðir til Evrópu opnuðust eftir öskuský síðustu daga. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÞÚSUNDIR strandaglópa, sem áttu bókað flug með íslensku flugfélögun- um, hafa nú skilað sér á áfangastað eftir að opnaðist fyrir flesta flugvelli í Evrópu í gær. Frá því að öskufall frá eldgosinu í Eyjafjallajökli fór að trufla flugumferð sl. fimmtudag hafa Icelandair og Iceland Express orðið að fella niður nærri 100 flugferðir, þar af um 60 hjá Icelandair. Hafði þessi röskun áhrif á ferðir um 30 þús- und farþega félaganna, þar af um 20 þúsund hjá Icelandair og hátt í 10 þúsund hjá Iceland Express. Félögin urðu fyrir töluverðu fjár- hagstjóni vegna þessa. Icelandair Group áætlar að tapið nemi nærri 700 milljónum króna, bæði vegna farþega- og fraktflugs, og Iceland Express tapaði ríflega 200 milljónum króna. Tjónið í heild fyrir félögin nemur því nærri milljarði króna. Þegar opnuðust glufur yfir vissum svæðum í Evrópu nýttu félögin tæki- færið og komu á aukaferðum til staða eins og Gautaborgar, Þrándheims og Glasgow. Þannig flutti Iceland Ex- press nærri þúsund farþega með þeim hætti. „Núna hefur okkur tekist að koma öllum okkar farþegum á áfangastað, sem biðu eftir flugi, enda hefur flugið í dag [gær] gengið mjög vel og sam- kvæmt áætlun. Útlitið fyrir fimmtu- daginn er mjög gott,“ sagði Kristín Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Iceland Express, við Morgunblaðið síðdegis í gær. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, sagði að vel hefði gengið að koma farþegum félagsins til og frá landinu. Minniháttar tafir hefðu fylgt því að keyra kerfið í gang aftur. „Áætlun okkar er óðum að komast í lag og við sjáum ekki fyrir okkur að margir farþegar séu enn strandaglópar. Sá fjöldi er orðinn hverfandi,“ sagði Guðjón í gær og taldi að áætlun Icelandair ætti jafnt og þétt að komast í fyrra horf í dag og á morgun. Spurður hvort mikið hefði borið á afbókunum sagði Guðjón erfitt að leggja mat á það. Mikið hefði gengið á síðustu daga við að breyta ferðum fyrir fólk eða taka við afpöntunum á flugi næstu daga. Það ætti eftir að koma betur í ljós hver áhrifin af þessari röskun verða til lengri tíma. Ummæli forseta Íslands í BBC, um að gosið í Eyjafjallajökli væri bara æfing miðað við það ef Katla myndi fara að gjósa, hafa vakið hörð viðbrögð innan ferðaþjónustunnar. Aðspurður sagði Guðjón að starfs- fólk Icelandair hefði fengið töluverð viðbrögð og fjöldi fyrirspurna hefði borist söluskrifstofunum en flug ekki verið afbókað vegna þessa. Þúsundir strandaglópa skiluðu sér  Íslensku flugfélögin náðu í gær að ganga á biðlista eftir flugi til og frá Íslandi  Öskuskýin yfir Evr- ópu höfðu áhrif á ferðir 30 þúsund farþega félaganna  Tjón þeirra nemur hátt í einum milljarði króna Reuters FRÉTTASKÝRING Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is EFTIR því sem flugumferðin í Evr- ópu raskaðist meira risu háværari raddir meðal flugfélaga um að flug- bannið væri alltof strangt og byggðist ekki á nægilega traustum vísinda- legum grunni. Kallað var eftir endur- skoðun á spám um öskudreifingu og ákvörðunum um bannsvæði. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugstoða, þekkir vel til þessara mála en hann er jafn- framt formaður skipulagsnefndar Al- þjóðaflugmálastofnunarinnar vegna flugs yfir Norður-Atlantshafið. Ásgeir segir áætlanir hafa lengi ver- ið til um hvernig ætti að bregðast við ösku í háloftunum, bæði hér á landi og í Evrópu. Unnið hafi verið eftir þeim áætlunum nú og allt gengið snurðu- laust fyrir sig. Hins vegar hefur vinna við endur- skoðun á þessum áætlunum staðið yfir í nokkur ár, þar sem m.a. hefur staðið til að endurskoða spálíkön og fastsetja þá staðla sem flugmálayfirvöld gefa út um spár fyrir þéttingu ösku og mörk bannsvæða. Að sögn Ásgeirs hefur ekki verið nægur áhugi fyrir hendi til að ýta málinu áfram og það ekki haft forgang. Eldgosið nú hefur rækilega kveikt þann áhuga og vinnuhópar eru farnir af stað við endurmat á áætlanagerð og spám um öskuþéttingu. Ásgeir segir að þeirri vinnu verði hraðað svo flug- heimurinn verði tilbúinn fyrir næsta gos. Reiknar hann með að ný áætlun liggi fyrir í júní nk. Vel kunnugt um Kötlu Nokkur umræða hefur verið um að Eyjafjallajökulsgosið sé aðeins æfing fyrir Kötlugos, samanber fræg viðvör- unarorð forseta Íslands. Íslenskir jarðvísindamenn telja einnig, sam- kvæmt grein í tímaritinu New Scient- ist, að ný hrina jarðelda geti verið að hefjast hér á landi. Þar segir að flug- umferð yfir N-Atlantshaf geti orðið fyrir enn meiri truflunum af völdum íslenskra eldfjalla á komandi árum. Ásgeir segir flugmálayfirvöldum hér á landi og í Evrópu vel kunnugt um áhrif Kötlu og upphaflega hafi vinnan í tengslum við N-Atlantshaf og Evrópu gengið út frá því að Katla væri komin á tíma. Sú vinna hafi hafist fyrir meira en áratug. „Menn eru ekkert endilega að hugsa um Kötlu. Núna vilja menn læra af reynslunni hvernig til tókst. Hvað er hægt að gera næst? Nú er áhuginn virkilega fyrir hendi á að skoða þessi mál,“ segir Ásgeir en bendir jafnframt á að flugmálayfirvöld séu ekki endilega tilbúin til að fast- ákveða einhverja staðla eða viðmið til langs tíma í einu. Endurskoða þurfi allar slíkar áætlanir reglulega og eftir aðstæðum hverju sinni. Gosið hraðar endurskoðun  Evrópsk flugmálayfirvöld fara yfir áætlanir vegna öskufalls frá eldgosum  Vinna við slíka endurskoðun hófst fyrir nokkrum árum en var ekki í forgangi Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur hrist upp í alþjóðlegum flug- heimi. Hraða á endurskoðun á áætlunum og spám. Upphafleg vinna gerði ráð fyrir Kötlugosi. Spá um öskuský á Norður-Atlantshafi Spá um öskuský, gefin út kl. 18.00 í gær. Gildir til kl. 12.00 í dag. Grænland Ísland Kanada Bandaríkin Noregur Frakkland Bretlandseyjar Heimild: MetOffice „ÖSKUSKÝIN frá eldgosinu hafa valdið okk- ur töluverðum vandræðum og tjóni, það er eng- in spurning. Sem betur fer virðist þetta vera að komast í samt lag aftur. Von- andi fáum við ekki stærra gos yfir okkur,“ segir Jón Steinn Elíasson, formaður Samtaka fiskframleiðenda og út- flytjenda, um áhrif eldgossins á fiskútflytjendur en Jón er jafn- framt forstjóri Toppfisks. Sjálfur varð Jón fyrir barðinu á gosinu sem strandaglópur í fríi sínu á Spáni. Hann segir að fiskútflytjendur hafi í meira mæli en venjulega sent ferskan og fullunninn fisk út með skipum á markaði í Evrópu, til að draga úr skaðanum. Ekki fáist þó jafn gott verð fyrir fiskinn með þeim hætti og færi hann flugleið- ina. „Þetta ástand hefði ekki mátt standa mikið lengur,“ segir Jón Steinn en Toppfiskur hafði heppn- ina með sér, ef svo má segja. Fyr- irtækið var nýlega búið að senda stóra sendingu út með flugi áður en öskuskýin tóku að trufla flug- umferð. Um var að ræða 150 tonn af ferskum fiski. bjb@mbl.is Mátti ekki standa lengur Fiskútflytendur urðu fyrir tjóni Jón Steinn Elíasson Innflytjendur og heildsalar urðu ekki fyrir teljandi tjóni vegna trufl- unar á flug- umferð, að sögn Andrésar Magn- ússonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka versl- unar og þjónustu, SVÞ. Helst urðu innflytjendur á fersku grænmeti og ávöxtum fyrir skakkaföllum. Andrés segir samtökin hafa meiri áhyggjur af því ef Katla taki upp á því að gjósa líka. Þá sé hætt við að flugumferð raskist enn frekar og landið jafnvel lokist í einhverja daga. Það geti haft áhrif á innflutning aðfanga eins og lyfja og matvæla. Almannavarna- kerfið hafi ekki fundað með SVÞ vegna þeirrar hættu, líkt og gert var þegar svínaflensufárið var og hét. Meiri áhyggj- ur af Kötlu Andrés Magnússon Eldgosið í Eyjafjallajökli Öskuskýin frá Eyjafjallajökli hafa minnkað síðasta sólarhringinn og færst meira frá meginlandi Evrópu vestur um haf yfir Norður- Atlantshafið til Grænlands og Kan- ada, sem og færst nær Íslandi á stærra svæði en áður. Á sjálfu gos- svæðinu eru vindáttir einnig að breytast og hætt við að öskuský nálgist suðvesturhorn landsins næstu daga. Undir þetta eru flug- málayfirvöld hér á landi búin, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa Flugstoða, með þá yfirvofandi hættu að flugvöll- unum í Keflavík og Reykjavík verði lokað. Þá mun innanlandsflug að langmestu leyti leggjast niður og millilandaflug jafnvel færast til Ak- ureyrar og Egilsstaða. Hjördís seg- ir vinnu í gangi vegna þessa í sam- starfi við alla hlutaðeigandi aðila, s.s. flugfélögin, tollstjóra, lög- reglu, slökkvilið og fleiri. „Það er mikið verkefni að færa millilanda- flugið til. Við vonum að sjálfsögðu að til þess þurfi ekki að koma, öskufallið hefur verið að minnka og ekki miklar líkur á að askan komi á suðvesturhornið. Við erum hins vegar vel undir það búin ef til kemur,“ sagði Hjördís í gær. Yfirvöld viðbúin lokun í Keflavík og Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.